Skólameistari í skógrækt – Garðyrkjuskólinn flyst á Selfoss Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. apríl 2022 13:01 Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands, sem stundar m.a. skógrækt á Snæfellsnesi með manni sínum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands er fullur tilhlökkunar að taka við starfsemi eina Garðyrkjuskólana landsins, sem flyst frá Landbúnaðarháskóla Íslands á Selfoss í haust. Hér erum við að tala um Garðyrkjuskólann á Reykjum í Ölfusi. Garðyrkjuskólinn á Reykjum var stofnaður 1939. Skólinn var sjálfstæður í 66 ár en árið 2005 var starfsemin færð undir Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Nú er enn og ný þáttaskil í sögu skólans því Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi er að taka við skólanum í lok sumars. Í dag eru 116 nemendur í skólanum í staðarnámi og fjarnámi. Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands líst mjög vel á að taka Garðyrkjuskólann yfir til sín. „Þetta er spennandi verkefni og mikil áskorun, við ætlum að gera þetta vel,“ segir Olga Lísa. Verða sömu brautir og sama nám eins og er í dag? „Það stefnir í það já, en við eigum auðvitað eftir að sníða þetta betur að framhaldsskólakerfinu, það mun taka einhvern tíma. Verklega kennslan verður áfram á Reykjum, við erum ekki með neina aðstöðu á Selfossi, auðvitað á hún heima á Reykjum. En það þarf að bæta úr gróðurhúsunum verulega til þess að það sé hægt að halda þeim klassa á þessu námi eins og við viljum að sé,“ segir Olga Lísa. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands tók þátt í hátíðarhöldum í Garðyrkjuskólanum á sumardaginn fyrsta.Magnús Hlynur Hreiðarsson Olga Lísa segist eiga von á góðri aðsókn í skólann í haust enda mikill áhugi á garðyrkju í landinu, auk umhverfismála, skógræktar og landgræðslu, blómaskreytinga, ylrækt og skrúðgarðyrkju. En er skólameistarinn með græna fingur? „Já pínulítið, ég stunda skógrækt með manninum mínum, sem er mikill skógarbóndi. Ég er alltaf að fá betri og betri lit á hendurnar, þar að segja grænan. Við erum í skógrækt á Skógarströnd á Snæfellsnesinu", segir Olga Lísa, skólameistari. Garðyrkjuskólinn á Reykjum var stofnaður 1939. Skólinn var sjálfstæður í 66 ár en árið 2005 var starfsemin færð undir Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Nú er skólinn að fara undir Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Árborg Landbúnaður Garðyrkja Skóla - og menntamál Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Garðyrkjuskólinn á Reykjum var stofnaður 1939. Skólinn var sjálfstæður í 66 ár en árið 2005 var starfsemin færð undir Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Nú er enn og ný þáttaskil í sögu skólans því Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi er að taka við skólanum í lok sumars. Í dag eru 116 nemendur í skólanum í staðarnámi og fjarnámi. Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands líst mjög vel á að taka Garðyrkjuskólann yfir til sín. „Þetta er spennandi verkefni og mikil áskorun, við ætlum að gera þetta vel,“ segir Olga Lísa. Verða sömu brautir og sama nám eins og er í dag? „Það stefnir í það já, en við eigum auðvitað eftir að sníða þetta betur að framhaldsskólakerfinu, það mun taka einhvern tíma. Verklega kennslan verður áfram á Reykjum, við erum ekki með neina aðstöðu á Selfossi, auðvitað á hún heima á Reykjum. En það þarf að bæta úr gróðurhúsunum verulega til þess að það sé hægt að halda þeim klassa á þessu námi eins og við viljum að sé,“ segir Olga Lísa. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands tók þátt í hátíðarhöldum í Garðyrkjuskólanum á sumardaginn fyrsta.Magnús Hlynur Hreiðarsson Olga Lísa segist eiga von á góðri aðsókn í skólann í haust enda mikill áhugi á garðyrkju í landinu, auk umhverfismála, skógræktar og landgræðslu, blómaskreytinga, ylrækt og skrúðgarðyrkju. En er skólameistarinn með græna fingur? „Já pínulítið, ég stunda skógrækt með manninum mínum, sem er mikill skógarbóndi. Ég er alltaf að fá betri og betri lit á hendurnar, þar að segja grænan. Við erum í skógrækt á Skógarströnd á Snæfellsnesinu", segir Olga Lísa, skólameistari. Garðyrkjuskólinn á Reykjum var stofnaður 1939. Skólinn var sjálfstæður í 66 ár en árið 2005 var starfsemin færð undir Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Nú er skólinn að fara undir Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Árborg Landbúnaður Garðyrkja Skóla - og menntamál Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira