Hjörtur var í byrjunarliði Pisa en honum var skipt af leikvelli á 56. mínútu leiksins en Federico Dionisi gerði bæði mörk Ascoli á fjögurra mínútna kafla undir lok fyrri hálfleiks.
Pisa, sem var í toppsæti deildarinnar áður en umferðin hófst, fellur niður í þriðja sæti deildarinnar eftir tapið þar sem Cremonese vann sinn leik sem fór fram á sama tíma. Ascoli klifrar upp í sjöunda sæti deildarinnar með sigrinum.