„Hvar er þríeykið okkar sem teiknar upp kröftuga aðgerðaáætlun?“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. mars 2022 23:39 Helga Vala Helgadóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir geðheilbrigðismál olnbogabarn í heilbrigðiskerfinu. Vísir/Sigurjón Ólason Helga Vala Helgadóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, var gestur í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag og ræddi þar geðheilbrigðismál sem hún segir olnbogabarn innan heilbrigðiskerfisins. Tæp tvö ár eru síðan samþykkt var frumvarp á Alþingi um niðurgreiðslu kostnaðar vegna sálfræðiþjónustu en tillögunni hefur ekki fylgt nauðsynlegt fjármagn svo hægt sé að fylgja henni eftir. „Alþingi er búið að samþykkja að setja sálfræðiþjónustu og aðra viðtalsmeðferð inn í sjúkratryggingar en ríkisstjórnin treystir sér til þess að setja í þann málaflokk, sem búið er að reikna að kosti líklega 8-900 milljónir á ári, þau skultuðu 150 milljónum í það. Þetta er eins og ein íbúð á Hafnartorgi,“ sagði Helga Vala í dag. „Mér finnst stjórnvöld slá um sig með frösum, tala um átök í geðheilbrigðismálum en ég sé engin merki þess að eitthvað slíkt sé í gangi,“ bætti Helga Vala við og bar síðan stöðuna í geðheilbrigðismálum við það hvernig brugðist var við faraldri kórónuveirunnar hér á landi. „Við fengum upplýsingafundi þar sem þríeykið sagði frá því sem verið var að gera frá degi til dags. Allskonar aðgerðir vegna heimsfaraldurs og afleiðinga hans. Hvar er þríeykið þegar kemur að viðbrögðum við þessu áfalli sem þessi heimsfaraldur var á geðheilbrigði þjóðarinnar?“ Þurfum alvöru vitundarvakningu Helga Vala segir að Alþjóðaheilbrigðissstofnunin hafi varað við því hverjar afleiðingarnar gætu orðið vegna samkomutakmarkanna í kjölfar kórónuveirufaraldursins. „Ekki bara innilokun og þessi skerðing á frelsi sem varð. Heldur líka mjög miklar fjárhagslegar áhyggjur og það, að eins og bent var á, að fólk lokaðist inni og sumir voru í mjög viðkvæmri stöðu sem þurftu stuðning og fengu ekki.“ Hún segist engin viðbrögð sjá frá ríkisstjórninni um að verið sé að gera nokkurn skapaðan hlut. „Ég vil bara að við förum í alvöru vitundarvakningu í þessum málum. Við erum að tala um að við séum að missa fimmtíu manns á ári. Hvað værum við að gera ef við værum að missa fimmtíu manns á ári í bílslysum eða sjóslysum? Þessi mál eru algjört olnbogabarn í heilbrigðiskerfinu.“ Helga Vala í ræðustól Alþingis.Vísir/Vilhelm Hún segir að börn með mikla erfiðleika og geðrænar áskoranir þurfi að bíða í eitt til tvö ár eftir viðtalsmeðferð og að fullorðið fólk eigi oft ekki möguleika á að fá slíka meðferð. „Það er búið að fjölga sálfræðingum í heilbrigðiskerfinu en aðgengi að þeim er mjög takmarkað. Ef maður horfir á þau sjúkrahús sem eru að veita geðþjónustu, Landspítalann og á Akureyri, þá er birtingarmyndin þar svo átakanleg. Húsnæðið á báðum þessum stöðum er algjörlega óboðlegt.“ „Þar er fólk á lokuðum deildum sem á ekki möguleika á að fara út fyrir hússins dyr og fá súrefni og hreyfingu. Fólk er lokað þarna löngum stundum. Þetta er fólk sem býr við frelsisskerðingu. Við komum ekki svona fram við fanga en þarna er þetta látið viðgangast.