Kveður Framsókn eftir að hafa verið tjáð að hann væri ekki söluvæn vara Eiður Þór Árnason skrifar 8. maí 2022 19:23 Helgi Sigurður Haraldsson, forseti bæjarstjórnar í Árborg. Vísir/Arnar Helgi Sigurður Haraldsson, forseti bæjarstjórnar í Árborg og fyrrverandi oddviti Framsóknar, hefur sagt skilið við flokkinn eftir tólf ár í oddvitasætinu. Helgi gaf kost á sér til að leiða listann áfram fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar og sakar flokksforystuna um að hafa beitt brögðum og ólýðræðislegum aðferðum til að koma sér úr oddvitasætinu. Fram kemur í grein hans sem birtist á Sunnlenska að hann hafi í vetur ákveðið að taka þátt í lokuðu prófkjöri sem stjórn Framsóknarfélags Árborgar hafi boðað til að velja fulltrúa í efstu sæti listans. Þá hafi tekið við einhver undarlegasta atburðarás sem hann hafi upplifað á stjórnmálaferli sínum. „Á síðustu stundu var prófkjör flokksins blásið af og skýringin sem var gefin var að þátttakan hefði verið léleg. Þá var þeim sem þar ætluðu að taka þátt raðað í efstu sæti listans og það borið undir frambjóðendur og þeir samþykktu þá tilhögun,“ segir Helgi. „En næstu daga var slegið í og úr af stjórn félagsins varðandi framboðsmál flokksins og á endanum var mér tilkynnt af „sendiboða“ félagsins og flokksins að nærveru minnar væri ekki óskað til að leiða listann og framboðið í vor. „Ný“ Framsókn þyrfti nýtt fólk í framboð og undirritaður væri ekki söluvæn vara og tími til kominn að skipta honum út, fyrir yngra og ferskara fólk.“ Framsókn hefur setið í meirihluta í bæjarstjórn Árborgar.Vísir/Vilhelm Sár upplifun eftir margra ára samstarf Helgi tilkynnti á þessum tímapunkti að hann væri hættur í sveitarstjórnarpólitík af persónulegum og öðrum ástæðum. Hann segir að vinnubrögðin sem flokksforystan viðhafði til að „losna við sig“ hafi komið sér á óvart og valdið miklum vonbrigðum. „Mínir flokksfélagar, fólkið sem ég treysti og er búin að vinna með síðustu ár gat ekki komið heiðarlega fram við mig, það er verulega sárt.“ Með skrifum sínum núna vilji Helgi upplýsa fólk um raunverulega ástæðu þess að hann sé ekki í framboði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. „Ástæðan er fólk og forysta, sem gripu inn í lýðræðislegan hátt, sem valinn hafði verið til að velja fólk til framboðs í Árborg. Vegna þessa alls og þeirrar framkomu sem viðhöfð hefur verið i þessu máli er komið að því að leiðir mín og Framsóknarflokksins skilji eftir áratuga samband og hef ég því ákveðið að segja mig úr Framsóknarflokknum og upplýst skrifstofu hans og formann flokksins um þá ákvörðun mína,“ segir Helgi í grein sinni á Sunnlenska. Segir Sigurð Inga Jóhannsson hafa tekið þátt í aðförinni Jóhanna Bríet Helgadóttir, dóttir Helga, segir að Framsóknarfélag Árborgar, megi „skammast sín fyrir ógeðsleg og særandi vinnubrögð með formann Framsóknarflokksins með sér.“ „Ég er enþá ógeðslega reið og sár fyrir hans hönd. Það sem særir jafnvel enþá meira er að fólk í úthringinum fyrir felagið segir hann hafa hætt í sátt og samlyndi. Því að fólk í innsta hring veit að svo var ekki,“ segir Jóhanna í færslu á Facebook-síðu sinni. Hún hafi engan skilning á aðgerðum flokksforystunnar og lítið hafi verið um svör frá stjórninni. „Ekki fatta ég taktíkina á bakvið "Ný framsókn" en það er ljóst að gömlu góðu gildin um heiðarleika hafa vikið með "gömlu framsókn".“ Árborg Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Fleiri fréttir Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Sjá meira
Helgi gaf kost á sér til að leiða listann áfram fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar og sakar flokksforystuna um að hafa beitt brögðum og ólýðræðislegum aðferðum til að koma sér úr oddvitasætinu. Fram kemur í grein hans sem birtist á Sunnlenska að hann hafi í vetur ákveðið að taka þátt í lokuðu prófkjöri sem stjórn Framsóknarfélags Árborgar hafi boðað til að velja fulltrúa í efstu sæti listans. Þá hafi tekið við einhver undarlegasta atburðarás sem hann hafi upplifað á stjórnmálaferli sínum. „Á síðustu stundu var prófkjör flokksins blásið af og skýringin sem var gefin var að þátttakan hefði verið léleg. Þá var þeim sem þar ætluðu að taka þátt raðað í efstu sæti listans og það borið undir frambjóðendur og þeir samþykktu þá tilhögun,“ segir Helgi. „En næstu daga var slegið í og úr af stjórn félagsins varðandi framboðsmál flokksins og á endanum var mér tilkynnt af „sendiboða“ félagsins og flokksins að nærveru minnar væri ekki óskað til að leiða listann og framboðið í vor. „Ný“ Framsókn þyrfti nýtt fólk í framboð og undirritaður væri ekki söluvæn vara og tími til kominn að skipta honum út, fyrir yngra og ferskara fólk.“ Framsókn hefur setið í meirihluta í bæjarstjórn Árborgar.Vísir/Vilhelm Sár upplifun eftir margra ára samstarf Helgi tilkynnti á þessum tímapunkti að hann væri hættur í sveitarstjórnarpólitík af persónulegum og öðrum ástæðum. Hann segir að vinnubrögðin sem flokksforystan viðhafði til að „losna við sig“ hafi komið sér á óvart og valdið miklum vonbrigðum. „Mínir flokksfélagar, fólkið sem ég treysti og er búin að vinna með síðustu ár gat ekki komið heiðarlega fram við mig, það er verulega sárt.“ Með skrifum sínum núna vilji Helgi upplýsa fólk um raunverulega ástæðu þess að hann sé ekki í framboði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. „Ástæðan er fólk og forysta, sem gripu inn í lýðræðislegan hátt, sem valinn hafði verið til að velja fólk til framboðs í Árborg. Vegna þessa alls og þeirrar framkomu sem viðhöfð hefur verið i þessu máli er komið að því að leiðir mín og Framsóknarflokksins skilji eftir áratuga samband og hef ég því ákveðið að segja mig úr Framsóknarflokknum og upplýst skrifstofu hans og formann flokksins um þá ákvörðun mína,“ segir Helgi í grein sinni á Sunnlenska. Segir Sigurð Inga Jóhannsson hafa tekið þátt í aðförinni Jóhanna Bríet Helgadóttir, dóttir Helga, segir að Framsóknarfélag Árborgar, megi „skammast sín fyrir ógeðsleg og særandi vinnubrögð með formann Framsóknarflokksins með sér.“ „Ég er enþá ógeðslega reið og sár fyrir hans hönd. Það sem særir jafnvel enþá meira er að fólk í úthringinum fyrir felagið segir hann hafa hætt í sátt og samlyndi. Því að fólk í innsta hring veit að svo var ekki,“ segir Jóhanna í færslu á Facebook-síðu sinni. Hún hafi engan skilning á aðgerðum flokksforystunnar og lítið hafi verið um svör frá stjórninni. „Ekki fatta ég taktíkina á bakvið "Ný framsókn" en það er ljóst að gömlu góðu gildin um heiðarleika hafa vikið með "gömlu framsókn".“
Árborg Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Fleiri fréttir Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent