Þjóðarhöll á Reykjanesi, í Mosó eða á Selfossi? Sindri Sverrisson skrifar 22. apríl 2022 11:00 Ný þjóðarhöll á að taka við hlutverki Laugardalshallar sem fyrir löngu er komin til ára sinna og hefur auk þess verið ónothæf síðan í nóvember 2020 vegna vatnsskemmda. Vísir/Egill Sífellt bætist í hóp sveitarfélaga sem opin eru fyrir því að þar verði reist þjóðarhöll fyrir landslið Íslands í handbolta og körfubolta, sem verið hafa á vergangi síðustu misseri. Lengi hefur verið kallað eftir nýrri þjóðarhöll og Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, sagði móðgandi hvernig stjórnvöld kæmu fram við íslenskt íþróttafólk með því að bjóða ekki upp á viðunandi aðstöðu. Í grein á Vísi í dag lýsa Suðurnesjamenn yfir vilja til þess að á þeirra svæði verði reist þjóðarhöll. Áður hefur formaður bæjarráðs Árborgar óskað eftir viðræðum um að þjóðarhöll rísi á Selfossi, og í vikunni samþykkti bæjarráð Mosfellsbæjar að kanna staðsetningu fyrir þjóðarhöll í bænum. „Suðurnesin eru vagga íslensks körfubolta og í Keflavík fæddist íslensk rokktónlist,“ segir meðal annars í greininni sem bæjarstjórar Grindavíkur, Voga, Suðurnesjabæjar og Reykjanesbæjar skrifa í dag, ásamt Pálma Frey Randverssyni framkvæmdastjóra Kadeco. Þeir bæta við: „Hvað með að byggja þjóðarhöll, okkur til sóma, fyrir handbolta og körfubolta á Suðurnesjum sem einnig væri hægt að nýta til tónleika- og viðburðahalds? Nálægðin við Keflavíkurflugvöll og margar perlur íslenskrar ferðaþjónustu eru kostir sem myndu vega á móti staðsetningu miðsvæðis í Reykjavík.“ Stefnan hefur ávallt verið að þjóðarhöll rísi í Reykjavík, nánar tiltekið í Laugardal, og stjórnvöld hafa ekki gefið til kynna að annað standi til. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, hefur sagt að ákvörðun um byggingu þjóðarhallar verði að liggja fyrir um komandi mánaðamót. Annars muni borgin nýta þá tvo milljarða sem hún hafi tekið frá vegna verkefnisins til að byggja íþróttahús fyrir íþróttafélögin í Laugardal, Ármann og Þrótt. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir sömuleiðis að sambandið verði að geta gefið Alþjóðakörfuknattleikssambandinu FIBA skýr svör um þjóðarhöll fyrir mánaðamótin. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur sagt að spilað verði í nýrri þjóðarhöll á kjörtímabilinu sem hófst síðasta haust en ekki hefur enn verið gert ráð fyrir því í fjármálaáætlun. „Þjóðarleikvangur sem sómi er af, fyrir bæði körfu- og handbolta færi vel á Suðurnesjum. Glæsilegur leikvangur gæti laðað að sér NBA-leiki og alþjóðlega tónlistarviðburði og skapað störf og verkefni fyrir heilt samfélag á Suðurnesjunum til framtíðar,“ segir í grein Suðurnesjamanna sem lesa má hér. Handbolti Körfubolti Reykjanesbær Mosfellsbær Árborg Ný þjóðarhöll Tengdar fréttir Segist geta spilað í Danmörku eða Færeyjum svo lengi sem heilbrigðiskerfið haldi velli Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson segir að hann geti spilað landsleiki í Danmörku eða Færeyjum svo lengi sem heilbrigðiskerfi landsins haldi velli. 21. apríl 2022 13:47 Guðni Th. um aðstöðuleysi á Íslandi: „Þjóðarhöll stendur ekki undir nafni ef hana má ekki nota“ Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, mætti í Bítið á Bylgjunni til að ræða stöðu þjóðarleikvanga Íslands í boltaíþróttum. Hann vill nýja þjóðarhöll hið fyrsta. 20. apríl 2022 12:00 Vill viðræður um þjóðarhöll á Selfossi Ný þjóðarhöll fyrir inniíþróttir gæti risið á Selfossi ef hugmyndir formanns bæjarráðs Árborgar ganga eftir. Hann kallar eftir samtali við ríkisstjórnina í ljósi „vandræðagangs í viðræðum ríkisstjórnarinnar og Reykjavíkurborgar.“ 31. mars 2022 14:01 Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sjá meira
Lengi hefur verið kallað eftir nýrri þjóðarhöll og Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, sagði móðgandi hvernig stjórnvöld kæmu fram við íslenskt íþróttafólk með því að bjóða ekki upp á viðunandi aðstöðu. Í grein á Vísi í dag lýsa Suðurnesjamenn yfir vilja til þess að á þeirra svæði verði reist þjóðarhöll. Áður hefur formaður bæjarráðs Árborgar óskað eftir viðræðum um að þjóðarhöll rísi á Selfossi, og í vikunni samþykkti bæjarráð Mosfellsbæjar að kanna staðsetningu fyrir þjóðarhöll í bænum. „Suðurnesin eru vagga íslensks körfubolta og í Keflavík fæddist íslensk rokktónlist,“ segir meðal annars í greininni sem bæjarstjórar Grindavíkur, Voga, Suðurnesjabæjar og Reykjanesbæjar skrifa í dag, ásamt Pálma Frey Randverssyni framkvæmdastjóra Kadeco. Þeir bæta við: „Hvað með að byggja þjóðarhöll, okkur til sóma, fyrir handbolta og körfubolta á Suðurnesjum sem einnig væri hægt að nýta til tónleika- og viðburðahalds? Nálægðin við Keflavíkurflugvöll og margar perlur íslenskrar ferðaþjónustu eru kostir sem myndu vega á móti staðsetningu miðsvæðis í Reykjavík.“ Stefnan hefur ávallt verið að þjóðarhöll rísi í Reykjavík, nánar tiltekið í Laugardal, og stjórnvöld hafa ekki gefið til kynna að annað standi til. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, hefur sagt að ákvörðun um byggingu þjóðarhallar verði að liggja fyrir um komandi mánaðamót. Annars muni borgin nýta þá tvo milljarða sem hún hafi tekið frá vegna verkefnisins til að byggja íþróttahús fyrir íþróttafélögin í Laugardal, Ármann og Þrótt. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir sömuleiðis að sambandið verði að geta gefið Alþjóðakörfuknattleikssambandinu FIBA skýr svör um þjóðarhöll fyrir mánaðamótin. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur sagt að spilað verði í nýrri þjóðarhöll á kjörtímabilinu sem hófst síðasta haust en ekki hefur enn verið gert ráð fyrir því í fjármálaáætlun. „Þjóðarleikvangur sem sómi er af, fyrir bæði körfu- og handbolta færi vel á Suðurnesjum. Glæsilegur leikvangur gæti laðað að sér NBA-leiki og alþjóðlega tónlistarviðburði og skapað störf og verkefni fyrir heilt samfélag á Suðurnesjunum til framtíðar,“ segir í grein Suðurnesjamanna sem lesa má hér.
Handbolti Körfubolti Reykjanesbær Mosfellsbær Árborg Ný þjóðarhöll Tengdar fréttir Segist geta spilað í Danmörku eða Færeyjum svo lengi sem heilbrigðiskerfið haldi velli Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson segir að hann geti spilað landsleiki í Danmörku eða Færeyjum svo lengi sem heilbrigðiskerfi landsins haldi velli. 21. apríl 2022 13:47 Guðni Th. um aðstöðuleysi á Íslandi: „Þjóðarhöll stendur ekki undir nafni ef hana má ekki nota“ Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, mætti í Bítið á Bylgjunni til að ræða stöðu þjóðarleikvanga Íslands í boltaíþróttum. Hann vill nýja þjóðarhöll hið fyrsta. 20. apríl 2022 12:00 Vill viðræður um þjóðarhöll á Selfossi Ný þjóðarhöll fyrir inniíþróttir gæti risið á Selfossi ef hugmyndir formanns bæjarráðs Árborgar ganga eftir. Hann kallar eftir samtali við ríkisstjórnina í ljósi „vandræðagangs í viðræðum ríkisstjórnarinnar og Reykjavíkurborgar.“ 31. mars 2022 14:01 Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sjá meira
Segist geta spilað í Danmörku eða Færeyjum svo lengi sem heilbrigðiskerfið haldi velli Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson segir að hann geti spilað landsleiki í Danmörku eða Færeyjum svo lengi sem heilbrigðiskerfi landsins haldi velli. 21. apríl 2022 13:47
Guðni Th. um aðstöðuleysi á Íslandi: „Þjóðarhöll stendur ekki undir nafni ef hana má ekki nota“ Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, mætti í Bítið á Bylgjunni til að ræða stöðu þjóðarleikvanga Íslands í boltaíþróttum. Hann vill nýja þjóðarhöll hið fyrsta. 20. apríl 2022 12:00
Vill viðræður um þjóðarhöll á Selfossi Ný þjóðarhöll fyrir inniíþróttir gæti risið á Selfossi ef hugmyndir formanns bæjarráðs Árborgar ganga eftir. Hann kallar eftir samtali við ríkisstjórnina í ljósi „vandræðagangs í viðræðum ríkisstjórnarinnar og Reykjavíkurborgar.“ 31. mars 2022 14:01