“ Segir Ísland skera sig úr í umönnunarbyrði fjölskyldumeðlima Nýgengni örorku er einna mest hjá þeim sem eiga við geðræna erfiðleika að stríða. Helga Vala bendir á að þegar sjúkraþjálfun var sett inn í greiðsluþátttöku sjúkratrygginga þá hafi dregið mjög úr nýgengni örorku vegna stoðkerfisvanda. „Það hafði bein áhrif. Þá sáum við klárlega árangur og það fækkaði þeim sem þurftu að sækja lífeyri vegna örorku bara vegna þess að við ákváðum að setja peninga í þetta.“ Hún segir augljóst að gera verði betur. „Við getum ekki látið fólk bíða á biðlista. Fólk sem er með mikinn kvíða, mögulega á erfitt með að fara út, getur ekki mætt í vinnu eða sinnt fjölskyldu, Við getum ekki látið það bíða í eitt til tvö ár eftir viðtalsmeðferð. Þú myndir aldrei gera þetta ef viðkomandi væri fótbrotinn.“ Helga Vala segir húsnæði á þeim stöðum sem veita geðþjónustu vera algjörlega óboðlegt.Vísir/Vilhelm Helga Vala segir að kulnun sé að aukast og sérstaklega hjá konum yfir fimmtugu. Hún segir mega ætla að það tengist umönnunarstörfum sem mest er sinnt af konum. „Ísland sker sig úr hvað varðar umönnunarbyrði fjölskyldumeðlima á öðrum eldri fjölskyldumeðlimum, yngri eða fötluðum. Við skerum okkur úr meðal Evrópuþjóða og Norðurlandaþjóða hvað við setjum mikla byrði á fjölskyldumeðlimina sjálfa. Líklega er þetta skýring þess að við erum að missa konur á besta aldri í örorku útaf kulnun.“ Plastpoki á blæðandi sár Geðlyfjanotkun á Íslandi hefur oft verið til umræðu og hefur Ísland verið nefnt í hópi þeirra þjóða þar sem notkun geðlyfja er hvað mest miðað við höfðatölu. Er verið að setja plástur á blæðandi sár með mikill notkun geðlyfja? „Ekki einu sinni plástur, heldur plastpoka eða ég veit ekki hvað,“ svaraði Helga Vala. „Stundum getur verið að þú þurfir á lyfjum að halda til að komast yfir ákveðinn hjalla til að geta farið í einhverja ákveðna vinnu. Það eru allt of mörg dæmi um fólk, sem er að glíma við geðrænar áksoranir, gangi um með fulla poka af nýjum og nýjum lyfjum.“ Hún segir mikið vanta upp á eftirfylgni innan geðheilbrigðiskerfisins, til dæmis hjá þeim sem reynt hafa að taka eigið líf. „Það er ekkert verið að kanna hvernig þér reiðir af eftir slíkt áfall. Ef fjölskyda verður fyrir því að fjölskyldumeðlimur tekur líf sitt þá kemur enginn, það er enginn sem grípur utan um viðkomandi. Það er enginn sem grípur utan um fjölskylduna þegar einhver veikist illa vegna einhvers konar geðrænna áskorana.“ Willum Þór Þórsson er heilbrigðisráðherra. Helga Vala segir að hún hafi átt samtal við Willum þar sem hann lýsti vanmætti vegna stöðunnar í geðheilbrigðismálum.Vísir/Vilhelm „Það þarf að grípa fjölskylduna. Ef foreldri missir barnið sitt vegna sjálfsvígs þá þurfa foreldrarnir að fara einhvern veginn og reyna að finna út við hvern þau geta talað til að lina þjáningarnar. Hvar er teymið, hvar er þríeykið okkar sem teiknar upp kröftuga aðgerðaáætlun?“ Helga Vala segist hafa átt orðastað við Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra í vikunni en sérstök umræða fór fram á Alþingi á mánudag um geðheilbrigðismál þar sem hún spurði þessara spurninga. „Hann lýsti ákveðnum vanmætti, þetta væri auðvitað rétt. Hann sagði það óhuggulegt að horfa á þessa biðlista sem við erum að láta börn, sem þurfa bráðaþjónustu, bíða á.