Dregið í riðla á HM í dag: Allt sem þarf að vita Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. apríl 2022 11:00 Einn af leikvöngunum sem notaður verður á HM í Katar. Hvort hann verði tilbúinn er mótið hefst er óljóst. Getty Images Í dag kemur í ljós hvaða þjóðir verða saman í riðlum á HM karla í knattspyrnu sem fram fer í Katar í nóvember og desember á þessu ári. Hér að neðan er farið yfir allt sem mögulega þarf að vita fyrir drátt dagsins. Eins og Vísir greindi frá nýverið þá eru enn þrjú laus sæti á mótið og verður ekki leikið um síðustu sætin fyrr en í júní. Drátturinn fer fram í Doha, höfuðborg Katar. Talið er að um 2.000 manns verði í salnum er dregið verður. Nú þegar er ljóst að Katar verður í A-riðli og er þjóðin í efsta styrkleikaflokki. Það má því ætla að allar þjóðir í styrkleikaflokkum 2 til 4 vilji enda í A-riðli. Styrkleikaflokkarnir eru eftirfarandi: Styrkleikaflokkur 1: Katar, Brasilía, Belgía, Frakkland, Argentína, England, Spánn og Portúgal. Styrkleikaflokkur 2: Holland, Danmörk, Þýskaland, Sviss, Úrúgvæ, Króatía, Bandaríkin og Mexíkó. Styrkleikaflokkur 3: Íran, Japan, Marokkó, Serbía, Pólland, Suður-Kórea, Senegal og Túnis. Styrkleikaflokkur 4: Ekvador, Sádi-Arabía, Gana, Kanada, Kamerún, Wales/Úkraína/Skotland, Nýja-Sjáland/Kosta Ríka og Perú/Ástralía/Sameinuðu arabísku furstadæmin. HM í Katar hefst þann 21. nóvember og lýkur 18. desember. Fyrirkomulag HM í Katar Fyrirkomulag HM verður með sama sniði og áður. Alls verða átta riðlar með fjórum liðum hver. Lið eru sett í styrkleikaflokka (sem sjá má hér að ofan) eftir stöðu þeirra á heimslista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Að venju er ein undantekning þar á, heimaþjóðin er alltaf í efsta styrkleika og fer sjálfkrafa inn í A-riðil. Enn eru þrír umspilsleikir eftir og sigurvegararnir úr þeim leikjum fara allir í styrkleikaflokk 4. Úkraína og Skotland mætast í leik þar sem sigurvegarinn mætir Wales um sæti á HM í Katar. Kosta Ríka mætir Nýja-Sjálandi og Ástralía mætir Sameinuðu arabísku furstadæmunum, sigurvegarinn úr þeirri viðureign mætir Perú um sæti á HM. Drátturinn byrjar þannig að allar þjóðir verða dregnar úr styrkleikaflokki 1 og svo koll af kolli. Eftir að þjóð er dregin þá verður dregið í hvaða riðli hún er. Þjóðir frá sömu heimsálfum geta ekki mæst í riðlakeppninni að Evrópu undanskilinni. Það geta í mesta lagi verið tvær Evrópuþjóðir saman í riðli. Af hverju er ekki ljóst hvaða 32 þjóðir taka þátt? Venjulega er ljóst hvaða þjóðir hafa tryggt sér sæti á HM þegar drátturinn fer fram. Tvær ástæður eru fyrir því að enn eru þrjú sæti óákveðin. Tveir úrslitaleikir milli heimsálfa fara fram í Katar þann 13. og 14. júní. Leikur Kosta Ríka og Nýja-Sjálands fer fram þann 13. á meðan Perú mætir sigurvegaranum úr viðureign Ástralíu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna degi síðar. Þessir leikir voru færðir vegna Covid-19 og fara nú fram í Doha.Segir að FIFA hafi aldrei lagt til að halda HM á tveggja ára fresti Þá var leikur Úkraínu og Skotlands færðu vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Ekki hefur verið fundin dagsetning en miðað er við júní. Vonast er til að Úkraína geti spilað leikinn á. Stórar þjóðir fjarverandi