Arnar Daði: Ég held að fólk ætti bara að fylgjast með mér á Twitter Þorsteinn Hjálmsson skrifar 10. apríl 2022 21:06 Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, var ánægður með sigur dagsins Vísir/Hulda Margrét Grótta sigraði lokaleik sinn á tímabilinu með fimm mörkum á heimavelli gegn KA í kvöld, lokatölur 33-28. Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, var rólegur og klisjukenndur í svörum líkt og hann lofaði á Twitter-reikningi sínum á undanförnum dögum. Skýr skilaboð frá yfirvaldinu. Tökum tilfinningar úr þjóðaríþróttinni. Eingöngu klisjur í viðtölum takk. Einar.— Arnar Daði Arnarsson (@arnardadi) April 7, 2022 „Við mætum bara tilbúnari til leiks. Vörn, markvarsla og hraðaupphlaup skóp þennan sigur. Við vildum þetta bara meira held ég, ef ég lít á þetta hreinskilið.“ Birgir Steinn Jónsson, leikmaður Gróttu, fékk umdeilt rautt spjald í leiknum. Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu hafði lítið sem ekkert að segja um það. „Ég held að ég hafi ekki séð það nægilega vel til að geta tjáð mig um það.“ Aðspurður hvort hann sjálfur hefði eitthvað frekara að segja um vísun ummæla sinna til aganefndar eftir leik Gróttu í síðustu umferð gegn ÍBV, hafði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, þetta að segja. „Nei. Ég held að fólk ætti bara að fylgjast með mér á Twitter. Ég ætla ekki neitt að tjá mig meira um það. Það mál er bara í ferli.“ Arnar Daði, veit ekki alveg hvað hans bíður á næsta tímabili. „Framtíðarplönin bara fyrir þrem, fjórum dögum var að fara í úrslitakeppni. Þannig að við erum ekkert komnir neitt lengra en það. Ég held að það segi sig sjálft að það væri erfitt að hlaupa frá borði miðað við staðsetninguna sem við erum á akkúrat núna. Eigum við ekki bara að segja að tíminn verði bara að leiða það í ljós.“ Birgir Steinn Jónsson, besti leikmaður Gróttu á tímabilinu, hefur verið orðaður við nokkur önnur lið í deildinni, þar á meðal Hauka. Arnar Daði staðfesti þó að Birgir Steinn mun leika með Gróttu á næsta tímabili. „Já, ef hann slítur ekki krossband eða slíkt. Hann er búinn að framlengja við Gróttu. Það var risastórt fyrir okkur í Gróttu að Birgir Steinn hafi tekið þá ákvörðun að vera í Gróttu. Hann var eftirsóttasti leikmaðurinn í deildinni held ég. Ég held að hann sé að enda allavegana sem markahæsti leikmaður deildarinnar annað tímabilið í röð fyrir utan vítaköst. Frábært fyrir hann og frábært fyrir okkur og sýnir bara hvað við erum að gera fyrir þennan strák. Þetta er strákur sem fékk ekki mínútu í Stjörnunni áður en hann kemur hingað og var lánaður í Fjölni. Ég er alltaf að djóka við hann, að hann var eins og spaghettí þegar hann kom hingað hérna fyrir tveimur árum en endar sem markahæsti leikmaðurinn tvö ár í röð,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu. Grótta Olís-deild karla Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira
Skýr skilaboð frá yfirvaldinu. Tökum tilfinningar úr þjóðaríþróttinni. Eingöngu klisjur í viðtölum takk. Einar.— Arnar Daði Arnarsson (@arnardadi) April 7, 2022 „Við mætum bara tilbúnari til leiks. Vörn, markvarsla og hraðaupphlaup skóp þennan sigur. Við vildum þetta bara meira held ég, ef ég lít á þetta hreinskilið.“ Birgir Steinn Jónsson, leikmaður Gróttu, fékk umdeilt rautt spjald í leiknum. Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu hafði lítið sem ekkert að segja um það. „Ég held að ég hafi ekki séð það nægilega vel til að geta tjáð mig um það.“ Aðspurður hvort hann sjálfur hefði eitthvað frekara að segja um vísun ummæla sinna til aganefndar eftir leik Gróttu í síðustu umferð gegn ÍBV, hafði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, þetta að segja. „Nei. Ég held að fólk ætti bara að fylgjast með mér á Twitter. Ég ætla ekki neitt að tjá mig meira um það. Það mál er bara í ferli.“ Arnar Daði, veit ekki alveg hvað hans bíður á næsta tímabili. „Framtíðarplönin bara fyrir þrem, fjórum dögum var að fara í úrslitakeppni. Þannig að við erum ekkert komnir neitt lengra en það. Ég held að það segi sig sjálft að það væri erfitt að hlaupa frá borði miðað við staðsetninguna sem við erum á akkúrat núna. Eigum við ekki bara að segja að tíminn verði bara að leiða það í ljós.“ Birgir Steinn Jónsson, besti leikmaður Gróttu á tímabilinu, hefur verið orðaður við nokkur önnur lið í deildinni, þar á meðal Hauka. Arnar Daði staðfesti þó að Birgir Steinn mun leika með Gróttu á næsta tímabili. „Já, ef hann slítur ekki krossband eða slíkt. Hann er búinn að framlengja við Gróttu. Það var risastórt fyrir okkur í Gróttu að Birgir Steinn hafi tekið þá ákvörðun að vera í Gróttu. Hann var eftirsóttasti leikmaðurinn í deildinni held ég. Ég held að hann sé að enda allavegana sem markahæsti leikmaður deildarinnar annað tímabilið í röð fyrir utan vítaköst. Frábært fyrir hann og frábært fyrir okkur og sýnir bara hvað við erum að gera fyrir þennan strák. Þetta er strákur sem fékk ekki mínútu í Stjörnunni áður en hann kemur hingað og var lánaður í Fjölni. Ég er alltaf að djóka við hann, að hann var eins og spaghettí þegar hann kom hingað hérna fyrir tveimur árum en endar sem markahæsti leikmaðurinn tvö ár í röð,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu.
Grótta Olís-deild karla Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira