„Megið færa Helenu og þeim þennan sokk“ Atli Arason skrifar 4. maí 2022 22:30 Gunnar Magnús Jónsson mætti með sokk fyrir sérfræðinga Stöðvar 2 Sport eftir leik. Vísir/Atli Arason Það voru ekki margir sem höfðu einhverja trú á Keflavík á þessu tímabili, þar á meðal Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport sem spáðu því að Keflavík myndi enda í neðsta sæti deildarinnar. Keflavík hefur svarað því með tveimur sigrum í tveimur leikjum, þar á meðal gegn bikarmeisturum Breiðabliks í kvöld. Eftir sigurinn gegn Breiðablik var Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur, spurður af því hvort hann væri ekki að troða sokki upp í ansi marga með þessum sigri í kvöld. Gunnar gerði sér lítið fyrir og dróg sokk upp úr vasanum og sagði, „ég ætla að fá að byrja á því, þið megið færa Helenu og þeim þennan sokk.“ Gunnar kom sokknum til skila og uppskar mikinn hlátur áður en hann bætti við. „Vissulega getum við verið glaðar yfir þessum sigri. Við vorum á toppnum eftir fyrstu umferð og við höldum okkur þar áfram. Þetta var geggjuð frammistaða hjá stelpunum. Auðvitað er mótið rétt að byrja en fyrir lið eins og okkur sem var spáð þetta slæmu gengi þá er geggjað að byrja svona, að halda hreinu í tveimur leikjum og vinna gríðarlega sterk lið Breiðabliks,“ sagði Gunnar í viðtali við Vísi eftir leikinn. Keflvíkingar náðu fjórum stigum af Breiðablik á síðasta leiktímabili og bætta við öðrum þrem í fyrstu tilraun í ár. Gunnar segir leikplanið í kvöld hafi verið svipað og það á síðasta tímabili. „Við erum kannski með eitthvað tak á Blikum, við lögðum leikinn upp ekkert ósvipað og við gerðum í fyrra. Blikar eru með taktískt lið og eru með ákveðnar færslur sem við náðum bara að loka nokkuð vel á. Svo líka auðvitað eins og allir sem horfðu á leikinn sáu, markvörðurinn okkar, vá. Ég hef bara ekki séð annað eins. Hún var frábær í leiknum, bæði vörslur, fyrirgjafir sem hún greip og spyrnur frá markinu sem hún kemur hátt á völlinn.“ Samantha Murphy, markvörður Keflavíkur, átti sennilega einhvern besta leik sem leikmaður hefur átt í treyju Keflavíkur í langan tíma. Hún varði allt sem Blikar komu á hana í leiknum í kvöld og kórónaði frammistöðu sína með því að verja vítaspyrnu í uppbótatíma síðari hálfleiks. „Við erum búnar að sjá hana [Murphy] á æfingum og við vitum hvað hún er góð en önnur lið eru kannski ekki búin að sjá það því hún er bara búinn að spila á móti KR. Hún er frábær markvörður og auðvitað gefur það liðinu mikið sjálfstraust að vita af svona góðri manneskju fyrir aftan sig,“ sagði sigurreifur Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur, að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild kvenna Keflavík ÍF Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Eftir sigurinn gegn Breiðablik var Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur, spurður af því hvort hann væri ekki að troða sokki upp í ansi marga með þessum sigri í kvöld. Gunnar gerði sér lítið fyrir og dróg sokk upp úr vasanum og sagði, „ég ætla að fá að byrja á því, þið megið færa Helenu og þeim þennan sokk.“ Gunnar kom sokknum til skila og uppskar mikinn hlátur áður en hann bætti við. „Vissulega getum við verið glaðar yfir þessum sigri. Við vorum á toppnum eftir fyrstu umferð og við höldum okkur þar áfram. Þetta var geggjuð frammistaða hjá stelpunum. Auðvitað er mótið rétt að byrja en fyrir lið eins og okkur sem var spáð þetta slæmu gengi þá er geggjað að byrja svona, að halda hreinu í tveimur leikjum og vinna gríðarlega sterk lið Breiðabliks,“ sagði Gunnar í viðtali við Vísi eftir leikinn. Keflvíkingar náðu fjórum stigum af Breiðablik á síðasta leiktímabili og bætta við öðrum þrem í fyrstu tilraun í ár. Gunnar segir leikplanið í kvöld hafi verið svipað og það á síðasta tímabili. „Við erum kannski með eitthvað tak á Blikum, við lögðum leikinn upp ekkert ósvipað og við gerðum í fyrra. Blikar eru með taktískt lið og eru með ákveðnar færslur sem við náðum bara að loka nokkuð vel á. Svo líka auðvitað eins og allir sem horfðu á leikinn sáu, markvörðurinn okkar, vá. Ég hef bara ekki séð annað eins. Hún var frábær í leiknum, bæði vörslur, fyrirgjafir sem hún greip og spyrnur frá markinu sem hún kemur hátt á völlinn.“ Samantha Murphy, markvörður Keflavíkur, átti sennilega einhvern besta leik sem leikmaður hefur átt í treyju Keflavíkur í langan tíma. Hún varði allt sem Blikar komu á hana í leiknum í kvöld og kórónaði frammistöðu sína með því að verja vítaspyrnu í uppbótatíma síðari hálfleiks. „Við erum búnar að sjá hana [Murphy] á æfingum og við vitum hvað hún er góð en önnur lið eru kannski ekki búin að sjá það því hún er bara búinn að spila á móti KR. Hún er frábær markvörður og auðvitað gefur það liðinu mikið sjálfstraust að vita af svona góðri manneskju fyrir aftan sig,“ sagði sigurreifur Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur, að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild kvenna Keflavík ÍF Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira