Barcelona alltaf farið með sigur af hólmi gegn Real Madríd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. mars 2022 08:31 Leikmenn Barcelona fagna eftir öruggan 5-2 sigur á Real Madríd í gærkvöldi. Twitter@FCBfemeni Barcelona vann í gær frábæran 5-2 sigur á Real Madríd er félögin mættust í síðari leik átta liða úrslita Meistaradeildar Evrópu kvenna í knattspyrnu. Börsungar fóru einnig með sigur af hólmi í fyrri leiknum og hafa því unnið allar viðureignir liðanna. Þó Barcelona og Real Madríd séu tvö af elstu, frægustu og virtustu íþróttafélögum heims þá hefur kvennaknattspyrna setið á hakanum hjá þessum fornfrægu liðum, það er þangað til nú. Loks virðast hlutirnir vera að mjakast í rétta átt þó svo að Real hafi ekki viljað spila leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar á aðalvelli félagsins, Santiago Bernabéu. Barcelona ákvað hins vegar að spila á Nývangi í gærkvöldi og sér ekki eftir því. 91,553 in the Camp Nou Barcelona vs. Real Madrid set the world record for attendance at a women's football game pic.twitter.com/kHSvDPDVwa— B/R Football (@brfootball) March 30, 2022 Það var troðið út úr dyrum og heimsmet slegið en aldri hafa fleiri mætt á leik í kvennaknattspyrnu. Erfitt verður að bæta metið þar sem fáir vellir geta tekið jafn marga í sæti og Nývangur. Þó svo að viðureign Börsunga og Real hafi endað samtals 8-3 Spánar- og Evrópumeisturum Barcelona í vil þá stóð Real lengi vel í meisturunum. Það má segja að Real sé að fikra sig nær toppliðinu en hvenær fyrsti sigurinn kemur er óvíst. Þetta var sjöundi sigur Barcelona í röð en félögin hafa aðeins mæst sjö sinnum í sögunni. Barcelona Femeni have won every game they've ever played against Real Madrid pic.twitter.com/jGgNfgxmoG— GOAL (@goal) March 30, 2022 Real hefur verið að klífa töfluna heima fyrir og þarf að halda því áfram ætli liðið sér að komast í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Barcelona er sem fyrr liðið sem völdin hefur en uppgangur liðsins hefur verið hreint út sagt ótrúlegur undanfarin ár. Hlutirnir geta hins vegar breyst hratt og þarf ekki nema að horfa til Frakklands þar sem París Saint-Germain tókst að steypa Lyon af stóli sem besta lið landsins og er nú hörð barátta þeirra á milli um franska meistaratitilinn. Real vonast til að gera slíkt hið sama en á sem stendur langt í land. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Spænski boltinn Tengdar fréttir Áhorfendamet slegið er Barcelona fór áfram í undanúrslit 91.553 manns fylgdust með á Nou Camp þegar Barcelona vann stóran endurkomu sigur á Real Madrid, 5-2. Er þetta mesti fjöldi sem hefur nokkurntíman mætt á knattspyrnuleik kvenna. 30. mars 2022 18:45 Í leit að fullkomnun: Ekkert fær ofurlið Barcelona stöðvað Hvernig má það vera að allt sé í hers höndum hjá karlaliði félags á meðan kvennalið þess blómstrar og er besta lið álfunnar og mögulega sögunnar? Þegar stórt er spurt er fátt um svör en hér að neðan verður kafað ofan í kvennalið Barcelona og ótrúlegan árangur þess undanfarið. 14. nóvember 2021 09:00 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Sjá meira
Þó Barcelona og Real Madríd séu tvö af elstu, frægustu og virtustu íþróttafélögum heims þá hefur kvennaknattspyrna setið á hakanum hjá þessum fornfrægu liðum, það er þangað til nú. Loks virðast hlutirnir vera að mjakast í rétta átt þó svo að Real hafi ekki viljað spila leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar á aðalvelli félagsins, Santiago Bernabéu. Barcelona ákvað hins vegar að spila á Nývangi í gærkvöldi og sér ekki eftir því. 91,553 in the Camp Nou Barcelona vs. Real Madrid set the world record for attendance at a women's football game pic.twitter.com/kHSvDPDVwa— B/R Football (@brfootball) March 30, 2022 Það var troðið út úr dyrum og heimsmet slegið en aldri hafa fleiri mætt á leik í kvennaknattspyrnu. Erfitt verður að bæta metið þar sem fáir vellir geta tekið jafn marga í sæti og Nývangur. Þó svo að viðureign Börsunga og Real hafi endað samtals 8-3 Spánar- og Evrópumeisturum Barcelona í vil þá stóð Real lengi vel í meisturunum. Það má segja að Real sé að fikra sig nær toppliðinu en hvenær fyrsti sigurinn kemur er óvíst. Þetta var sjöundi sigur Barcelona í röð en félögin hafa aðeins mæst sjö sinnum í sögunni. Barcelona Femeni have won every game they've ever played against Real Madrid pic.twitter.com/jGgNfgxmoG— GOAL (@goal) March 30, 2022 Real hefur verið að klífa töfluna heima fyrir og þarf að halda því áfram ætli liðið sér að komast í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Barcelona er sem fyrr liðið sem völdin hefur en uppgangur liðsins hefur verið hreint út sagt ótrúlegur undanfarin ár. Hlutirnir geta hins vegar breyst hratt og þarf ekki nema að horfa til Frakklands þar sem París Saint-Germain tókst að steypa Lyon af stóli sem besta lið landsins og er nú hörð barátta þeirra á milli um franska meistaratitilinn. Real vonast til að gera slíkt hið sama en á sem stendur langt í land.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Spænski boltinn Tengdar fréttir Áhorfendamet slegið er Barcelona fór áfram í undanúrslit 91.553 manns fylgdust með á Nou Camp þegar Barcelona vann stóran endurkomu sigur á Real Madrid, 5-2. Er þetta mesti fjöldi sem hefur nokkurntíman mætt á knattspyrnuleik kvenna. 30. mars 2022 18:45 Í leit að fullkomnun: Ekkert fær ofurlið Barcelona stöðvað Hvernig má það vera að allt sé í hers höndum hjá karlaliði félags á meðan kvennalið þess blómstrar og er besta lið álfunnar og mögulega sögunnar? Þegar stórt er spurt er fátt um svör en hér að neðan verður kafað ofan í kvennalið Barcelona og ótrúlegan árangur þess undanfarið. 14. nóvember 2021 09:00 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Sjá meira
Áhorfendamet slegið er Barcelona fór áfram í undanúrslit 91.553 manns fylgdust með á Nou Camp þegar Barcelona vann stóran endurkomu sigur á Real Madrid, 5-2. Er þetta mesti fjöldi sem hefur nokkurntíman mætt á knattspyrnuleik kvenna. 30. mars 2022 18:45
Í leit að fullkomnun: Ekkert fær ofurlið Barcelona stöðvað Hvernig má það vera að allt sé í hers höndum hjá karlaliði félags á meðan kvennalið þess blómstrar og er besta lið álfunnar og mögulega sögunnar? Þegar stórt er spurt er fátt um svör en hér að neðan verður kafað ofan í kvennalið Barcelona og ótrúlegan árangur þess undanfarið. 14. nóvember 2021 09:00