Forsætisráðherra Pakistan steypt af stóli Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 9. apríl 2022 20:17 Imran Khan var vinsæll krikketspilari. Carl Court/Getty Images Imran Khan, fyrrum krikketstjarna og forsætisráðherra Pakistan, hefur verið steypt af stóli eftir að vantrauststillaga, sem stjórnarandstaðan lagði fram í síðustu viku, var staðfest nú í Hæstarétti. Khan rauf þing fyrir tæpri viku síðan og boðaði til nýrra þingkosninga, en þá hafði hann naumlega sloppið við að vantrauststillaga yrði samþykkt á þinginu. Mikil stjórnmálaóvissa hefur ríkt í landinu undanfarna daga eftir að stjórnarandstaðan lýsti yfir vantrausti. Forseti þingsins kom í veg fyrir að atkvæðagreiðsla um tillöguna færi fram að ganga og sagði hana stangast á við stjórnarskrána. Stjórnarandstaðan gagnrýnin á Khan Stjórnarandstaðan hefur verið gagnrýnin á Khan og sagt honum hafa mistekist að koma efnahagi landsins á réttan kjöl og segja spillingu hafa grasserað á valdatíð hans. Khan heldur því fram að vantrauststillagan hafi verið af frumkvæði Bandaríkjamanna, yfirlýsing sem yfirvöld í Washington segja enga stoð hafa í raunveruleikanum. Khan var vinsæll krikketleikmaður áður en hann sneri sér að pólitíkinni árið 2018 og vann yfirburðarsigur með stuðningi pakistanska herins. Enginn einasti forsætisráðherra hefur klárað fimm ára kjörtímabilið frá því að Pakistan fékk sjálfstæði frá Bretlandi árið 1947. Herforingjar hafa þá stjórnað landinu reglulega. Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar Farrukh Habib sagði í vikunni að nýjar kosningar yrðu haldnar innan níutíu daga þó svo að ákvörðunin sé þegar uppi er staðið í höndum forseta og landskjörstjórnar. Ríkisstjórn Khans hefur verið leyst upp en hann mun fara áfram með stöðu forsætisráðherra fram að kosningum. Fyrsti sem hættir vegna vantrausts Forsætisráðherrann er sá fyrsti sem hættir vegna vantrauststillögu en Hæstiréttur landsins úrskurðaði í vikunni að Khan hefði brotið stjórnarskrárákvæði þegar hann kom í veg fyrir kosningu um tillöguna og leysti upp þing. Nokkrir þingmenn innan stjórnarandstöðunnar sökuðu forsætisráðherrann um landráð í kjölfarið en Khan og bandamenn hans hafa ítrekað haldið því fram að stjórnarandstöðuflokkarnir í Pakistan vinni með erlendu ríki. Hann sé sjálfur fórnarlamb pólitísks samsæris, segir hjá Breska ríkisútvarpinu. Pakistan Tengdar fréttir Þing rofið og boðið til nýrra kosninga í Pakistan Imran Khan forsætisráðherra Pakistan hefur rofið þing og boðað til nýrra þingkosninga. Khan tilkynnti þetta eftir að hafa naumlega sloppið við að vantrauststillaga yrði samþykkt á þinginu. 3. apríl 2022 11:26 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Titringur á Alþingi Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Khan rauf þing fyrir tæpri viku síðan og boðaði til nýrra þingkosninga, en þá hafði hann naumlega sloppið við að vantrauststillaga yrði samþykkt á þinginu. Mikil stjórnmálaóvissa hefur ríkt í landinu undanfarna daga eftir að stjórnarandstaðan lýsti yfir vantrausti. Forseti þingsins kom í veg fyrir að atkvæðagreiðsla um tillöguna færi fram að ganga og sagði hana stangast á við stjórnarskrána. Stjórnarandstaðan gagnrýnin á Khan Stjórnarandstaðan hefur verið gagnrýnin á Khan og sagt honum hafa mistekist að koma efnahagi landsins á réttan kjöl og segja spillingu hafa grasserað á valdatíð hans. Khan heldur því fram að vantrauststillagan hafi verið af frumkvæði Bandaríkjamanna, yfirlýsing sem yfirvöld í Washington segja enga stoð hafa í raunveruleikanum. Khan var vinsæll krikketleikmaður áður en hann sneri sér að pólitíkinni árið 2018 og vann yfirburðarsigur með stuðningi pakistanska herins. Enginn einasti forsætisráðherra hefur klárað fimm ára kjörtímabilið frá því að Pakistan fékk sjálfstæði frá Bretlandi árið 1947. Herforingjar hafa þá stjórnað landinu reglulega. Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar Farrukh Habib sagði í vikunni að nýjar kosningar yrðu haldnar innan níutíu daga þó svo að ákvörðunin sé þegar uppi er staðið í höndum forseta og landskjörstjórnar. Ríkisstjórn Khans hefur verið leyst upp en hann mun fara áfram með stöðu forsætisráðherra fram að kosningum. Fyrsti sem hættir vegna vantrausts Forsætisráðherrann er sá fyrsti sem hættir vegna vantrauststillögu en Hæstiréttur landsins úrskurðaði í vikunni að Khan hefði brotið stjórnarskrárákvæði þegar hann kom í veg fyrir kosningu um tillöguna og leysti upp þing. Nokkrir þingmenn innan stjórnarandstöðunnar sökuðu forsætisráðherrann um landráð í kjölfarið en Khan og bandamenn hans hafa ítrekað haldið því fram að stjórnarandstöðuflokkarnir í Pakistan vinni með erlendu ríki. Hann sé sjálfur fórnarlamb pólitísks samsæris, segir hjá Breska ríkisútvarpinu.
Pakistan Tengdar fréttir Þing rofið og boðið til nýrra kosninga í Pakistan Imran Khan forsætisráðherra Pakistan hefur rofið þing og boðað til nýrra þingkosninga. Khan tilkynnti þetta eftir að hafa naumlega sloppið við að vantrauststillaga yrði samþykkt á þinginu. 3. apríl 2022 11:26 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Titringur á Alþingi Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Þing rofið og boðið til nýrra kosninga í Pakistan Imran Khan forsætisráðherra Pakistan hefur rofið þing og boðað til nýrra þingkosninga. Khan tilkynnti þetta eftir að hafa naumlega sloppið við að vantrauststillaga yrði samþykkt á þinginu. 3. apríl 2022 11:26