HK-ingar hafa því unnið alla þrjá leikina í úrslitaeinvíginu og er liðið búð að tryggja sér sæti í Olís-deildinni á næsta tímabili.
Það voru ÍR-ingar sem byrjuðu betur í kvöld, en HK-ingar náðu forystunni fyrir hálfleik. Liðið leit aldrei um öxl eftir það og vann góðan fjögurra marka sigur, 26-22.
Sara Katrín Gunnarsdóttir fór fyrir liði HK og skoraði níu mörk í kvöld, en í liði ÍR var Karen Tinna Demien atkvæðamest með fimm.