Það hafa komið leikir þar sem við höfum fengið 30 færi og ekki skorað eitt einasta mark Sverrir Mar Smárason skrifar 25. apríl 2022 20:50 Dagur Dan, Óskar Hrafn Þorvaldsson og Halldór Árnason. Vísir/Vilhelm Breiðablik vann góðan sigur á KR á Meistaravöllum í Vesturbænum í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld, 0-1. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var gríðarlega sáttur í leikslok. „Okkur líður bara mjög vel. Strákarnir lögðu auðvitað mikið á sig og gaman að þeir skyldu uppskera. Þeir ýttu okkur mjög niður hérna í seinni hálfleik en mér fannst hann aldrei í neinni sérstakri hættu sigurinn sem slíkur. Fyrst og fremst stoltur af drengjunum,“ sagði Óskar Hrafn strax að leik loknum. Halldór Árnason og Óskar Hrafn Þorvaldsson ræða málin í hálfleik.Vísir/Vilhelm KR liðið fékk fleiri og betri færi í fyrri hálfleik en vörn Breiðabliks hélt vel. Blikar komu svo töluvert sterkari út í síðari hálfleikinn og tóku yfir eftir að hafa lagað nokkra hluti í hálfleik. Blikar aftur á móti sköpuðu sér færri færi en vanalega en voru mjög klínískir þegar í besta færið var komið. „Við svo sem bara löguðum nokkra hluti sem að við gátum gert betur. Ég er svo sem ekkert endilega sammála því að þeir hafi verið mikið sterkari í fyrri hálfleik en það er annað mál. Fyrst og síðast þá stigum við kannski aðeins framar og löguðum nokkra hluti. Það skilaði sér í þessum sigri sem er bara fínt,“ sagði Óskar. Jason Daði Svanþórsson skoraði sigurmark Breiðabliks í kvöld.Vísir/Vilhelm „Það má vel vera [að við höfum skapað okkur fá færi] en mér fannst við reyndar alveg fá nokkur færi til að skora. Auðvitað var markið gott. Það hafa komið leikir þar sem við höfum fengið 30 færi og ekki skorað eitt einasta mark. Það hefur lítill smekkur verið hafður fyrir því þegar það hefur ekki gengið. Stundum er þetta svona og KR er með gott lið en í raun og veru sköpuðu sér ekkert færi eftir að við komumst yfir. Ég er ánægður með það,“ sagði Óskar Hrafn. Breiðablik hefur unnið báða að fyrstu leikjum sínum í mótinu. Óskar Hrafn segir of snemmt að fara að pæla í lokum mótsins. „Auðvitað er alltaf gott að vinna en það er jafn mikilvægt að vita það að á sunnudaginn erum við að fara að spila við FH. Það er þriðji leikurinn í mótinu, nú eru 25 leikir eftir og 75 stig í pottinum. Það er rosalega mikilvægt að missa sig ekki einhvern vegin í gleðinni. Það er rosalega mikilvægt líka að þó að menn byrji ekki vel að þá er það ekki upphaf og endir alls.“ „Vissulega gott að vinna fyrstu tvo leikina en það sem er mikilvægara er að frammistaðan er þannig að liðið er að vinna saman, menn eru að leggja sig mikið fram. Stundum ganga hlutirnir ekki upp fótboltalega, sendingarnar rata ekki rétta leið og spilið situr ekki. Þá er þeim mun mikilvægara að menn setji hjarta, sálina og allt í verkefnið og menn gerðu það svo sannarlega í dag,“ sagði Óskar Hrafn að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Breiðablik 1-0 | Loks náðu Blikar í þrjú stig gegn KR Breiðablik sótti gull í greipar KR í kvöld er liðin mættust í Bestu deild karla í fótbolta. Er þetta fyrsti sigur Breiðabliks á KR undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar í deild og bikar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 25. apríl 2022 19:55 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira
„Okkur líður bara mjög vel. Strákarnir lögðu auðvitað mikið á sig og gaman að þeir skyldu uppskera. Þeir ýttu okkur mjög niður hérna í seinni hálfleik en mér fannst hann aldrei í neinni sérstakri hættu sigurinn sem slíkur. Fyrst og fremst stoltur af drengjunum,“ sagði Óskar Hrafn strax að leik loknum. Halldór Árnason og Óskar Hrafn Þorvaldsson ræða málin í hálfleik.Vísir/Vilhelm KR liðið fékk fleiri og betri færi í fyrri hálfleik en vörn Breiðabliks hélt vel. Blikar komu svo töluvert sterkari út í síðari hálfleikinn og tóku yfir eftir að hafa lagað nokkra hluti í hálfleik. Blikar aftur á móti sköpuðu sér færri færi en vanalega en voru mjög klínískir þegar í besta færið var komið. „Við svo sem bara löguðum nokkra hluti sem að við gátum gert betur. Ég er svo sem ekkert endilega sammála því að þeir hafi verið mikið sterkari í fyrri hálfleik en það er annað mál. Fyrst og síðast þá stigum við kannski aðeins framar og löguðum nokkra hluti. Það skilaði sér í þessum sigri sem er bara fínt,“ sagði Óskar. Jason Daði Svanþórsson skoraði sigurmark Breiðabliks í kvöld.Vísir/Vilhelm „Það má vel vera [að við höfum skapað okkur fá færi] en mér fannst við reyndar alveg fá nokkur færi til að skora. Auðvitað var markið gott. Það hafa komið leikir þar sem við höfum fengið 30 færi og ekki skorað eitt einasta mark. Það hefur lítill smekkur verið hafður fyrir því þegar það hefur ekki gengið. Stundum er þetta svona og KR er með gott lið en í raun og veru sköpuðu sér ekkert færi eftir að við komumst yfir. Ég er ánægður með það,“ sagði Óskar Hrafn. Breiðablik hefur unnið báða að fyrstu leikjum sínum í mótinu. Óskar Hrafn segir of snemmt að fara að pæla í lokum mótsins. „Auðvitað er alltaf gott að vinna en það er jafn mikilvægt að vita það að á sunnudaginn erum við að fara að spila við FH. Það er þriðji leikurinn í mótinu, nú eru 25 leikir eftir og 75 stig í pottinum. Það er rosalega mikilvægt að missa sig ekki einhvern vegin í gleðinni. Það er rosalega mikilvægt líka að þó að menn byrji ekki vel að þá er það ekki upphaf og endir alls.“ „Vissulega gott að vinna fyrstu tvo leikina en það sem er mikilvægara er að frammistaðan er þannig að liðið er að vinna saman, menn eru að leggja sig mikið fram. Stundum ganga hlutirnir ekki upp fótboltalega, sendingarnar rata ekki rétta leið og spilið situr ekki. Þá er þeim mun mikilvægara að menn setji hjarta, sálina og allt í verkefnið og menn gerðu það svo sannarlega í dag,“ sagði Óskar Hrafn að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Breiðablik 1-0 | Loks náðu Blikar í þrjú stig gegn KR Breiðablik sótti gull í greipar KR í kvöld er liðin mættust í Bestu deild karla í fótbolta. Er þetta fyrsti sigur Breiðabliks á KR undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar í deild og bikar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 25. apríl 2022 19:55 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira
Leik lokið: KR - Breiðablik 1-0 | Loks náðu Blikar í þrjú stig gegn KR Breiðablik sótti gull í greipar KR í kvöld er liðin mættust í Bestu deild karla í fótbolta. Er þetta fyrsti sigur Breiðabliks á KR undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar í deild og bikar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 25. apríl 2022 19:55