Ísak gerði vel í að búa til færi fyrir Khouma Babacar sem skoraði eina mark leiksins og tryggði FCK toppsætið um sinn.
Elías tók tapið á sig í viðtali við danska fjölmiðla eftir leikinn.
„Þetta voru stór mistök hjá mér en við þurfum bara að horfa fram veginn. Ég biðst afsökunar, það er ekki hægt að gera mikið meira.“
„Ég tók ranga ákvörðun. Ég átti bara að sparka boltanum langt en ég get ekki breytt því núna,“ sagði Elías.
„Það er mjög pirrandi að tapa á þennan hátt, þegar ég geri stór mistök og liðið tapar vegna þeirra. Mér fannst við spila góðan leik en við töpum útaf heimskulegum mistökum hjá mér,“ sagði Elías hreinskilinn.