E-listinn fékk 439 atkvæði eða 53% og K-listi fékk 358 atkvæði og 44%. Auðir og ógildir seðlar voru 22, eða 3%.
Eftirfarandi voru kjörnir í sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps.
- Eygló Sófusdóttir(E)
- Helgi Héðinsson (K)
- Eyþór Kári Ingólfsson (E)
- Jóna Björg Hlöðversdóttir (K)
- Gerður Sigtryggsdóttir (E)
- Árni Pétur Hilmarsson (K)
- Knútur Emil Jónasson (E)
- Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir (K)
- Halldór Þorlákur Sigurðsson (E)
Sveitarfélögin sameinuðust í júní í fyrra og voru um tveir af hverjum þremur kjósendum samþykkir sameiningunni.