Ráðherrar hræddir um að salan á Chelsea fari ekki í gegn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. maí 2022 07:00 Todd Boehly, verðandi eigandi Chelsea? Visionhaus/Getty Images Breska ríkisútvarpið greinir frá því að ráðherrar ríkistjórnar Bretlands telji að mögulega muni salan á enska fótboltafélaginu Chelsea ekki ganga í gegn. Chelsea hefur samþykkt tilboð hóps sem leiddur er af fjárfestinum Todd Boehly, meðeiganda hafnaboltaliðsins Los Angeles Dodgers. Tilboðið hljóðar upp á 4.25 milljarða punda eða rúmlega 693 milljarðar íslenskra króna. Það virðist hins vegar ríkja óvissa innan bresku ríkisstjórnarinnar varðandi það hvar peningurinn sem mun fást fyrir félagið mun enda. Roman Abramovich – núverandi eigandi Chelsea – er að reyna selja félagið eftir að upp komst um tengsl hans og Vladimir Pútin, Rússlandsforseta. Auðjöfurinn gaf út að hann ætlaði sér ekki að rukka Chelsea um þann einn og hálfa milljarð sem hann hefur lánað félaginu síðan hann festi kaup á því. Í staðinn átti það fjármagn að renna til góðgerðamála en hann hefur ekki enn skrifað undir neitt sem staðfestir það. Chelsea fær sem stendur að halda úti starfsemi sinni þökk sé sérstöku leyfi frá ríkisstjórn Bretlands en það leyfi rennur út 31. maí. Það virðist alls óvíst hvort félagið fái áframhaldandi leyfi en Roman vill ekki festa það í stein að ágóði sölu félagsins fari í góðgerðamál. „Helstu tveir punktarnir eru að það er óvíst hver ágóðinn fer og hvaða lagalega staðfesting mun tryggja að peningurinn fari í góð málefni,“ segja heimildir breska ríkisútvarpsins. It is understood any sale would need to be completed by early June when the Premier League meets to grant clubs the licenses needed to compete next season.— BBC Sport (@BBCSport) May 16, 2022 Þá segir að allt þurfi að vera klappað og klárt snemma í júní þegar forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar hittast til að veita félögum keppnisleyfi fyrir komandi tímabil. Fótbolti Enski boltinn Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Sjá meira
Chelsea hefur samþykkt tilboð hóps sem leiddur er af fjárfestinum Todd Boehly, meðeiganda hafnaboltaliðsins Los Angeles Dodgers. Tilboðið hljóðar upp á 4.25 milljarða punda eða rúmlega 693 milljarðar íslenskra króna. Það virðist hins vegar ríkja óvissa innan bresku ríkisstjórnarinnar varðandi það hvar peningurinn sem mun fást fyrir félagið mun enda. Roman Abramovich – núverandi eigandi Chelsea – er að reyna selja félagið eftir að upp komst um tengsl hans og Vladimir Pútin, Rússlandsforseta. Auðjöfurinn gaf út að hann ætlaði sér ekki að rukka Chelsea um þann einn og hálfa milljarð sem hann hefur lánað félaginu síðan hann festi kaup á því. Í staðinn átti það fjármagn að renna til góðgerðamála en hann hefur ekki enn skrifað undir neitt sem staðfestir það. Chelsea fær sem stendur að halda úti starfsemi sinni þökk sé sérstöku leyfi frá ríkisstjórn Bretlands en það leyfi rennur út 31. maí. Það virðist alls óvíst hvort félagið fái áframhaldandi leyfi en Roman vill ekki festa það í stein að ágóði sölu félagsins fari í góðgerðamál. „Helstu tveir punktarnir eru að það er óvíst hver ágóðinn fer og hvaða lagalega staðfesting mun tryggja að peningurinn fari í góð málefni,“ segja heimildir breska ríkisútvarpsins. It is understood any sale would need to be completed by early June when the Premier League meets to grant clubs the licenses needed to compete next season.— BBC Sport (@BBCSport) May 16, 2022 Þá segir að allt þurfi að vera klappað og klárt snemma í júní þegar forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar hittast til að veita félögum keppnisleyfi fyrir komandi tímabil.
Fótbolti Enski boltinn Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Sjá meira