Enski boltinn

Klopp: Ég gæti ekki verið stoltari

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Titlinum hampað.
Titlinum hampað. vísir/Getty

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var að vonum í skýjunum eftir að hafa séð lið sitt tryggja enska bikarmeistaratitilinn á Wembley í dag.

Eftir markalausan leik var gripið til vítaspyrnukeppni þar sem Liverpool hafði að lokum betur, 6-5.

„Ég gæti ekki verið stoltari af mínum strákum. Þetta var svakaleg vakt hjá þeim og þeir lögðu allt í þetta,“ sagði Klopp.

„Þetta var ótrúlegur leikur og mjög spennandi vítakeppni. Neglurnar mínar eru farnar.“

Liverpool er því handhafi beggja bikarmeistaratitlana á Englandi en liðið vann einnig nauman sigur á Chelsea í úrslitaleik deildabikarsins í febrúar.

„Það var mikil ákefð. Chelsea áttu þetta alveg eins skilið og við og það var eins í úrslitaleik deildabikarsins. Chelsea spilaði frábærlega en á endanum er bara einn sigurvegari,“ sagði sigurreifur Klopp.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×