Nei eða já: Er Luka Doncic sá besti sem er á lífi í úrslitakeppninni? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2022 07:31 Luka Doncic hélt sínum mönnum í Dallas Mavericks á tánum og mótherjunum í Phoenix Suns við efnið í oddaleiknum. Getty/Christian Petersen Þegar Sigga Beinteins og Sigrún Eva byrja að syngja í NBA þættinum Lögmál leiksins á Stöð 2 Sport þá vita áhorfendur hvað er að fara að gerast. NBA- deildin í körfubolta er á lokasprettinum á þessu tímabili en nú er komið inn í úrslit deildanna sem hefjast í þessari viku. Það var því nóg að tala um í uppgjörsþætti vikunnar. Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða já“ var auðvitað á sínum stað í þætti gærkvöldsins af Lögmál leiksins og eins og alltaf var farið um víðan völl. Að þessu sinni voru sérfræðingarnir Tómas Steindórsson og Hörður Unnsteinsson með stjórnandanum Kjartani Atla Kjartanssyni í settinu og voru umræðuefni „Nei eða já“ fjögur í þetta skiptið: - Er hægt að horfa á stjórn Bucks og biðja um meira? - Þarf Memphis aðra stjörnu með Ja Morant? - Er Luka Doncic besti leikmaðurinn sem eftir er í keppninni? - Nær Chris Paul í titil einn daginn? Sérfræðingarnir voru efins um að það hefði verið hægt að biðja en það munaði auðvitað mikið um það að Milwaukee Bucks spilaði án stórstjörnunnar Khris Middleton sem var meiddur. „Gianni getur augljóslega haldið hausnum svolítið hátt að ýta Boston í leik sjö og er næstum því 48 mínútum frá því að slá þá út án Khris Middleton. Það er bara heljarins f-g afrek,“ sagði Hörður Unnsteinsson. „Ég held að það verði engin alvarleg naflaskoðun í sumar. Þeir þurfa aðeins að hugsa sinn gang en engin naflaskoðun,“ sagði Tómas Steindórsson. „Ja Morant er 22 ára og hann á nóg eftir til að vaxa. Hann er með gæja í kringum sig en svarið er já því hann þarf aðra stjörnu. En þeir geta búið hana til innan liðsins. Þú þarf ekki að fara og fórna framtíðinni þinni til að ná í einhvern,“ sagði Hörður. „Það heimskulegasta sem þeir gætu gert væri að skipta frá sér Bane, Brooks eða Jaren, Jackson Jr. og fá einhver einn inn fyrir tvo af þeim,“ sagði Tómas. Tómas er sammála því að Luka Doncic sé besti leikmaðurinn sem er eftir í úrslitakeppninni. „Ef menn vilja fá einhvern rökstuðning fyrir því horfið bara á fyrri hálfleikinn í leik sjö,“ sagði Tómas en Doncic skoraði jafnmikið og allt Phoenix Suns liðið í fyrri hálfleik oddaleiksins. Þeir töluðu um að mesta samkeppnin væri frá Steph Curry, Jimmy Butler og Jason Tatum. „Að mínu mati eru sex leikmenn á þessu efsta stigi í NBA deildarinnar, kannski bara fimm af því að ég myndi taka LeBron James út úr þessum pakka núna. Það eru Kevin Durant, Joel Embid, Nikola Jokić, Luka Doncic og Giannis Antetokounmpo. Ég set þessa efsta en svo koma LeBron, Cirry og Tatum þarna á eftir,“ sagði Hörður. Hörður heldur að Chris Paul nái ekki að verða NBA-meistari á sínum ferli og Tómas er sammála. Það má sjá alla umræðuna og öll svörin hér fyrir neðan. Klippa: Lögmál leiksins: Nei eða já 16.maí 2022 Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. NBA Lögmál leiksins Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Sjá meira
NBA- deildin í körfubolta er á lokasprettinum á þessu tímabili en nú er komið inn í úrslit deildanna sem hefjast í þessari viku. Það var því nóg að tala um í uppgjörsþætti vikunnar. Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða já“ var auðvitað á sínum stað í þætti gærkvöldsins af Lögmál leiksins og eins og alltaf var farið um víðan völl. Að þessu sinni voru sérfræðingarnir Tómas Steindórsson og Hörður Unnsteinsson með stjórnandanum Kjartani Atla Kjartanssyni í settinu og voru umræðuefni „Nei eða já“ fjögur í þetta skiptið: - Er hægt að horfa á stjórn Bucks og biðja um meira? - Þarf Memphis aðra stjörnu með Ja Morant? - Er Luka Doncic besti leikmaðurinn sem eftir er í keppninni? - Nær Chris Paul í titil einn daginn? Sérfræðingarnir voru efins um að það hefði verið hægt að biðja en það munaði auðvitað mikið um það að Milwaukee Bucks spilaði án stórstjörnunnar Khris Middleton sem var meiddur. „Gianni getur augljóslega haldið hausnum svolítið hátt að ýta Boston í leik sjö og er næstum því 48 mínútum frá því að slá þá út án Khris Middleton. Það er bara heljarins f-g afrek,“ sagði Hörður Unnsteinsson. „Ég held að það verði engin alvarleg naflaskoðun í sumar. Þeir þurfa aðeins að hugsa sinn gang en engin naflaskoðun,“ sagði Tómas Steindórsson. „Ja Morant er 22 ára og hann á nóg eftir til að vaxa. Hann er með gæja í kringum sig en svarið er já því hann þarf aðra stjörnu. En þeir geta búið hana til innan liðsins. Þú þarf ekki að fara og fórna framtíðinni þinni til að ná í einhvern,“ sagði Hörður. „Það heimskulegasta sem þeir gætu gert væri að skipta frá sér Bane, Brooks eða Jaren, Jackson Jr. og fá einhver einn inn fyrir tvo af þeim,“ sagði Tómas. Tómas er sammála því að Luka Doncic sé besti leikmaðurinn sem er eftir í úrslitakeppninni. „Ef menn vilja fá einhvern rökstuðning fyrir því horfið bara á fyrri hálfleikinn í leik sjö,“ sagði Tómas en Doncic skoraði jafnmikið og allt Phoenix Suns liðið í fyrri hálfleik oddaleiksins. Þeir töluðu um að mesta samkeppnin væri frá Steph Curry, Jimmy Butler og Jason Tatum. „Að mínu mati eru sex leikmenn á þessu efsta stigi í NBA deildarinnar, kannski bara fimm af því að ég myndi taka LeBron James út úr þessum pakka núna. Það eru Kevin Durant, Joel Embid, Nikola Jokić, Luka Doncic og Giannis Antetokounmpo. Ég set þessa efsta en svo koma LeBron, Cirry og Tatum þarna á eftir,“ sagði Hörður. Hörður heldur að Chris Paul nái ekki að verða NBA-meistari á sínum ferli og Tómas er sammála. Það má sjá alla umræðuna og öll svörin hér fyrir neðan. Klippa: Lögmál leiksins: Nei eða já 16.maí 2022 Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
- Er hægt að horfa á stjórn Bucks og biðja um meira? - Þarf Memphis aðra stjörnu með Ja Morant? - Er Luka Doncic besti leikmaðurinn sem eftir er í keppninni? - Nær Chris Paul í titil einn daginn?
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
NBA Lögmál leiksins Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum