Vaktin: „Sannleikurinn mun sigra“ Fanndís Birna Logadóttir, Vésteinn Örn Pétursson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 10. apríl 2022 22:34 Forseti Úkraínu segir að rússneskur áróður muni ekki sigra. Anadolu Agency via Getty Image Ríkissaksóknari Úkraínu segir að rúmlega tólf hundruð lík hafi fundist í nágrenni við Kænugarð eftir að Rússar drógu herlið sitt til baka. Þá eru Rússar grunaðir um að hafa framið rúmlega 5.600 stríðsglæpi í Úkraínu frá því að innrásin hófst. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í dag og í kvöld. Helstu vendingar: Aukinn þungi hefur færst í innrás Rússa í Donetsk-héraði og yfirvöld hafa hvatt íbúa til að yfirgefa héraðið, áður en það verður of seint. Úkraínski herinn segir bílalest á vegum rússneskra hersveita vera á ferðinni við Kharkív. Úkraínsk yfirvöld segja Rússa stefna á að ná Mariupol alfarið á sitt vald. Skotið var á skóla og íbúðir í Luhansk og Dnipro héruðum í morgun þar sem einn særðist. Yfirvöld í Luhansk segja níu lestir tilbúnar til að flytja fólk af svæðinu. Flugvöllur í Dnipro er gjöreyðilagður eftir flugskeytaárás Rússa. Ákveðið hefur verið að opna öruggar flóttaleiðir á níu stöðum í Úkraínu í dag, einna helst í austurhluta landsins. Rúmlega 4500 manns flúðu borgir Úkraínu í gær þegar tíu flóttaleiðir voru opnaðar. Boris Johnson forseti Bretlands og Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti funduðu í Kænugarði í gær. Selenskí er staðráðinn í því að beita diplómatískum lausnum og eiga friðarviðræður við Rússa, þrátt fyrir árásir á óbreytta borgara. Varnamálaráðuneyti Bretlands segir vísbendingar um að Rússar hafi notað óbreytta borgara sem mennska skildi og vísvitandi ráðist á þá. Enn ein fjöldagröfin hefur fundist í bænum Buzova við Kænugarð. Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að yfir 10 milljarðar evra hafi safnast fyrir úkraínska flóttamenn sem hluta af viðburðinum Stand Up for Ukraine. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar eru sagðir hafa hörfað alfarið frá norðurhluta Úkraínu. Rússar eru nú sagðir undirbúa stórsókn í Donbas, austasta hluta landsins.vísir
Helstu vendingar: Aukinn þungi hefur færst í innrás Rússa í Donetsk-héraði og yfirvöld hafa hvatt íbúa til að yfirgefa héraðið, áður en það verður of seint. Úkraínski herinn segir bílalest á vegum rússneskra hersveita vera á ferðinni við Kharkív. Úkraínsk yfirvöld segja Rússa stefna á að ná Mariupol alfarið á sitt vald. Skotið var á skóla og íbúðir í Luhansk og Dnipro héruðum í morgun þar sem einn særðist. Yfirvöld í Luhansk segja níu lestir tilbúnar til að flytja fólk af svæðinu. Flugvöllur í Dnipro er gjöreyðilagður eftir flugskeytaárás Rússa. Ákveðið hefur verið að opna öruggar flóttaleiðir á níu stöðum í Úkraínu í dag, einna helst í austurhluta landsins. Rúmlega 4500 manns flúðu borgir Úkraínu í gær þegar tíu flóttaleiðir voru opnaðar. Boris Johnson forseti Bretlands og Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti funduðu í Kænugarði í gær. Selenskí er staðráðinn í því að beita diplómatískum lausnum og eiga friðarviðræður við Rússa, þrátt fyrir árásir á óbreytta borgara. Varnamálaráðuneyti Bretlands segir vísbendingar um að Rússar hafi notað óbreytta borgara sem mennska skildi og vísvitandi ráðist á þá. Enn ein fjöldagröfin hefur fundist í bænum Buzova við Kænugarð. Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að yfir 10 milljarðar evra hafi safnast fyrir úkraínska flóttamenn sem hluta af viðburðinum Stand Up for Ukraine. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar eru sagðir hafa hörfað alfarið frá norðurhluta Úkraínu. Rússar eru nú sagðir undirbúa stórsókn í Donbas, austasta hluta landsins.vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Sjá meira