Aftur til fortíðar? Skortur og raðir í Rússlandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. mars 2022 08:58 Íbúar í Sankti Pétursborg bíða í röð eftir því að geta keypt dósamat og nauðsynjar þegar rúblan féll árið 1998. epa/Anatoly Maltsev Refsiaðgerðir bandamanna gegn Rússum eru farnar að bitna á almennum borgurum, sem þurfa nú að greiða töluvert meira fyrir innfluttan varning en áður, ekki síst vegna gengislækkunar rúblunnar. Langar raðir hafa myndast eftir sykri og bókhveiti en stjórnvöld í Rússlandi segja eftirspurnina tilbúning og nóg sé til fyrir alla. Það sem veldur meiri áhyggjum er skortur á lyfjum en fregnir herma að allt að 80 lyf séu að verða af skornum skammti í lyfjaverslunum, þar á meðal insúlínlyf og bólgueyðandi lyf fyrir börn. Guardian hefur eftir Elinu Ribakovu, yfirhagfræðingi hjá Institute of International Finance, að verðbólga í Rússlandi muni fara upp í allt að 20 prósent og að fyrir rússneskan almenning þýði það aðeins eitt; fátækt. „Fátækt og örvæntingu,“ segir hún. Ribakova segist telja að ástandið sé smám saman að verða „sovéskt“ og að stjórnvöld séu líkleg til að einangra landið frekar. „Ég sé þetta ekki sem tímabundið áfall og svo höldum við áfram í átt að frjálslyndu lýðræði og alþjóðasamvinnu, ekki nema að það verði breytingar á stjórninni,“ segir hún. Þúsundir Rússa hafa misst vinnuna vegna erlendra fyrirtækja sem hafa yfirgefið Rússland eða hætt starfsemi í bili. Þá hafa innlendar verksmiðjur og fyrirtæki einnig verið að draga saman seglin. Stjórnendur Sheremetyevo, stærsta flugvallar landsins, tilkynntu á mánudag að fimmtungur starfsmanna yrði sendur í tímabundið leyfi. Maria Shagina, sérfræðingur hjá Institute of International Affairs í Finnlandi og Geneva International Sanctions Network, segir rússnesk stjórnvöld hafa fórnað efnahagslegum vexti fyrir stríðstíma-hagkerfi. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Langar raðir hafa myndast eftir sykri og bókhveiti en stjórnvöld í Rússlandi segja eftirspurnina tilbúning og nóg sé til fyrir alla. Það sem veldur meiri áhyggjum er skortur á lyfjum en fregnir herma að allt að 80 lyf séu að verða af skornum skammti í lyfjaverslunum, þar á meðal insúlínlyf og bólgueyðandi lyf fyrir börn. Guardian hefur eftir Elinu Ribakovu, yfirhagfræðingi hjá Institute of International Finance, að verðbólga í Rússlandi muni fara upp í allt að 20 prósent og að fyrir rússneskan almenning þýði það aðeins eitt; fátækt. „Fátækt og örvæntingu,“ segir hún. Ribakova segist telja að ástandið sé smám saman að verða „sovéskt“ og að stjórnvöld séu líkleg til að einangra landið frekar. „Ég sé þetta ekki sem tímabundið áfall og svo höldum við áfram í átt að frjálslyndu lýðræði og alþjóðasamvinnu, ekki nema að það verði breytingar á stjórninni,“ segir hún. Þúsundir Rússa hafa misst vinnuna vegna erlendra fyrirtækja sem hafa yfirgefið Rússland eða hætt starfsemi í bili. Þá hafa innlendar verksmiðjur og fyrirtæki einnig verið að draga saman seglin. Stjórnendur Sheremetyevo, stærsta flugvallar landsins, tilkynntu á mánudag að fimmtungur starfsmanna yrði sendur í tímabundið leyfi. Maria Shagina, sérfræðingur hjá Institute of International Affairs í Finnlandi og Geneva International Sanctions Network, segir rússnesk stjórnvöld hafa fórnað efnahagslegum vexti fyrir stríðstíma-hagkerfi.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira