Orban gagnrýndi Selenskí í sigurræðu sinni Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 4. apríl 2022 07:36 Victor Orban hefur gegnt embætti forsætisráðherra Ungverjalands frá árínu 2010. EPA Viktor Orban og Fidesz-flokkur hans unnu öruggan sigur í þingkosningunum í Ungverjalandi sem fram fóru í gær. Það er því ljóst að hann mun gegna stöðu forsætisráðherra í landinu, fjórða kjörtímabilið í röð. Sigurræða Orbans hefur hlotið töluverða gagnrýni en þar virðist hann hæðast að Volodomir Selenskí forseta Úkraínu. Orban þykir hallur undir Vladimír Pútín Rússlandsforseta og Selenskí hefur sjálfur gagnrýnt forætisráðherrann fyrir að vilja ekki gagnrýna Pútín og stríðsrekstur hans í Úkraínu. Í sigurræðu sinni sagði Orban að allur heimurinn sjái nú að pólitík kristilegra íhaldsmanna og föðurlandsvina hafi farið með sigur af hólmi í Ungverjalandi. Orban segir að með sigrinum sé verið að senda Evrópu skýr skilaboð um að þetta sé ekki fortíðin, heldur framtíðin. Þá sagði hann að allir eigi eftir að muna eftir þessum sigri því andstæðingarnir hafi verið svo margir. Taldi Orban síðan upp andstæðinga sína og talaði um vinstrimenn heimafyrir, vinstrimenn í öðrum löndum, „möppudýrin í Brussel“ og forseta Úkraínu, sagði Orban og uppskar hlátrasköll frá stuðningsmönnum sínum, að því er segir í frétt Guardian. Fidesz-flokkurinn hlaut um 53 prósent atkvæða og bandalag sex stjórnarandstöðuflokka einungis um 35 prósent. Kosningaþátttaka var mikil, tæplega 69 prósent, en það er nærri jafnmikil þátttaka og í kosningunum 2018 þegar met var slegið. Orban hefur í stjórnartíð sinni ítrekað lent upp á kant við Evrópusambandið þegar kemur að málum eins og fjölmiðlafrelsi, málefnum flóttafólks og samskiptum Ungverjalands og Rússlands. Þá hefur hann sætt gagnrýni fyrir óeðlileg afskipti af dómskerfinu og að hafa breytt kjördæmum til að hagnast sér og sínum flokki. Ungverjaland Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Orban lýsir yfir sigri í Ungverjalandi Forsætisráðherra Ungverjalands til tólf ára, Viktor Orban, hefur lýst yfir sigri í þingkosningum sem fram fóru í landinu í dag. 3. apríl 2022 21:35 Sundrung innan sameinaðrar stjórnarandstöðu og stefnir í enn einn sigur Orbans Þingkosningar fara fram í Ungverjalandi á sunnudaginn þar sem bandalag sex ólíkra stjórnarandstöðuflokka reynir að binda enda á tólf ára valdatíð Fidesz-flokksins og forsætisráðherrann Victors Orban. Oft á tíðum hefur gengið erfiðlega hjá stjórnarandstöðunni að tala einum rómi í kosningabaráttunni og benda skoðanakannanir til að áframhald verði á stjórn Orbans. 31. mars 2022 14:43 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Fleiri fréttir Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Sjá meira
Sigurræða Orbans hefur hlotið töluverða gagnrýni en þar virðist hann hæðast að Volodomir Selenskí forseta Úkraínu. Orban þykir hallur undir Vladimír Pútín Rússlandsforseta og Selenskí hefur sjálfur gagnrýnt forætisráðherrann fyrir að vilja ekki gagnrýna Pútín og stríðsrekstur hans í Úkraínu. Í sigurræðu sinni sagði Orban að allur heimurinn sjái nú að pólitík kristilegra íhaldsmanna og föðurlandsvina hafi farið með sigur af hólmi í Ungverjalandi. Orban segir að með sigrinum sé verið að senda Evrópu skýr skilaboð um að þetta sé ekki fortíðin, heldur framtíðin. Þá sagði hann að allir eigi eftir að muna eftir þessum sigri því andstæðingarnir hafi verið svo margir. Taldi Orban síðan upp andstæðinga sína og talaði um vinstrimenn heimafyrir, vinstrimenn í öðrum löndum, „möppudýrin í Brussel“ og forseta Úkraínu, sagði Orban og uppskar hlátrasköll frá stuðningsmönnum sínum, að því er segir í frétt Guardian. Fidesz-flokkurinn hlaut um 53 prósent atkvæða og bandalag sex stjórnarandstöðuflokka einungis um 35 prósent. Kosningaþátttaka var mikil, tæplega 69 prósent, en það er nærri jafnmikil þátttaka og í kosningunum 2018 þegar met var slegið. Orban hefur í stjórnartíð sinni ítrekað lent upp á kant við Evrópusambandið þegar kemur að málum eins og fjölmiðlafrelsi, málefnum flóttafólks og samskiptum Ungverjalands og Rússlands. Þá hefur hann sætt gagnrýni fyrir óeðlileg afskipti af dómskerfinu og að hafa breytt kjördæmum til að hagnast sér og sínum flokki.
Ungverjaland Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Orban lýsir yfir sigri í Ungverjalandi Forsætisráðherra Ungverjalands til tólf ára, Viktor Orban, hefur lýst yfir sigri í þingkosningum sem fram fóru í landinu í dag. 3. apríl 2022 21:35 Sundrung innan sameinaðrar stjórnarandstöðu og stefnir í enn einn sigur Orbans Þingkosningar fara fram í Ungverjalandi á sunnudaginn þar sem bandalag sex ólíkra stjórnarandstöðuflokka reynir að binda enda á tólf ára valdatíð Fidesz-flokksins og forsætisráðherrann Victors Orban. Oft á tíðum hefur gengið erfiðlega hjá stjórnarandstöðunni að tala einum rómi í kosningabaráttunni og benda skoðanakannanir til að áframhald verði á stjórn Orbans. 31. mars 2022 14:43 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Fleiri fréttir Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Sjá meira
Orban lýsir yfir sigri í Ungverjalandi Forsætisráðherra Ungverjalands til tólf ára, Viktor Orban, hefur lýst yfir sigri í þingkosningum sem fram fóru í landinu í dag. 3. apríl 2022 21:35
Sundrung innan sameinaðrar stjórnarandstöðu og stefnir í enn einn sigur Orbans Þingkosningar fara fram í Ungverjalandi á sunnudaginn þar sem bandalag sex ólíkra stjórnarandstöðuflokka reynir að binda enda á tólf ára valdatíð Fidesz-flokksins og forsætisráðherrann Victors Orban. Oft á tíðum hefur gengið erfiðlega hjá stjórnarandstöðunni að tala einum rómi í kosningabaráttunni og benda skoðanakannanir til að áframhald verði á stjórn Orbans. 31. mars 2022 14:43
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent