Forsætisráðherra Pakistan steypt af stóli Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 9. apríl 2022 20:17 Imran Khan var vinsæll krikketspilari. Carl Court/Getty Images Imran Khan, fyrrum krikketstjarna og forsætisráðherra Pakistan, hefur verið steypt af stóli eftir að vantrauststillaga, sem stjórnarandstaðan lagði fram í síðustu viku, var staðfest nú í Hæstarétti. Khan rauf þing fyrir tæpri viku síðan og boðaði til nýrra þingkosninga, en þá hafði hann naumlega sloppið við að vantrauststillaga yrði samþykkt á þinginu. Mikil stjórnmálaóvissa hefur ríkt í landinu undanfarna daga eftir að stjórnarandstaðan lýsti yfir vantrausti. Forseti þingsins kom í veg fyrir að atkvæðagreiðsla um tillöguna færi fram að ganga og sagði hana stangast á við stjórnarskrána. Stjórnarandstaðan gagnrýnin á Khan Stjórnarandstaðan hefur verið gagnrýnin á Khan og sagt honum hafa mistekist að koma efnahagi landsins á réttan kjöl og segja spillingu hafa grasserað á valdatíð hans. Khan heldur því fram að vantrauststillagan hafi verið af frumkvæði Bandaríkjamanna, yfirlýsing sem yfirvöld í Washington segja enga stoð hafa í raunveruleikanum. Khan var vinsæll krikketleikmaður áður en hann sneri sér að pólitíkinni árið 2018 og vann yfirburðarsigur með stuðningi pakistanska herins. Enginn einasti forsætisráðherra hefur klárað fimm ára kjörtímabilið frá því að Pakistan fékk sjálfstæði frá Bretlandi árið 1947. Herforingjar hafa þá stjórnað landinu reglulega. Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar Farrukh Habib sagði í vikunni að nýjar kosningar yrðu haldnar innan níutíu daga þó svo að ákvörðunin sé þegar uppi er staðið í höndum forseta og landskjörstjórnar. Ríkisstjórn Khans hefur verið leyst upp en hann mun fara áfram með stöðu forsætisráðherra fram að kosningum. Fyrsti sem hættir vegna vantrausts Forsætisráðherrann er sá fyrsti sem hættir vegna vantrauststillögu en Hæstiréttur landsins úrskurðaði í vikunni að Khan hefði brotið stjórnarskrárákvæði þegar hann kom í veg fyrir kosningu um tillöguna og leysti upp þing. Nokkrir þingmenn innan stjórnarandstöðunnar sökuðu forsætisráðherrann um landráð í kjölfarið en Khan og bandamenn hans hafa ítrekað haldið því fram að stjórnarandstöðuflokkarnir í Pakistan vinni með erlendu ríki. Hann sé sjálfur fórnarlamb pólitísks samsæris, segir hjá Breska ríkisútvarpinu. Pakistan Tengdar fréttir Þing rofið og boðið til nýrra kosninga í Pakistan Imran Khan forsætisráðherra Pakistan hefur rofið þing og boðað til nýrra þingkosninga. Khan tilkynnti þetta eftir að hafa naumlega sloppið við að vantrauststillaga yrði samþykkt á þinginu. 3. apríl 2022 11:26 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Khan rauf þing fyrir tæpri viku síðan og boðaði til nýrra þingkosninga, en þá hafði hann naumlega sloppið við að vantrauststillaga yrði samþykkt á þinginu. Mikil stjórnmálaóvissa hefur ríkt í landinu undanfarna daga eftir að stjórnarandstaðan lýsti yfir vantrausti. Forseti þingsins kom í veg fyrir að atkvæðagreiðsla um tillöguna færi fram að ganga og sagði hana stangast á við stjórnarskrána. Stjórnarandstaðan gagnrýnin á Khan Stjórnarandstaðan hefur verið gagnrýnin á Khan og sagt honum hafa mistekist að koma efnahagi landsins á réttan kjöl og segja spillingu hafa grasserað á valdatíð hans. Khan heldur því fram að vantrauststillagan hafi verið af frumkvæði Bandaríkjamanna, yfirlýsing sem yfirvöld í Washington segja enga stoð hafa í raunveruleikanum. Khan var vinsæll krikketleikmaður áður en hann sneri sér að pólitíkinni árið 2018 og vann yfirburðarsigur með stuðningi pakistanska herins. Enginn einasti forsætisráðherra hefur klárað fimm ára kjörtímabilið frá því að Pakistan fékk sjálfstæði frá Bretlandi árið 1947. Herforingjar hafa þá stjórnað landinu reglulega. Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar Farrukh Habib sagði í vikunni að nýjar kosningar yrðu haldnar innan níutíu daga þó svo að ákvörðunin sé þegar uppi er staðið í höndum forseta og landskjörstjórnar. Ríkisstjórn Khans hefur verið leyst upp en hann mun fara áfram með stöðu forsætisráðherra fram að kosningum. Fyrsti sem hættir vegna vantrausts Forsætisráðherrann er sá fyrsti sem hættir vegna vantrauststillögu en Hæstiréttur landsins úrskurðaði í vikunni að Khan hefði brotið stjórnarskrárákvæði þegar hann kom í veg fyrir kosningu um tillöguna og leysti upp þing. Nokkrir þingmenn innan stjórnarandstöðunnar sökuðu forsætisráðherrann um landráð í kjölfarið en Khan og bandamenn hans hafa ítrekað haldið því fram að stjórnarandstöðuflokkarnir í Pakistan vinni með erlendu ríki. Hann sé sjálfur fórnarlamb pólitísks samsæris, segir hjá Breska ríkisútvarpinu.
Pakistan Tengdar fréttir Þing rofið og boðið til nýrra kosninga í Pakistan Imran Khan forsætisráðherra Pakistan hefur rofið þing og boðað til nýrra þingkosninga. Khan tilkynnti þetta eftir að hafa naumlega sloppið við að vantrauststillaga yrði samþykkt á þinginu. 3. apríl 2022 11:26 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Þing rofið og boðið til nýrra kosninga í Pakistan Imran Khan forsætisráðherra Pakistan hefur rofið þing og boðað til nýrra þingkosninga. Khan tilkynnti þetta eftir að hafa naumlega sloppið við að vantrauststillaga yrði samþykkt á þinginu. 3. apríl 2022 11:26