Matseðill vikunnar að hætti Tobbu Marinós Heimkaup.is 27. apríl 2022 13:10 Tobba Marinós er annálaður sælkeri og meistarakokkur. Hún gefur hér fjórar spennandi uppskriftir fyrir vikuna en allt hráefnið má nálgast á Heimkaup.is. Risarækjuspjót með picollo tómötum að hætti Tobbu Risarækjur eru algjört sælgæti hvort sem er í forrétt, aðalrétt, sem partýsnakk eða út í pastað. Galdurinn er að leyfa þeim að marinerast í sólarhring inni í ísskáp áður en þær eru eldaðar. Það má nota allskonar snilld til að marinera svo sem marmelaði og chillíflögur, mangó-chutney og kóríander eða bara olíu með góðri kryddblöndu svo sem fajitas - eða cajun. Smelltu hér til að nálgast allt hráefnið í réttinn. Hráefni 1 pakki risarækjur ( sirka 350 g) 2 msk olífuolía 1/ sítróna 1/2 tsk chillí flögur 1 msk cajun krydd 2 hvítlauksgeirar 1 box picollo tómatar eða aðrir smátómatar Grillpinnar Aðferð 1. Skolið rækjurnar og þerrið. 2. Kreistið safan úr sítrónunni og hvítlaukinn saman í skál. 3. Bætið olíunni og kryddinu saman við. 4. Setjið rækurnar út í og geymið í loftþéttum umbúðum í 2-3 tíma - helst sólahring. 5. Látið grillpinnana liggja í vatni í 30 mín svo ekki kvikni í þeim. 6. Þræðið rækjurnar og tómatana upp á. 7. Grillið á háum hita í sirka 3-4 mín á hvotrri hlið eða þar til rækjurnar verða hvítar þa lit. 8. Berið fram með léttri hvítlaukssósu og mangósalasa. Kartöflusalat að hætti Tobbu Æðislegt kartöflusalat, slær alltaf í gegn! Smelltu hér til að nálgast hráefnið í réttinn. Hráefni 300 g litlar kartöflur 200 g spínat 80 g brætt smjör 4 hvítlauksgeirar 1/2 tsk salt 2 stilkar vorlaukur eða 2 msk saxaðar rauðlaukur. 1 msk ferskt saxað rósmarín 1/2 krukka fetaostur Aðferð 1. Skolið kartöflurnar og skerið í tvennt. 2. Sjóðið þær í 10 mínútur. 3. Hellið vatninu af kartöflunum og látið þær til hliðar. 4. Pressið hvítlaukin út í 80 g af bræddu smjöri. 5. Setjið kartöflurnar í eldfast mót og hellið olíunni yfir og hrærið vel. 6. Saltið og kryddið með rósmarín. Bætið lauknum við og hrærið. 7. Bakið á 200 g undir og yfir hita í 30 mín. Hrærið reglulega. 8. Setjið svo fetaost og helminginn af spínatinu saman við og bakið í aðrar 10 mínútur. 9. Bætið restinni af spínatinu við og berið fram. Lág kolvetna sítrónu- "pasta" Þetta "pasta" er í miklu uppáhaldi hjá mér þegar ég vil minnka við mig hveiti. Það hentar vel eitt og sér, með kjötbollum eða sem nesti. Og trúðu mér þetta er ótrúleg leið til að borða heilan kúrbít á korteri. Smelltu hér til að nálgast hráefnið í réttinn. Hráefni 1 stór kúrbítur eða tveir minni 1 lífræn sítróna (má einnig nota sítrónuolíu) Góð olívuolía 1/2 dl ristaðar kasjúhnetur 1 box picollo tómatar 1/2 hálf paprika 1 gulrót 1 dl söxuð fersk basilika 1/2 grænt epli 1 lúka klettasalat salt Aðferð 1. Þvoið grænmetið vel. Best er að nota grænmetisskrúbb á kúrbítinn. 2. "Yddið" kúrbítinn og gulrótina með grænmetisyddara eða notið ostaskera til að gera þunnar sneiðar og skerið svo í strimla. Setjið hann í skál með eldhúspappír og kreistið nokkrum sinnum til að ná vatni úr. 3. Saltið kúrbítinn - ekki of mikið. 