Klúðurslegt hjá Sigurði Inga Snorri Másson skrifar 4. apríl 2022 20:24 Sigurður Ingi Jóhannsson baðst fyrr í dag afsökunar á því sem hann lýsti sem „óviðurkvæmilegum ummælum“ sínum í garð Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. Ummælin tengdust kynþætti hennar og er hann sagður hafa vísað til hennar sem „þeirrar svörtu.“ Þess hefur verið krafist að Sigurður Ingi segi af sér vegna málsins en Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur varið ráðherrann og sagt að taka verði það gilt þegar menn biðjist afsökunar. Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, var til viðtals í Íslandi í dag í kvöld. Í þættinum, sem má sjá hér að ofan, var stemningin á Alþingi einkum til umræðu og einnig var rætt við þingmenn um starfsandann, sem skiptar skoðanir eru um. Komið var inn á ummæli Sigurðar Inga og Brynjar sagði þar að hann teldi að vel kynni að vera að málið hefði pólitískar afleiðingar fyrir Sigurð Inga. „En hann hefur beðist afsökunar. Þetta er klúðurslegt, það eru klúðursleg viðbrögðin í upphafi. En hann hefur beðist afsökunar og þá er ég þannig maður að þá er málinu bara lokið af minni hálfu. Auðvitað kann þetta þó að hafa einhverjar pólitískar afleiðingar fyrir hann,“ sagði Brynjar. „Vigdís er mikil afbragðskona, mikill vinur minn, og þetta er bara mjög leiðinlegt. En ég geri ráð fyrir því að þetta sé gert bara einhverri fýlu og reiði og svo bara biðst hann afsökunar. Þá bara finnst mér að málinu sé lokið,“ sagði Brynjar. Eðlileg krafa að ráðherrar sigti fólk ekki út vegna kynþáttar Atli Þór Fanndal, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International. Atli Þór Fanndal, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International, var einnig til viðtals. Hann sagði undarlegt að afsökunarbeiðnin kæmi nú eftir að því var fyrst haldið fram að Sigurður Ingi hafi vísað til þess að Vigdís sé í Sjálfstæðisflokknum. Þeim framburði hafi síðan verið breytt. Hver afdrif ráðherra verði segir Atli að velti á Framsóknarmönnum. „Það fer náttúrulega fyrst og fremst eftir því hvort kjósendur Framsóknarflokksins séu tilbúnir að vera með ráðherra sem er með svona ummæli um annað fólk. Þar verður þrýstingurinn að koma,“ sagði Atli. „Mér finnst nú alveg eðlileg krafa á ráðherra að þeir séu ekki að sigta fólk út vegna kynþátta. Ég veit ekki hvort málinu sé því lokið alveg strax,“ sagði Atli. Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ísland í dag Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Tengdar fréttir „Verðum að geta tekið því þegar fólk biðst afsökunar með mjög skýrum hætti“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki draga í efa heilindi Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra. Sigurður Ingi kallaði framkvæmdastjóra Búnaðarþings „þá svörtu“ á gleðskap í tengslum við Búnaðarþing í síðustu viku. 4. apríl 2022 15:50 „Í öllum öðrum lýðræðisríkjum stæði ráðherra hér og segði af sér“ Þingmaður Pírata segir ekki nóg að ráðherra biðjist afsökunar á rasískum ummælum. Í öllum öðrum lýðræðisríkjum segði hann af sér tafarlaust fyrir brot á eigin lögum. 4. apríl 2022 19:10 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Sjá meira
Þess hefur verið krafist að Sigurður Ingi segi af sér vegna málsins en Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur varið ráðherrann og sagt að taka verði það gilt þegar menn biðjist afsökunar. Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, var til viðtals í Íslandi í dag í kvöld. Í þættinum, sem má sjá hér að ofan, var stemningin á Alþingi einkum til umræðu og einnig var rætt við þingmenn um starfsandann, sem skiptar skoðanir eru um. Komið var inn á ummæli Sigurðar Inga og Brynjar sagði þar að hann teldi að vel kynni að vera að málið hefði pólitískar afleiðingar fyrir Sigurð Inga. „En hann hefur beðist afsökunar. Þetta er klúðurslegt, það eru klúðursleg viðbrögðin í upphafi. En hann hefur beðist afsökunar og þá er ég þannig maður að þá er málinu bara lokið af minni hálfu. Auðvitað kann þetta þó að hafa einhverjar pólitískar afleiðingar fyrir hann,“ sagði Brynjar. „Vigdís er mikil afbragðskona, mikill vinur minn, og þetta er bara mjög leiðinlegt. En ég geri ráð fyrir því að þetta sé gert bara einhverri fýlu og reiði og svo bara biðst hann afsökunar. Þá bara finnst mér að málinu sé lokið,“ sagði Brynjar. Eðlileg krafa að ráðherrar sigti fólk ekki út vegna kynþáttar Atli Þór Fanndal, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International. Atli Þór Fanndal, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International, var einnig til viðtals. Hann sagði undarlegt að afsökunarbeiðnin kæmi nú eftir að því var fyrst haldið fram að Sigurður Ingi hafi vísað til þess að Vigdís sé í Sjálfstæðisflokknum. Þeim framburði hafi síðan verið breytt. Hver afdrif ráðherra verði segir Atli að velti á Framsóknarmönnum. „Það fer náttúrulega fyrst og fremst eftir því hvort kjósendur Framsóknarflokksins séu tilbúnir að vera með ráðherra sem er með svona ummæli um annað fólk. Þar verður þrýstingurinn að koma,“ sagði Atli. „Mér finnst nú alveg eðlileg krafa á ráðherra að þeir séu ekki að sigta fólk út vegna kynþátta. Ég veit ekki hvort málinu sé því lokið alveg strax,“ sagði Atli.
Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ísland í dag Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Tengdar fréttir „Verðum að geta tekið því þegar fólk biðst afsökunar með mjög skýrum hætti“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki draga í efa heilindi Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra. Sigurður Ingi kallaði framkvæmdastjóra Búnaðarþings „þá svörtu“ á gleðskap í tengslum við Búnaðarþing í síðustu viku. 4. apríl 2022 15:50 „Í öllum öðrum lýðræðisríkjum stæði ráðherra hér og segði af sér“ Þingmaður Pírata segir ekki nóg að ráðherra biðjist afsökunar á rasískum ummælum. Í öllum öðrum lýðræðisríkjum segði hann af sér tafarlaust fyrir brot á eigin lögum. 4. apríl 2022 19:10 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Sjá meira
„Verðum að geta tekið því þegar fólk biðst afsökunar með mjög skýrum hætti“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki draga í efa heilindi Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra. Sigurður Ingi kallaði framkvæmdastjóra Búnaðarþings „þá svörtu“ á gleðskap í tengslum við Búnaðarþing í síðustu viku. 4. apríl 2022 15:50
„Í öllum öðrum lýðræðisríkjum stæði ráðherra hér og segði af sér“ Þingmaður Pírata segir ekki nóg að ráðherra biðjist afsökunar á rasískum ummælum. Í öllum öðrum lýðræðisríkjum segði hann af sér tafarlaust fyrir brot á eigin lögum. 4. apríl 2022 19:10