Aftur mistókst Ítalíu að tryggja sér sæti á HM. Evrópumeistararnir máttu þola neyðarlegt tap gegn Norður-Makedóníu í umspilinu. N-Makedónía tapaði svo sannfærandi fyrir Portúgal og komst þar af leiðandi ekki á HM. Markamaskínan Erling Braut Håland verður ekki í Katar þar sem Noregur komst ekki áfram. Rússland er eðlilega ekki á mótinu vegna innrásar þeirra í Úkraínu. Egyptaland – nánar tiltekið Mohamed Salah – verður ekki með eftir að tapa fyrir Senegal í vítaspyrnukeppni. Nígería, Alsír og Fílabeinsströndin eru einnig fjarverandi. Þá mistókst Suður-Ameríkuþjóðunum Kólumbíu og Síle einnig að komast á HM. Dráttur dagsins hefst klukkan 16.00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Segir að FIFA hafi aldrei lagt til að halda HM á tveggja ára fresti Gianni Infantino, forseti alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, segir að sambandið hafi í raun aldrei lagt til að HM yrði haldið á tveggja ára fresti. Aðeins hafi verið kannað hvort hagkvæmt væri að gera slíka breytingu. 1. apríl 2022 07:01 Vill hitta Southgate til að ræða ummæli og áhyggjur hans Nasser Al-Khater, framkvæmdastjóri HM í Katar, vill hitta Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands, og ræða ummæli þjálfarans varðandi ýmsa hluti sem betur mættu fara í landinu. 31. mars 2022 10:31 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Fleiri fréttir Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá nýverið þá eru enn þrjú laus sæti á mótið og verður ekki leikið um síðustu sætin fyrr en í júní. Drátturinn fer fram í Doha, höfuðborg Katar. Talið er að um 2.000 manns verði í salnum er dregið verður. Nú þegar er ljóst að Katar verður í A-riðli og er þjóðin í efsta styrkleikaflokki. Það má því ætla að allar þjóðir í styrkleikaflokkum 2 til 4 vilji enda í A-riðli. Styrkleikaflokkarnir eru eftirfarandi: Styrkleikaflokkur 1: Katar, Brasilía, Belgía, Frakkland, Argentína, England, Spánn og Portúgal. Styrkleikaflokkur 2: Holland, Danmörk, Þýskaland, Sviss, Úrúgvæ, Króatía, Bandaríkin og Mexíkó. Styrkleikaflokkur 3: Íran, Japan, Marokkó, Serbía, Pólland, Suður-Kórea, Senegal og Túnis. Styrkleikaflokkur 4: Ekvador, Sádi-Arabía, Gana, Kanada, Kamerún, Wales/Úkraína/Skotland, Nýja-Sjáland/Kosta Ríka og Perú/Ástralía/Sameinuðu arabísku furstadæmin. HM í Katar hefst þann 21. nóvember og lýkur 18. desember. Fyrirkomulag HM í Katar Fyrirkomulag HM verður með sama sniði og áður. Alls verða átta riðlar með fjórum liðum hver. Lið eru sett í styrkleikaflokka (sem sjá má hér að ofan) eftir stöðu þeirra á heimslista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Að venju er ein undantekning þar á, heimaþjóðin er alltaf í efsta styrkleika og fer sjálfkrafa inn í A-riðil. Enn eru þrír umspilsleikir eftir og sigurvegararnir úr þeim leikjum fara allir í styrkleikaflokk 4. Úkraína og Skotland mætast í leik þar sem sigurvegarinn mætir Wales um sæti á HM í Katar. Kosta Ríka mætir Nýja-Sjálandi og Ástralía mætir Sameinuðu arabísku furstadæmunum, sigurvegarinn úr þeirri viðureign mætir Perú um sæti á HM. Drátturinn byrjar þannig að allar þjóðir verða dregnar úr styrkleikaflokki 1 og svo koll af kolli. Eftir að þjóð er dregin þá verður dregið í hvaða riðli hún er. Þjóðir frá sömu heimsálfum geta ekki mæst í riðlakeppninni að Evrópu undanskilinni. Það geta í mesta lagi verið tvær Evrópuþjóðir saman í riðli. Af hverju er ekki ljóst hvaða 32 þjóðir taka þátt? Venjulega er ljóst hvaða þjóðir hafa tryggt sér sæti á HM þegar drátturinn fer fram. Tvær ástæður eru fyrir því að enn eru þrjú sæti óákveðin. Tveir úrslitaleikir milli heimsálfa fara fram í Katar þann 13. og 14. júní. Leikur Kosta Ríka og Nýja-Sjálands fer fram þann 13. á meðan Perú mætir sigurvegaranum úr viðureign Ástralíu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna degi síðar. Þessir leikir voru færðir vegna Covid-19 og fara nú fram í Doha.Segir að FIFA hafi aldrei lagt til að halda HM á tveggja ára fresti Þá var leikur Úkraínu og Skotlands færðu vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Ekki hefur verið fundin dagsetning en miðað er við júní. Vonast er til að Úkraína geti spilað leikinn á. Stórar þjóðir fjarverandi Aftur mistókst Ítalíu að tryggja sér sæti á HM. Evrópumeistararnir máttu þola neyðarlegt tap gegn Norður-Makedóníu í umspilinu. N-Makedónía tapaði svo sannfærandi fyrir Portúgal og komst þar af leiðandi ekki á HM. Markamaskínan Erling Braut Håland verður ekki í Katar þar sem Noregur komst ekki áfram. Rússland er eðlilega ekki á mótinu vegna innrásar þeirra í Úkraínu. Egyptaland – nánar tiltekið Mohamed Salah – verður ekki með eftir að tapa fyrir Senegal í vítaspyrnukeppni. Nígería, Alsír og Fílabeinsströndin eru einnig fjarverandi. Þá mistókst Suður-Ameríkuþjóðunum Kólumbíu og Síle einnig að komast á HM. Dráttur dagsins hefst klukkan 16.00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Styrkleikaflokkur 4: Ekvador, Sádi-Arabía, Gana, Kanada, Kamerún, Wales/Úkraína/Skotland, Nýja-Sjáland/Kosta Ríka og Perú/Ástralía/Sameinuðu arabísku furstadæmin.
Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Segir að FIFA hafi aldrei lagt til að halda HM á tveggja ára fresti Gianni Infantino, forseti alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, segir að sambandið hafi í raun aldrei lagt til að HM yrði haldið á tveggja ára fresti. Aðeins hafi verið kannað hvort hagkvæmt væri að gera slíka breytingu. 1. apríl 2022 07:01 Vill hitta Southgate til að ræða ummæli og áhyggjur hans Nasser Al-Khater, framkvæmdastjóri HM í Katar, vill hitta Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands, og ræða ummæli þjálfarans varðandi ýmsa hluti sem betur mættu fara í landinu. 31. mars 2022 10:31 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Fleiri fréttir Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Sjá meira
Segir að FIFA hafi aldrei lagt til að halda HM á tveggja ára fresti Gianni Infantino, forseti alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, segir að sambandið hafi í raun aldrei lagt til að HM yrði haldið á tveggja ára fresti. Aðeins hafi verið kannað hvort hagkvæmt væri að gera slíka breytingu. 1. apríl 2022 07:01
Vill hitta Southgate til að ræða ummæli og áhyggjur hans Nasser Al-Khater, framkvæmdastjóri HM í Katar, vill hitta Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands, og ræða ummæli þjálfarans varðandi ýmsa hluti sem betur mættu fara í landinu. 31. mars 2022 10:31