Arnar: „Þú mátt ekki vorkenna sjálfum þér of mikið“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. maí 2022 21:45 Arnar Gunnlaugsson sagði tímabilið minna sig á tímabilið 2020 þegar Víkingar ætluðu sér stóra hluti en lentu í vandræðum. Vísir/Hulda Margrét „Þetta eru vonbrigði, þetta var ekki 3-0 leikur til að byrja með. Þetta er saga okkar í sumar, tvö fyrstu mörkin. Slappur varnarleikur þar,“ sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga eftir 3-0 tap á heimavelli gegn Blikum í Bestu deild karla í knattspyrnu. Einhverjir Víkingar vildu fá dæmt brot á Ísak Snæ Þorvaldsson þegar hann skoraði fyrsta mark Blika en miðað við sjónvarpsmyndir var lítið til í því. „Ég veit ekki hvort það var brot, það skiptir ekki máli. Þetta minnti mig svolítið á 2020 þegar við vorum í tómu tjóni í vörninni en að spila vel. Maður er að bíða eftir að við skorum en þá fáum við klaufamörk í andlitið,“ bætti Arnar við en öll mörk Blika komu á tuttugu mínútna kafla í síðari hálfleiknum. „Það kom panik eftir fyrsta markið. Menn finna að þetta er að ganga þeim úr greipum og í stað þess að halda haus þá missa menn hausinn. Hrós til Blika, þeir mættu með gott leikskipulag og við náum ekki að finna nægilega margar glufur í þeirra varnarleik. Við fáum opnanir en engin dauðafæri.“ Helgi Guðjónsson fær flugferð í Víkinni í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Breiðablik er með fullt hús stiga í Bestu deildinni, með átján stig eftir sex leiki. Víkingar eru átta stigum á eftir eftir að hafa spilað einum leik meira. „Eins og staðan er í dag eru KA og Breiðablik þarna efst, fólk gleymir KA sem er bara tveimur stigum á eftir Blikum. Við þurfum að leggja töfluna til hliðar því við erum ekki inni í þessu eins og er. Það eru margir leikir eftir, við eigum vonandi eftir að spila við Breiðablik tvisvar, þrisvar við KA og þrisvar við Val,“ en í Bestu deildinni í ár verður spiluð þreföld umferð og deildinni skipt upp í efri og neðri helming eftir fyrri tvær umferðirnar. „Það er nóg eftir en það gengur eiginlega ekkert upp. Mér finnst gott flæði á leik okkar en því miður eru of margir ekki komnir í 100% stand eftir meiðsli. Þetta hefur áhrif, við erum búnir að missa stóra pósta og það er enginn að tala um Atla Barkar. Það er ekki óvenjulegt að það taki tíma að slípa varnarleik,“ en auk áðurnefnds Atla Barkarsonar þá misstu Víkingar Kára Árnason og Sölva Geir Ottesen úr vörninni sinni síðan á tímabilinu í fyrra. Miðvörðurinn Oliver Ekroth fór meiddur útaf í dag og Viktor Örlygur Andrason, sem sjaldan hefur spilað þá stöðu, kom inn í staðinn. Hann gerði stór mistök þegar Breiðablik skoraði sitt annað mark. „Oliver og Kyle (McLagan) voru frábærir í dag. Þegar Oliver fer útaf þá erum við komnir í sama ruglið og við lentum í 2020. Hafsentar eru sérfræðingar í sinni grein því þeir eru hafsentar. Að þurfa að færa til kann ekki góðri lukku að stýra. Viktor stóð sig vel en annað markið var slappt.“ Kristall Máni Ingason fékk rautt spjald undir lok leiksins í dag.Vísir/Hulda Margrét Undir lok leiksins fékk Kristall Máni Ingason rautt spjald fyrir að gefa Davíð Ingvarssyni olnbogaskot þegar boltinn var ekki í leik. Arnar var spurður út í agaleysi í leik sinna manna. „Þetta er pirringur. Þú vilt gera vel og verja titlana. Mér leið í hálfleik eins og við værum að fara að skora fyrsta markið, svo kemur það ekki og við fáum tvö í andlitið sem mér finnst klaufamörk. Þá missa menn hausinn.“ „Þetta er ekki óeðlilegt í lífi knattspyrnumanns en auðvitað þarftu að vera stærri og stíga upp úr þessu volæði. Þú mátt ekki vorkenna sjálfum þér of mikið, þú verður að sýna styrk og karakter,“ sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga að lokum. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Breiðablik 0-3 | Blikar kláruðu Íslandsmeistarana í síðari hálfleik Breiðablik vann 3-0 útisigur á Íslandsmeisturum Víkings þegar liðin mættust í Víkinni í kvöld. Blikar eru með fullt hús stiga í Bestu Deildinni eftir sex umferðir. 16. maí 2022 22:20 Mest lesið Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sjá meira
Einhverjir Víkingar vildu fá dæmt brot á Ísak Snæ Þorvaldsson þegar hann skoraði fyrsta mark Blika en miðað við sjónvarpsmyndir var lítið til í því. „Ég veit ekki hvort það var brot, það skiptir ekki máli. Þetta minnti mig svolítið á 2020 þegar við vorum í tómu tjóni í vörninni en að spila vel. Maður er að bíða eftir að við skorum en þá fáum við klaufamörk í andlitið,“ bætti Arnar við en öll mörk Blika komu á tuttugu mínútna kafla í síðari hálfleiknum. „Það kom panik eftir fyrsta markið. Menn finna að þetta er að ganga þeim úr greipum og í stað þess að halda haus þá missa menn hausinn. Hrós til Blika, þeir mættu með gott leikskipulag og við náum ekki að finna nægilega margar glufur í þeirra varnarleik. Við fáum opnanir en engin dauðafæri.“ Helgi Guðjónsson fær flugferð í Víkinni í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Breiðablik er með fullt hús stiga í Bestu deildinni, með átján stig eftir sex leiki. Víkingar eru átta stigum á eftir eftir að hafa spilað einum leik meira. „Eins og staðan er í dag eru KA og Breiðablik þarna efst, fólk gleymir KA sem er bara tveimur stigum á eftir Blikum. Við þurfum að leggja töfluna til hliðar því við erum ekki inni í þessu eins og er. Það eru margir leikir eftir, við eigum vonandi eftir að spila við Breiðablik tvisvar, þrisvar við KA og þrisvar við Val,“ en í Bestu deildinni í ár verður spiluð þreföld umferð og deildinni skipt upp í efri og neðri helming eftir fyrri tvær umferðirnar. „Það er nóg eftir en það gengur eiginlega ekkert upp. Mér finnst gott flæði á leik okkar en því miður eru of margir ekki komnir í 100% stand eftir meiðsli. Þetta hefur áhrif, við erum búnir að missa stóra pósta og það er enginn að tala um Atla Barkar. Það er ekki óvenjulegt að það taki tíma að slípa varnarleik,“ en auk áðurnefnds Atla Barkarsonar þá misstu Víkingar Kára Árnason og Sölva Geir Ottesen úr vörninni sinni síðan á tímabilinu í fyrra. Miðvörðurinn Oliver Ekroth fór meiddur útaf í dag og Viktor Örlygur Andrason, sem sjaldan hefur spilað þá stöðu, kom inn í staðinn. Hann gerði stór mistök þegar Breiðablik skoraði sitt annað mark. „Oliver og Kyle (McLagan) voru frábærir í dag. Þegar Oliver fer útaf þá erum við komnir í sama ruglið og við lentum í 2020. Hafsentar eru sérfræðingar í sinni grein því þeir eru hafsentar. Að þurfa að færa til kann ekki góðri lukku að stýra. Viktor stóð sig vel en annað markið var slappt.“ Kristall Máni Ingason fékk rautt spjald undir lok leiksins í dag.Vísir/Hulda Margrét Undir lok leiksins fékk Kristall Máni Ingason rautt spjald fyrir að gefa Davíð Ingvarssyni olnbogaskot þegar boltinn var ekki í leik. Arnar var spurður út í agaleysi í leik sinna manna. „Þetta er pirringur. Þú vilt gera vel og verja titlana. Mér leið í hálfleik eins og við værum að fara að skora fyrsta markið, svo kemur það ekki og við fáum tvö í andlitið sem mér finnst klaufamörk. Þá missa menn hausinn.“ „Þetta er ekki óeðlilegt í lífi knattspyrnumanns en auðvitað þarftu að vera stærri og stíga upp úr þessu volæði. Þú mátt ekki vorkenna sjálfum þér of mikið, þú verður að sýna styrk og karakter,“ sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga að lokum.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Breiðablik 0-3 | Blikar kláruðu Íslandsmeistarana í síðari hálfleik Breiðablik vann 3-0 útisigur á Íslandsmeisturum Víkings þegar liðin mættust í Víkinni í kvöld. Blikar eru með fullt hús stiga í Bestu Deildinni eftir sex umferðir. 16. maí 2022 22:20 Mest lesið Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Breiðablik 0-3 | Blikar kláruðu Íslandsmeistarana í síðari hálfleik Breiðablik vann 3-0 útisigur á Íslandsmeisturum Víkings þegar liðin mættust í Víkinni í kvöld. Blikar eru með fullt hús stiga í Bestu Deildinni eftir sex umferðir. 16. maí 2022 22:20