Óttast að ný Blöndulína í lofti þrengi að byggingarlandi bæjarins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. apríl 2022 22:02 Blöndulína 3 á að tengjast inn í tengivirkið í Rangárvirkjun. Landið í bakgrunni er mögulegt byggingarland Akureyrarbæjar. Vísir/Arnar Bæjaryfirvöld á Akureyri óttast að hugmyndir Landsnets um lagningu Blöndulínu sem loftlínu alla leið til bæjarins þrengi að framtíðarbyggingarlandi hans. Landsnet hefur gefið út að aðalvalkostur vegna lagningu Blöndulínu 3, frá Blönduvirkjun til Akureyrar verði loftlína alla leið. Því fylgir að reisa þarf 17 til 32 metra há stálmöstur til að strengja háspennulínuna á með tilheyrandi helgunarsvæði. Línan mun tengjast tengivirki á Rangárvöllum og liggja fyrir ofan núverandi byggð Akureyri. Bæjaryfirvöld óttast hins vegar að loftlína muni skerða vaxtarmöguleika bæjarins. Fyrirhuguð Blöndulínu 3Landsnet. „Aðalskipulagið er í gildi til 2030 þar sem er gert ráð fyrir að þessi strengur fari í jörðu að sveitarfélagamörkum. Við komum náttúrulega til með að byggja eftir 2030 og þetta er okkar byggingarland og við erum landlítil þannig að við viljum alls ekki skerða okkar möguleika til vaxtar,“ segir Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar Akureyrarbæjar. Blöndulína 3 á að taka við Rangarárvallarlínu 1, elsta hluta byggðalínunnar svokölluðu sem komin er til ára sinna. Sveitarfélög og fyrirtæki á Eyjafjarðarsvæðinu hafa lengi kallað eftir því að meiri orka sé afhent inn á svæðið. Blöndulína 3 svarar því kalli. Hér mun nýtt hverfi Móahverfi rísa. Rangárvellir sjást í fjarska.Vísir/Arnar „Við erum búin að vinna að því í mjög mörg ár, að byggðalínan sé styrkt og fögnum af því að þetta sé þó allavega komið hingað en það eru vonbrigði að þetta skuli vera aðalvalkosturinn að setja þetta í loftlínu alla leið að Rangarárvöllum,“ segir Halla Björk. Sest verður niður með fulltrúum Landsnets á næstunni vegna málsins í von um að hægt sé að ná farsælli lendingu. „Við viljum allavega ekki skerða möguleikana. Við þurfum að taka samtal við Landsnet og höfum gert athugasemdir og viljum fá að vita hvað liggur til grundvallar þeirrar ákvörðunar.“ Akureyri Skipulag Húsnæðismál Orkumál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Landsnet hefur gefið út að aðalvalkostur vegna lagningu Blöndulínu 3, frá Blönduvirkjun til Akureyrar verði loftlína alla leið. Því fylgir að reisa þarf 17 til 32 metra há stálmöstur til að strengja háspennulínuna á með tilheyrandi helgunarsvæði. Línan mun tengjast tengivirki á Rangárvöllum og liggja fyrir ofan núverandi byggð Akureyri. Bæjaryfirvöld óttast hins vegar að loftlína muni skerða vaxtarmöguleika bæjarins. Fyrirhuguð Blöndulínu 3Landsnet. „Aðalskipulagið er í gildi til 2030 þar sem er gert ráð fyrir að þessi strengur fari í jörðu að sveitarfélagamörkum. Við komum náttúrulega til með að byggja eftir 2030 og þetta er okkar byggingarland og við erum landlítil þannig að við viljum alls ekki skerða okkar möguleika til vaxtar,“ segir Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar Akureyrarbæjar. Blöndulína 3 á að taka við Rangarárvallarlínu 1, elsta hluta byggðalínunnar svokölluðu sem komin er til ára sinna. Sveitarfélög og fyrirtæki á Eyjafjarðarsvæðinu hafa lengi kallað eftir því að meiri orka sé afhent inn á svæðið. Blöndulína 3 svarar því kalli. Hér mun nýtt hverfi Móahverfi rísa. Rangárvellir sjást í fjarska.Vísir/Arnar „Við erum búin að vinna að því í mjög mörg ár, að byggðalínan sé styrkt og fögnum af því að þetta sé þó allavega komið hingað en það eru vonbrigði að þetta skuli vera aðalvalkosturinn að setja þetta í loftlínu alla leið að Rangarárvöllum,“ segir Halla Björk. Sest verður niður með fulltrúum Landsnets á næstunni vegna málsins í von um að hægt sé að ná farsælli lendingu. „Við viljum allavega ekki skerða möguleikana. Við þurfum að taka samtal við Landsnet og höfum gert athugasemdir og viljum fá að vita hvað liggur til grundvallar þeirrar ákvörðunar.“
Akureyri Skipulag Húsnæðismál Orkumál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira