Baðaðir geislum í vítakeppninni, níddir og rúður í liðsrútu brotnar Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2022 07:30 Mohamed Salah var með græna leysigeislaslykju yfir andlitinu áður en hann tók vítið sitt gegn Senegal. Stuðningsmenn Senegal reyndu allt til að koma honum úr jafnvægi. Skjáskot/ESPN/efasocial Liverpool-maðurinn Mohamed Salah var með græna leysigeisla í andlitinu þegar hann tók sitt víti fyrir Egyptaland í úrslitaleiknum gegn Senegal í gær, um laust sæti á HM í fótbolta. Rúður í rútu Egypta voru brotnar fyrir leik og þeir urðu fyrir ýmsu öðru áreiti. Senegal var á heimavelli í þessum seinni leik liðanna, eftir að hafa tapað 1-0 í Egyptalandi. Senegal vann leikinn í gær 1-0 og því varð að grípa til vítakeppni og rétt eins og á Afríkumótinu fyrr á þessu ári hafði Senegal þar betur. Sadio Mané tryggði sigurinn með síðasta vítinu. Salah og liðsfélagar hans voru truflaðir í sínum vítum, sem og markvörður Egypta, með fjölda leysigeisla sem beint var að þeim frá senegölskum áhorfendum. I mean, just look at this. Salah sails his penalty over and surely anybody would, given the lasers.Mane scores, Senegal wins the shootout, Egypt out of the World Cup pic.twitter.com/tgHmCmW8uu— Henry Bushnell (@HenryBushnell) March 29, 2022 Ekki er ljóst hvort eða hvaða afleiðingar þetta mun hafa en beðið er viðbragða frá FIFA sem eflaust mun að minnsta kosti sekta senegalska knattspyrnusambandið eða refsa því með heimaleikjabanni. Áhorfendur þustu inn á völlinn að leik loknum og Salah þurfti vernd á meðan að hann gekk af velli. The attempt to attack Mohamed Salah by the Senegalese fans after the match, it is really a tragedy pic.twitter.com/bXZT6Lo6PY— Mosalah (@z2hanysalah) March 29, 2022 Egypska knattspyrnusambandið sendi frá sér yfirlýsingu eftir leik og sagði að formleg kvörtun hefði verið lögð inn vegna árása á egypska liðið og vegna borða og spjalda sem innihéldu kynþáttaníð og var beint að Egyptum. Rúður í liðsrútu Egypta voru brotnar. View this post on Instagram A post shared by EFA (@efasocial) Egypska sambandið segir níðinu sérstaklega hafa verið beint að Salah, fyrirliða liðsins, og að með kvörtuninni hafi fylgt ljósmyndir og myndbandsupptökur til sönnunar. HM 2022 í Katar Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Mané skaut Senegal á HM Sadio Mané reyndist hetja Senegal er hann tryggði liðinu farseðilinn á HM eftir 3-1 sigur gegn Egyptum í vítaspyrnukeppni. Liðsfélagi hans hjá Liverpool, Mohamed Salah, og félagar hans í egypska landsliðinu sitja hins vegar eftir með sárt ennið. 29. mars 2022 19:58 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Senegal var á heimavelli í þessum seinni leik liðanna, eftir að hafa tapað 1-0 í Egyptalandi. Senegal vann leikinn í gær 1-0 og því varð að grípa til vítakeppni og rétt eins og á Afríkumótinu fyrr á þessu ári hafði Senegal þar betur. Sadio Mané tryggði sigurinn með síðasta vítinu. Salah og liðsfélagar hans voru truflaðir í sínum vítum, sem og markvörður Egypta, með fjölda leysigeisla sem beint var að þeim frá senegölskum áhorfendum. I mean, just look at this. Salah sails his penalty over and surely anybody would, given the lasers.Mane scores, Senegal wins the shootout, Egypt out of the World Cup pic.twitter.com/tgHmCmW8uu— Henry Bushnell (@HenryBushnell) March 29, 2022 Ekki er ljóst hvort eða hvaða afleiðingar þetta mun hafa en beðið er viðbragða frá FIFA sem eflaust mun að minnsta kosti sekta senegalska knattspyrnusambandið eða refsa því með heimaleikjabanni. Áhorfendur þustu inn á völlinn að leik loknum og Salah þurfti vernd á meðan að hann gekk af velli. The attempt to attack Mohamed Salah by the Senegalese fans after the match, it is really a tragedy pic.twitter.com/bXZT6Lo6PY— Mosalah (@z2hanysalah) March 29, 2022 Egypska knattspyrnusambandið sendi frá sér yfirlýsingu eftir leik og sagði að formleg kvörtun hefði verið lögð inn vegna árása á egypska liðið og vegna borða og spjalda sem innihéldu kynþáttaníð og var beint að Egyptum. Rúður í liðsrútu Egypta voru brotnar. View this post on Instagram A post shared by EFA (@efasocial) Egypska sambandið segir níðinu sérstaklega hafa verið beint að Salah, fyrirliða liðsins, og að með kvörtuninni hafi fylgt ljósmyndir og myndbandsupptökur til sönnunar.
HM 2022 í Katar Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Mané skaut Senegal á HM Sadio Mané reyndist hetja Senegal er hann tryggði liðinu farseðilinn á HM eftir 3-1 sigur gegn Egyptum í vítaspyrnukeppni. Liðsfélagi hans hjá Liverpool, Mohamed Salah, og félagar hans í egypska landsliðinu sitja hins vegar eftir með sárt ennið. 29. mars 2022 19:58 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Mané skaut Senegal á HM Sadio Mané reyndist hetja Senegal er hann tryggði liðinu farseðilinn á HM eftir 3-1 sigur gegn Egyptum í vítaspyrnukeppni. Liðsfélagi hans hjá Liverpool, Mohamed Salah, og félagar hans í egypska landsliðinu sitja hins vegar eftir með sárt ennið. 29. mars 2022 19:58