Kröfu Þóru um vanhæfi lögreglunnar á Norðurlandi eystra hafnað Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. apríl 2022 16:28 Kröfu Þóru Arnórsdóttur fréttamanns um að embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra yrði úrskurðað vanhæft í máli hennar hefur verið hafnað. Vísir Kröfu Þóru Arnórsdóttur fréttamanns Ríkisútvarpsins um að embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra yrði úrskurðað vanhæft til að rannsaka meint brot blaðamanna á friðhelgi einkalífs skipstjórans Páls Steingrímssonar hefur verið hafnað. Berlind Svavarsdóttir lögmaður krafðist þess fyrir helgi, fyrir hönd fréttamannsins Þóru Arnórsdóttur, að embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra yrði úrskurðað vanhæft til að rannsaka meint kynferðisbrot fjögurra blaðamanna gegn Páli Steingrímssyni skipstjóra hjá Samherja. Héraðsdómur Norðurlands eystra hafnaði síðdegis í dag kröfu Þóru. Berglind segir í samtali við fréttastofu að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort málinu verði skotið áfram, enda sé mjög stutt síðan úrskurður héraðsdóms var kveðinn upp. Þóra er ein fjögurra blaðamanna með réttarstöðu sakbornings í tengslum við rannsókn lögreglunnar á broti gegn friðhelgi einkalífs Páls. Rannsóknin tengist meintum stuldi á síma Páls vorið 2021 og afritun á gögnum sem leiddu til umfjöllunar um svokallaða skæruliðadeild Samherja, sem voru á síma Páls skipstjóra. Á símanum var einnig að finna persónulegt kynferðislegt efni ef marka má greinargerð lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Blaðamennirnir fjórir; Þóra, Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður á Stundinni, Þórður Snær Júlíusson ritsjóri Kjarnans og Arnar Þór Ingólfsson blaðamaður Kjarnans; voru boðaðir til skýrslutöku vegna rannsóknarinnar í febrúar en yfirheyrslur frestast hingað til. Skýrslutökur frestuðust fyrst vegna kæru Aðalsteins, sem lét reyna á það fyrir dómstólum hvort lögreglu væri heimilt að boða blaðamann í skýrslutöku vegna málsins. Héraðsdómur Norðurlands eystra komst að þeirri niðurstöðu í lok febrúar að lögreglunni væri óheimilt að kalla Aðalstein til skýrslutöku en Landsréttur sneri úrskurðinum við og Hæstiréttur vísaði kæru hans frá er hann reyndi að kæra frávísunarúrskurð Landsréttar til Hæstaréttar. Gera má ráð fyrir að yfirheyrslur muni hefjast fljótlega nema fjórmenningarnir höfði fleiri mál í tengslum við rannsóknina. Samherjaskjölin Lögreglumál Fjölmiðlar Lögreglan Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Tengdar fréttir Lögmaður Aðalsteins: Fjarstæðukennt að blaðamenn hafi gerst sekir um kynferðisbrot með því að skoða efni Tekist var á um meint brot blaðamanna í tengslum við umfjöllun um hina svokölluðu Skæruliðadeild Samherja í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Tíðindamaður Vísis var á vettvangi og færði til bókar það helsta. Saksóknari telur ljóst að blaðamennirnir hafi gerst sekir um stafrænt kynferðisbrot en lögmaður blaðamanns segir hann ekki hafa séð umrætt efni og kenningu lögreglu líkjast samsæriskenningu. 23. febrúar 2022 23:00 Blaðamennirnir grunaðir um dreifingu á kynferðislegu efni Greinagerð Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra vegna rannsóknar á blaðamönnum vegna umfjöllunar um hina svokölluðu Skæruliðadeild Samherja var lögð fram fyrir dómi í dag en þar kemur fram að lögregla rannsaki kynferðisbrot gegn Páli Steingrímssyni, skipstjóra Samherja. Blaðamennirnir fjórir eru grunaðir um dreifingu á kynferðislegu efni og brot á friðhelgi. 23. febrúar 2022 17:39 Meint brot blaðamanna tengjast ekki gögnum sem birtust í umfjöllun um Samherja Fyrirhuguð skýrslutaka lögreglustjórans á Norðurlandi eystra yfir fjórum blaðamönnum tengist ekki þeim gögnum sem voru birt í umfjöllun þeirra um hina svo kölluðu „skæruliðadeild“ Samherja. Blaðamennirnir eru grunaðir um brot gegn friðhelgi einkalífs vegna annarra gagna en þeirra sem notuð voru í viðkomandi umfjöllun. 23. febrúar 2022 11:58 Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
Berlind Svavarsdóttir lögmaður krafðist þess fyrir helgi, fyrir hönd fréttamannsins Þóru Arnórsdóttur, að embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra yrði úrskurðað vanhæft til að rannsaka meint kynferðisbrot fjögurra blaðamanna gegn Páli Steingrímssyni skipstjóra hjá Samherja. Héraðsdómur Norðurlands eystra hafnaði síðdegis í dag kröfu Þóru. Berglind segir í samtali við fréttastofu að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort málinu verði skotið áfram, enda sé mjög stutt síðan úrskurður héraðsdóms var kveðinn upp. Þóra er ein fjögurra blaðamanna með réttarstöðu sakbornings í tengslum við rannsókn lögreglunnar á broti gegn friðhelgi einkalífs Páls. Rannsóknin tengist meintum stuldi á síma Páls vorið 2021 og afritun á gögnum sem leiddu til umfjöllunar um svokallaða skæruliðadeild Samherja, sem voru á síma Páls skipstjóra. Á símanum var einnig að finna persónulegt kynferðislegt efni ef marka má greinargerð lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Blaðamennirnir fjórir; Þóra, Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður á Stundinni, Þórður Snær Júlíusson ritsjóri Kjarnans og Arnar Þór Ingólfsson blaðamaður Kjarnans; voru boðaðir til skýrslutöku vegna rannsóknarinnar í febrúar en yfirheyrslur frestast hingað til. Skýrslutökur frestuðust fyrst vegna kæru Aðalsteins, sem lét reyna á það fyrir dómstólum hvort lögreglu væri heimilt að boða blaðamann í skýrslutöku vegna málsins. Héraðsdómur Norðurlands eystra komst að þeirri niðurstöðu í lok febrúar að lögreglunni væri óheimilt að kalla Aðalstein til skýrslutöku en Landsréttur sneri úrskurðinum við og Hæstiréttur vísaði kæru hans frá er hann reyndi að kæra frávísunarúrskurð Landsréttar til Hæstaréttar. Gera má ráð fyrir að yfirheyrslur muni hefjast fljótlega nema fjórmenningarnir höfði fleiri mál í tengslum við rannsóknina.
Samherjaskjölin Lögreglumál Fjölmiðlar Lögreglan Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Tengdar fréttir Lögmaður Aðalsteins: Fjarstæðukennt að blaðamenn hafi gerst sekir um kynferðisbrot með því að skoða efni Tekist var á um meint brot blaðamanna í tengslum við umfjöllun um hina svokölluðu Skæruliðadeild Samherja í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Tíðindamaður Vísis var á vettvangi og færði til bókar það helsta. Saksóknari telur ljóst að blaðamennirnir hafi gerst sekir um stafrænt kynferðisbrot en lögmaður blaðamanns segir hann ekki hafa séð umrætt efni og kenningu lögreglu líkjast samsæriskenningu. 23. febrúar 2022 23:00 Blaðamennirnir grunaðir um dreifingu á kynferðislegu efni Greinagerð Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra vegna rannsóknar á blaðamönnum vegna umfjöllunar um hina svokölluðu Skæruliðadeild Samherja var lögð fram fyrir dómi í dag en þar kemur fram að lögregla rannsaki kynferðisbrot gegn Páli Steingrímssyni, skipstjóra Samherja. Blaðamennirnir fjórir eru grunaðir um dreifingu á kynferðislegu efni og brot á friðhelgi. 23. febrúar 2022 17:39 Meint brot blaðamanna tengjast ekki gögnum sem birtust í umfjöllun um Samherja Fyrirhuguð skýrslutaka lögreglustjórans á Norðurlandi eystra yfir fjórum blaðamönnum tengist ekki þeim gögnum sem voru birt í umfjöllun þeirra um hina svo kölluðu „skæruliðadeild“ Samherja. Blaðamennirnir eru grunaðir um brot gegn friðhelgi einkalífs vegna annarra gagna en þeirra sem notuð voru í viðkomandi umfjöllun. 23. febrúar 2022 11:58 Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
Lögmaður Aðalsteins: Fjarstæðukennt að blaðamenn hafi gerst sekir um kynferðisbrot með því að skoða efni Tekist var á um meint brot blaðamanna í tengslum við umfjöllun um hina svokölluðu Skæruliðadeild Samherja í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Tíðindamaður Vísis var á vettvangi og færði til bókar það helsta. Saksóknari telur ljóst að blaðamennirnir hafi gerst sekir um stafrænt kynferðisbrot en lögmaður blaðamanns segir hann ekki hafa séð umrætt efni og kenningu lögreglu líkjast samsæriskenningu. 23. febrúar 2022 23:00
Blaðamennirnir grunaðir um dreifingu á kynferðislegu efni Greinagerð Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra vegna rannsóknar á blaðamönnum vegna umfjöllunar um hina svokölluðu Skæruliðadeild Samherja var lögð fram fyrir dómi í dag en þar kemur fram að lögregla rannsaki kynferðisbrot gegn Páli Steingrímssyni, skipstjóra Samherja. Blaðamennirnir fjórir eru grunaðir um dreifingu á kynferðislegu efni og brot á friðhelgi. 23. febrúar 2022 17:39
Meint brot blaðamanna tengjast ekki gögnum sem birtust í umfjöllun um Samherja Fyrirhuguð skýrslutaka lögreglustjórans á Norðurlandi eystra yfir fjórum blaðamönnum tengist ekki þeim gögnum sem voru birt í umfjöllun þeirra um hina svo kölluðu „skæruliðadeild“ Samherja. Blaðamennirnir eru grunaðir um brot gegn friðhelgi einkalífs vegna annarra gagna en þeirra sem notuð voru í viðkomandi umfjöllun. 23. febrúar 2022 11:58