4. Setjið kúrbítinn neðst í skálina, ásamt eplum og klettasalati, því næst gulrót, svo papriku, tómata, hnetur og basílíku. 5. Setjið sítrónuna í sjóðandi vatn í stuttan tíma (ca. 30 sek) til þess að ná vaxi og óhreinindum af berkinum. 6. Raspið börkinn af hálfri sítrónu út í olíuna. 7. Setjið tómatana, basilikuna og hneturnar út á. 8. Hellið sirka 1 msk af olíu yfir. Mangósósa Sumum finnst betra að hafa kremaða sósu með - þá er þessi dúndur. 2 dl frosið mangó 1 dl appelsínusafi 1 dl kasjúhnetur 1 dl olífulía 1/ 2 tsk salt 100 g spínat Allt sett í blandara. Geymist í 4 daga í lokaðri krukku. Ferskur maís með parmesan og kryddhjúp - alger negla Með hækkandi sól þjóta hugrakkir landsmenn út á svalir og palla og skrúbba upp grill og gamla takta. Þá er tilvalið að prófa nýjar grilluppskriftir og enduruppgötva grillvorið mikla. Og já! Það má grilla allt! Smelltu hér til að nálgast hráefnið í réttinn. Hráefni 4 maísstönglar 3 hvítlauksgeirar 3 stilkar vorlaukur 1 dl saxað kóríander 3 dl rifinn parmesan 1 msk Cajun eða Chipotle rub 150 g smjör 1 límóna - safinn Salt Pipar Aðferð 1. Takið blöðin utan af maísnum og látið liggja í köldu vatni á meðan að marineringin er útbúin. 2. Bræðið smjörið í potti og pressið hvítlaukinn út í smjörið. Látið malla við vægan hita. 3. Setjið saman í skál saxaðan vorlauk, kóríander og parmesan. Setjið til hliðar. 4. Hellið helmingnum af smjörinu yfir maísinn og kryddið með cajun eða chipotle og saltið létt og piprið. Nuddið kryddinu vel inn í stönglana. 5. Grillið í 15-20 mínútur. 6. Kreistið límónusafann út í smjörið. Hellið svo smjörinu og parmesanblöndunni yfir og berið dýrðlegheitin fram. Matur Matseðill vikunnar Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira
Risarækjuspjót með picollo tómötum að hætti Tobbu Risarækjur eru algjört sælgæti hvort sem er í forrétt, aðalrétt, sem partýsnakk eða út í pastað. Galdurinn er að leyfa þeim að marinerast í sólarhring inni í ísskáp áður en þær eru eldaðar. Það má nota allskonar snilld til að marinera svo sem marmelaði og chillíflögur, mangó-chutney og kóríander eða bara olíu með góðri kryddblöndu svo sem fajitas - eða cajun. Smelltu hér til að nálgast allt hráefnið í réttinn. Hráefni 1 pakki risarækjur ( sirka 350 g) 2 msk olífuolía 1/ sítróna 1/2 tsk chillí flögur 1 msk cajun krydd 2 hvítlauksgeirar 1 box picollo tómatar eða aðrir smátómatar Grillpinnar Aðferð 1. Skolið rækjurnar og þerrið. 2. Kreistið safan úr sítrónunni og hvítlaukinn saman í skál. 3. Bætið olíunni og kryddinu saman við. 4. Setjið rækurnar út í og geymið í loftþéttum umbúðum í 2-3 tíma - helst sólahring. 5. Látið grillpinnana liggja í vatni í 30 mín svo ekki kvikni í þeim. 6. Þræðið rækjurnar og tómatana upp á. 7. Grillið á háum hita í sirka 3-4 mín á hvotrri hlið eða þar til rækjurnar verða hvítar þa lit. 8. Berið fram með léttri hvítlaukssósu og mangósalasa. Kartöflusalat að hætti Tobbu Æðislegt kartöflusalat, slær alltaf í gegn! Smelltu hér til að nálgast hráefnið í réttinn. Hráefni 300 g litlar kartöflur 200 g spínat 80 g brætt smjör 4 hvítlauksgeirar 1/2 tsk salt 2 stilkar vorlaukur eða 2 msk saxaðar rauðlaukur. 1 msk ferskt saxað rósmarín 1/2 krukka fetaostur Aðferð 1. Skolið kartöflurnar og skerið í tvennt. 2. Sjóðið þær í 10 mínútur. 3. Hellið vatninu af kartöflunum og látið þær til hliðar. 4. Pressið hvítlaukin út í 80 g af bræddu smjöri. 5. Setjið kartöflurnar í eldfast mót og hellið olíunni yfir og hrærið vel. 6. Saltið og kryddið með rósmarín. Bætið lauknum við og hrærið. 7. Bakið á 200 g undir og yfir hita í 30 mín. Hrærið reglulega. 8. Setjið svo fetaost og helminginn af spínatinu saman við og bakið í aðrar 10 mínútur. 9. Bætið restinni af spínatinu við og berið fram. Lág kolvetna sítrónu- "pasta" Þetta "pasta" er í miklu uppáhaldi hjá mér þegar ég vil minnka við mig hveiti. Það hentar vel eitt og sér, með kjötbollum eða sem nesti. Og trúðu mér þetta er ótrúleg leið til að borða heilan kúrbít á korteri. Smelltu hér til að nálgast hráefnið í réttinn. Hráefni 1 stór kúrbítur eða tveir minni 1 lífræn sítróna (má einnig nota sítrónuolíu) Góð olívuolía 1/2 dl ristaðar kasjúhnetur 1 box picollo tómatar 1/2 hálf paprika 1 gulrót 1 dl söxuð fersk basilika 1/2 grænt epli 1 lúka klettasalat salt Aðferð 1. Þvoið grænmetið vel. Best er að nota grænmetisskrúbb á kúrbítinn. 2. "Yddið" kúrbítinn og gulrótina með grænmetisyddara eða notið ostaskera til að gera þunnar sneiðar og skerið svo í strimla. Setjið hann í skál með eldhúspappír og kreistið nokkrum sinnum til að ná vatni úr. 3. Saltið kúrbítinn - ekki of mikið. 4. Setjið kúrbítinn neðst í skálina, ásamt eplum og klettasalati, því næst gulrót, svo papriku, tómata, hnetur og basílíku. 5. Setjið sítrónuna í sjóðandi vatn í stuttan tíma (ca. 30 sek) til þess að ná vaxi og óhreinindum af berkinum. 6. Raspið börkinn af hálfri sítrónu út í olíuna. 7. Setjið tómatana, basilikuna og hneturnar út á. 8. Hellið sirka 1 msk af olíu yfir. Mangósósa Sumum finnst betra að hafa kremaða sósu með - þá er þessi dúndur. 2 dl frosið mangó 1 dl appelsínusafi 1 dl kasjúhnetur 1 dl olífulía 1/ 2 tsk salt 100 g spínat Allt sett í blandara. Geymist í 4 daga í lokaðri krukku. Ferskur maís með parmesan og kryddhjúp - alger negla Með hækkandi sól þjóta hugrakkir landsmenn út á svalir og palla og skrúbba upp grill og gamla takta. Þá er tilvalið að prófa nýjar grilluppskriftir og enduruppgötva grillvorið mikla. Og já! Það má grilla allt! Smelltu hér til að nálgast hráefnið í réttinn. Hráefni 4 maísstönglar 3 hvítlauksgeirar 3 stilkar vorlaukur 1 dl saxað kóríander 3 dl rifinn parmesan 1 msk Cajun eða Chipotle rub 150 g smjör 1 límóna - safinn Salt Pipar Aðferð 1. Takið blöðin utan af maísnum og látið liggja í köldu vatni á meðan að marineringin er útbúin. 2. Bræðið smjörið í potti og pressið hvítlaukinn út í smjörið. Látið malla við vægan hita. 3. Setjið saman í skál saxaðan vorlauk, kóríander og parmesan. Setjið til hliðar. 4. Hellið helmingnum af smjörinu yfir maísinn og kryddið með cajun eða chipotle og saltið létt og piprið. Nuddið kryddinu vel inn í stönglana. 5. Grillið í 15-20 mínútur. 6. Kreistið límónusafann út í smjörið. Hellið svo smjörinu og parmesanblöndunni yfir og berið dýrðlegheitin fram.
Matur Matseðill vikunnar Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira