Lífið

Rúrik var syngjandi górilla í Þýskalandi

Bjarki Sigurðsson skrifar
Rúrik Gíslason tók þátt í nýjustu þáttaröð The Masked Singer í Þýskalandi.
Rúrik Gíslason tók þátt í nýjustu þáttaröð The Masked Singer í Þýskalandi. Stefán John Turner

Rúrik Gíslason tók nýlega þátt í þýsku útgáfunni af þáttunum The Masked Singer. Á Instagram-síðu sinni segist hann vera þakklátur fyrir reynsluna sem hann öðlaðist í keppninni. 

Í þáttunum klæða keppendur sig í búninga og eru með grímur svo dómarar og áhorfendur geti ekki séð um hvern ræðir. Keppendur syngja síðan og dansa, og eiga dómararnir að reyna að finna út úr því hver sé fyrir framan þá.

Rúrik var klæddur sem górilla og var í ansi litríkum jakkafötum þegar hann datt úr keppni.

Dómarana hafði grunað að það væri Rúrik sem leyndist á bak við grímuna og var það meðal annars íslenski hreimurinn sem kom upp um fyrrum fótboltakappann.

Rúrik söng lög á borð við I Want It That Way með Backstreet Boys og Livin‘ on a Prayer með Bon Jovi.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Rúrik tekur þátt í raunveruleikaþætti í Þýskalandi en hann sigraði Let‘s Dance þættina þar í landi í fyrra ásamt Renata Lusin, sem var dansfélagi hans.

Rúrik er ekki beinlínis nýgræðingur í tónlistarbransanum en í fyrra gaf hann út lagið Older í samstarfi við plötusnúðinn Doctor Victor. 


Tengdar fréttir

Rúrik dansaði sig til sigurs í Þýskalandi

Fyrrverandi landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Rúrik Gíslason, sigraði í þýska dansþættinum Let's Dance í kvöld. Rúrik tók við verðlaunagripnum klæddur eins og ofurhetjan Þór úr Marvel-teiknimyndasagnaheiminum.

Sjáðu sigur­dansinn hans Rúriks

Rúrik Gíslason, fótboltakappi og athafnamaður, sigraði Allir geta dansað í Þýskalandi í gær. Brá hann sér þar í líki þrumuguðsins Þórs, eða allavega Hollywood-útgáfuna af honum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.