“ „Þrettán ára gamalt barn sem er með þrjár sjálfsvígstrilraunir á tíu mánuðum er komið á biðlista í tólf mánuði eftir nauðsynlegri þjónustu. Í alvöru, við þurfum einhvern veginn að taka á þessu af alvöru og fatta að þetta getur haft svo ofboðsleg áhrif inn í framtíðina,“ sagði Helga Vala að lokum. Geðheilbrigði Landspítalinn Reykjavík síðdegis Alþingi Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Tæp tvö ár eru síðan samþykkt var frumvarp á Alþingi um niðurgreiðslu kostnaðar vegna sálfræðiþjónustu en tillögunni hefur ekki fylgt nauðsynlegt fjármagn svo hægt sé að fylgja henni eftir. „Alþingi er búið að samþykkja að setja sálfræðiþjónustu og aðra viðtalsmeðferð inn í sjúkratryggingar en ríkisstjórnin treystir sér til þess að setja í þann málaflokk, sem búið er að reikna að kosti líklega 8-900 milljónir á ári, þau skultuðu 150 milljónum í það. Þetta er eins og ein íbúð á Hafnartorgi,“ sagði Helga Vala í dag. „Mér finnst stjórnvöld slá um sig með frösum, tala um átök í geðheilbrigðismálum en ég sé engin merki þess að eitthvað slíkt sé í gangi,“ bætti Helga Vala við og bar síðan stöðuna í geðheilbrigðismálum við það hvernig brugðist var við faraldri kórónuveirunnar hér á landi. „Við fengum upplýsingafundi þar sem þríeykið sagði frá því sem verið var að gera frá degi til dags. Allskonar aðgerðir vegna heimsfaraldurs og afleiðinga hans. Hvar er þríeykið þegar kemur að viðbrögðum við þessu áfalli sem þessi heimsfaraldur var á geðheilbrigði þjóðarinnar?“ Þurfum alvöru vitundarvakningu Helga Vala segir að Alþjóðaheilbrigðissstofnunin hafi varað við því hverjar afleiðingarnar gætu orðið vegna samkomutakmarkanna í kjölfar kórónuveirufaraldursins. „Ekki bara innilokun og þessi skerðing á frelsi sem varð. Heldur líka mjög miklar fjárhagslegar áhyggjur og það, að eins og bent var á, að fólk lokaðist inni og sumir voru í mjög viðkvæmri stöðu sem þurftu stuðning og fengu ekki.“ Hún segist engin viðbrögð sjá frá ríkisstjórninni um að verið sé að gera nokkurn skapaðan hlut. „Ég vil bara að við förum í alvöru vitundarvakningu í þessum málum. Við erum að tala um að við séum að missa fimmtíu manns á ári. Hvað værum við að gera ef við værum að missa fimmtíu manns á ári í bílslysum eða sjóslysum? Þessi mál eru algjört olnbogabarn í heilbrigðiskerfinu.“ Helga Vala í ræðustól Alþingis.Vísir/Vilhelm Hún segir að börn með mikla erfiðleika og geðrænar áskoranir þurfi að bíða í eitt til tvö ár eftir viðtalsmeðferð og að fullorðið fólk eigi oft ekki möguleika á að fá slíka meðferð. „Það er búið að fjölga sálfræðingum í heilbrigðiskerfinu en aðgengi að þeim er mjög takmarkað. Ef maður horfir á þau sjúkrahús sem eru að veita geðþjónustu, Landspítalann og á Akureyri, þá er birtingarmyndin þar svo átakanleg. Húsnæðið á báðum þessum stöðum er algjörlega óboðlegt.“ „Þar er fólk á lokuðum deildum sem á ekki möguleika á að fara út fyrir hússins dyr og fá súrefni og hreyfingu. Fólk er lokað þarna löngum stundum. Þetta er fólk sem býr við frelsisskerðingu. Við komum ekki svona fram við fanga en þarna er þetta látið viðgangast.“ Segir Ísland skera sig úr í umönnunarbyrði fjölskyldumeðlima Nýgengni örorku er einna mest hjá þeim sem eiga við geðræna erfiðleika að stríða. Helga Vala bendir á að þegar sjúkraþjálfun var sett inn í greiðsluþátttöku sjúkratrygginga þá hafi dregið mjög úr nýgengni örorku vegna stoðkerfisvanda. „Það hafði bein áhrif. Þá sáum við klárlega árangur og það fækkaði þeim sem þurftu að sækja lífeyri vegna örorku bara vegna þess að við ákváðum að setja peninga í þetta.“ Hún segir augljóst að gera verði betur. „Við getum ekki látið fólk bíða á biðlista. Fólk sem er með mikinn kvíða, mögulega á erfitt með að fara út, getur ekki mætt í vinnu eða sinnt fjölskyldu, Við getum ekki látið það bíða í eitt til tvö ár eftir viðtalsmeðferð. Þú myndir aldrei gera þetta ef viðkomandi væri fótbrotinn.“ Helga Vala segir húsnæði á þeim stöðum sem veita geðþjónustu vera algjörlega óboðlegt.Vísir/Vilhelm Helga Vala segir að kulnun sé að aukast og sérstaklega hjá konum yfir fimmtugu. Hún segir mega ætla að það tengist umönnunarstörfum sem mest er sinnt af konum. „Ísland sker sig úr hvað varðar umönnunarbyrði fjölskyldumeðlima á öðrum eldri fjölskyldumeðlimum, yngri eða fötluðum. Við skerum okkur úr meðal Evrópuþjóða og Norðurlandaþjóða hvað við setjum mikla byrði á fjölskyldumeðlimina sjálfa. Líklega er þetta skýring þess að við erum að missa konur á besta aldri í örorku útaf kulnun.“ Plastpoki á blæðandi sár Geðlyfjanotkun á Íslandi hefur oft verið til umræðu og hefur Ísland verið nefnt í hópi þeirra þjóða þar sem notkun geðlyfja er hvað mest miðað við höfðatölu. Er verið að setja plástur á blæðandi sár með mikill notkun geðlyfja? „Ekki einu sinni plástur, heldur plastpoka eða ég veit ekki hvað,“ svaraði Helga Vala. „Stundum getur verið að þú þurfir á lyfjum að halda til að komast yfir ákveðinn hjalla til að geta farið í einhverja ákveðna vinnu. Það eru allt of mörg dæmi um fólk, sem er að glíma við geðrænar áksoranir, gangi um með fulla poka af nýjum og nýjum lyfjum.“ Hún segir mikið vanta upp á eftirfylgni innan geðheilbrigðiskerfisins, til dæmis hjá þeim sem reynt hafa að taka eigið líf. „Það er ekkert verið að kanna hvernig þér reiðir af eftir slíkt áfall. Ef fjölskyda verður fyrir því að fjölskyldumeðlimur tekur líf sitt þá kemur enginn, það er enginn sem grípur utan um viðkomandi. Það er enginn sem grípur utan um fjölskylduna þegar einhver veikist illa vegna einhvers konar geðrænna áskorana.“ Willum Þór Þórsson er heilbrigðisráðherra. Helga Vala segir að hún hafi átt samtal við Willum þar sem hann lýsti vanmætti vegna stöðunnar í geðheilbrigðismálum.Vísir/Vilhelm „Það þarf að grípa fjölskylduna. Ef foreldri missir barnið sitt vegna sjálfsvígs þá þurfa foreldrarnir að fara einhvern veginn og reyna að finna út við hvern þau geta talað til að lina þjáningarnar. Hvar er teymið, hvar er þríeykið okkar sem teiknar upp kröftuga aðgerðaáætlun?“ Helga Vala segist hafa átt orðastað við Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra í vikunni en sérstök umræða fór fram á Alþingi á mánudag um geðheilbrigðismál þar sem hún spurði þessara spurninga. „Hann lýsti ákveðnum vanmætti, þetta væri auðvitað rétt. Hann sagði það óhuggulegt að horfa á þessa biðlista sem við erum að láta börn, sem þurfa bráðaþjónustu, bíða á.“ „Þrettán ára gamalt barn sem er með þrjár sjálfsvígstrilraunir á tíu mánuðum er komið á biðlista í tólf mánuði eftir nauðsynlegri þjónustu. Í alvöru, við þurfum einhvern veginn að taka á þessu af alvöru og fatta að þetta getur haft svo ofboðsleg áhrif inn í framtíðina,“ sagði Helga Vala að lokum.
Geðheilbrigði Landspítalinn Reykjavík síðdegis Alþingi Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira