Feður sem myrða börn sín Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 18. apríl 2022 15:00 Jordi Mayor, bæjarstjóri Cullera, þar sem Jordi litli bjó með móður sinni, og Monica Oltra, varaforseti héraðsstjórnarinnar í Valencia, við minningarstund um drenginn. ROBER SOLSONA/EUROPA PRESS Feður og sambýlismenn mæðra á Spáni hafa orðið 47 börnum kvennanna að bana á síðustu árum, í þeim eina tilgangi að valda konunum þjáningu. 11 ára drengur var fórnarlamb föður síns í síðustu viku, eingöngu af því að dómara yfirsást að faðirinn sætti nálgunarbanni gagnvart móðurinni. Skömmu fyrir páska átti lítill drengur í þorpinu Sueca í Valensíu-héraði 11 ára afmæli. Hann hélt upp á það með móður sinni. Daginn eftir óku afi og amma hans honum til föður hans, sem hafði verið settur í nálgunarbann gagnvart móðurinni. Síðdegis þennan sama sunnudag tók faðirinn fram eldhúshnífinn og stakk son sinn til bana. Tilgangurinn er að valda móðurinni þjáningu Jordi er fyrsta fórnarlambið á þessu ári sem fellur undir skilgreininguna staðgengilsofbeldi. Það er ofbeldi, þar sem faðir, eða unnusti, myrðir börn konunnar til þess að valda henni sem mestum og ólýsanlegum sársauka. Spænsk stjórnvöld hófu skráningu á þessu grimmdarlega ofbeldi fyrir 9 árum og á þessum tæpa áratug hafa feður eða unnustar orðið 47 börnum, 26 drengjum og 21 stúlku, að bana í þessum eina tilgangi; að koma höggi á konurnar og valda þeim þjáningum. Sonia Vaccaro, réttarsálfræðingurinn, sem fann upp þetta hugtak, hefur nú unnið ítarlega skýrslu um eðli þessara hræðilegu glæpa. Hún segir að í ljósi þess að í 80 prósentum þessara morða sé það faðir barnanna sem bani þeim, sé rétt að skilgreina þau sem kynbundið ofbeldi. Í huga karlsins beinist það gegn móðurinni. Vaccaro segir að mennirnir sem myrði sín eigin börn til að valda mæðrunum þjáningum, séu að upplagi karlar án nokkurra sálfræðilegra kvilla, annarra en þeirra að vilja hafa vald yfir konu sinni. Þessir karlar skipuleggja glæpinn og taka það sem þeir telja sína réttmætu eign; börnin. Að hluta sé þetta arfur karlmennskuímyndar sem rekja megi allt til rómverska heimsveldisins; þar sem fjölskyldufaðirinn, höfuð fjölskyldunnar, hafði örlög eiginkonu sinnar, barna og þræla í hendi sér. Forsaga um ofbeldi algeng Rúmur helmingur karlanna höfðu hótað mæðrunum að skaða börn þeirra og um helmingur karlanna tók eigið líf eða reyndi það að ódæðinu loknu. Þrátt fyrir þetta höfðu ekki verið gerðar neinar ráðstafanir til að vernda eitt einasta þeirra barna sem týndu lífinu. Flest barnanna voru 5 ára eða yngri. Morðingjarnir höfðu í 74 prósentum tilvika beitt mæðurnar ofbeldi, en meirihluti þeirra hafði ekki kært mennina. Reyndar benda aðrar rannsóknir til þess að einungis 20 prósent kvenna sem beittar eru ofbeldi af hálfu maka sinna, tilkynni eða kæri ofbeldið. Reyndar voru þær viðbætur settar í lög hér á Spáni í fyrrahaust að feður sem uppvísir hafi orðið að ofbeldi gegn maka sínum, skuli ekki hafa leyfi til að umgangast börn sín, því eins og Vaccaro orðar það: „þú lætur ekki bankaræningja gæta skartgripaverslunar“. Í tilfelli hins 11 ára Jordi í Sueca, þá gleymdist að tilkynna dómaranum í fjölskyldudómstólnum að pabbi hans hafði beitt mömmu hans ofbeldi. Ítrekað. Sú yfirsjón kostaði litla drenginn lífið. Spánn Erlend sakamál Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Skömmu fyrir páska átti lítill drengur í þorpinu Sueca í Valensíu-héraði 11 ára afmæli. Hann hélt upp á það með móður sinni. Daginn eftir óku afi og amma hans honum til föður hans, sem hafði verið settur í nálgunarbann gagnvart móðurinni. Síðdegis þennan sama sunnudag tók faðirinn fram eldhúshnífinn og stakk son sinn til bana. Tilgangurinn er að valda móðurinni þjáningu Jordi er fyrsta fórnarlambið á þessu ári sem fellur undir skilgreininguna staðgengilsofbeldi. Það er ofbeldi, þar sem faðir, eða unnusti, myrðir börn konunnar til þess að valda henni sem mestum og ólýsanlegum sársauka. Spænsk stjórnvöld hófu skráningu á þessu grimmdarlega ofbeldi fyrir 9 árum og á þessum tæpa áratug hafa feður eða unnustar orðið 47 börnum, 26 drengjum og 21 stúlku, að bana í þessum eina tilgangi; að koma höggi á konurnar og valda þeim þjáningum. Sonia Vaccaro, réttarsálfræðingurinn, sem fann upp þetta hugtak, hefur nú unnið ítarlega skýrslu um eðli þessara hræðilegu glæpa. Hún segir að í ljósi þess að í 80 prósentum þessara morða sé það faðir barnanna sem bani þeim, sé rétt að skilgreina þau sem kynbundið ofbeldi. Í huga karlsins beinist það gegn móðurinni. Vaccaro segir að mennirnir sem myrði sín eigin börn til að valda mæðrunum þjáningum, séu að upplagi karlar án nokkurra sálfræðilegra kvilla, annarra en þeirra að vilja hafa vald yfir konu sinni. Þessir karlar skipuleggja glæpinn og taka það sem þeir telja sína réttmætu eign; börnin. Að hluta sé þetta arfur karlmennskuímyndar sem rekja megi allt til rómverska heimsveldisins; þar sem fjölskyldufaðirinn, höfuð fjölskyldunnar, hafði örlög eiginkonu sinnar, barna og þræla í hendi sér. Forsaga um ofbeldi algeng Rúmur helmingur karlanna höfðu hótað mæðrunum að skaða börn þeirra og um helmingur karlanna tók eigið líf eða reyndi það að ódæðinu loknu. Þrátt fyrir þetta höfðu ekki verið gerðar neinar ráðstafanir til að vernda eitt einasta þeirra barna sem týndu lífinu. Flest barnanna voru 5 ára eða yngri. Morðingjarnir höfðu í 74 prósentum tilvika beitt mæðurnar ofbeldi, en meirihluti þeirra hafði ekki kært mennina. Reyndar benda aðrar rannsóknir til þess að einungis 20 prósent kvenna sem beittar eru ofbeldi af hálfu maka sinna, tilkynni eða kæri ofbeldið. Reyndar voru þær viðbætur settar í lög hér á Spáni í fyrrahaust að feður sem uppvísir hafi orðið að ofbeldi gegn maka sínum, skuli ekki hafa leyfi til að umgangast börn sín, því eins og Vaccaro orðar það: „þú lætur ekki bankaræningja gæta skartgripaverslunar“. Í tilfelli hins 11 ára Jordi í Sueca, þá gleymdist að tilkynna dómaranum í fjölskyldudómstólnum að pabbi hans hafði beitt mömmu hans ofbeldi. Ítrekað. Sú yfirsjón kostaði litla drenginn lífið.
Spánn Erlend sakamál Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira