Annar meirihluti ef Framsókn gengur inn í samstarfið Kjartan Kjartansson skrifar 18. maí 2022 18:22 Viðreisn getur unnið bæði til hægri og vinstri, að sögn Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, oddvita flokksins í borginni. Vísir/Vilhelm Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, segir að ef Framsóknarflokkurinn fer í samstarf við þrjá fráfarandi meirihlutaflokkana í borginni þá verði það annar meirihluti en sá sem er að líða undir lok. Ekki sé ólíklegt að Viðreisn og Framsókn vinni saman á nýju kjörtímabili. Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar hafa sagst ætla að fylgjast að við upphaf viðræðna flokkanna eftir borgarstjórnarkosningarnar á laugardag. Meirihluti flokkanna þriggja og Vinstri grænna féll þar sem Samfylkingin tapaði tveimur mönnum og Viðreisn einum. Framsóknarflokkurinn virðist í kjörstöðu með þá fjóra nýju menn sem hann náði inn. Þá virðist ekki hægt að mynda raunhæfan meirihluta í borginni án þátttöku Viðreisnar. Í færslu á Facebook-síðu sinni skrifar Þórdís Lóa að Viðreisn sé nú komin í það hlutverk að aðrir flokkar vilji vinna með henni í Reykjavíku, hvoru megin við miðju sem þeir standi. Hún rekur það til þess að Viðreisn geti unnið bæði til hægri og vinstri. Það hafi flokkurinn sýnt á síðasta kjörtímabili þar sem hann var í meirihluta með flokkum sér til vinstri en á sama tíma hafi hann unnið náið með fulltrúum Sjálfstæðisflokks að nýrri eigendastefnu borgarinnar og atvinnu- og nýsköpunarstefnu. Um samstarfsflokkana í fráfarandi meirihluta segir Þórdís Lóa að þeir eigi málefnalega samleið í mikilvægum málaflokkum sem snúi að framtíð borgarinnar, þar á meðal í skipulagsmálum, samgöngumálum og stafrænni uppbyggingu. „Þetta eru allt saman málaflokkar þar sem Framsóknarflokkurinn virðist standa nærri okkur, sé mið tekið af kosningaloforðum. En slíkur meirihluti yrði annar meirihluti en sá sem er nú að líða undir lok. Það er alveg augljóst,“ skrifar oddviti Viðreisnar. Segist Þórdís Lóa hafa átt gott kaffispjall við Einar Þorsteinsson, oddvita Framsóknarflokksins. Af þeim meirihlutamöguleikum sem séu uppi sé ekki ólíklegt að flokkarnir tveir endi í samstarfi þó að aðrir leikir séu vissulega í stöðunni. „Hver sem niðurstaðan verður í þessum blikkleik, þá skiptir það mestu að komast að niðurstöðu um málefnasamning sem bindur næsta meirihluta saman. Það eru málefnin sem eiga að ráða för en ekki stólarnir,“ skrifar hún. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Viðreisn Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar hafa sagst ætla að fylgjast að við upphaf viðræðna flokkanna eftir borgarstjórnarkosningarnar á laugardag. Meirihluti flokkanna þriggja og Vinstri grænna féll þar sem Samfylkingin tapaði tveimur mönnum og Viðreisn einum. Framsóknarflokkurinn virðist í kjörstöðu með þá fjóra nýju menn sem hann náði inn. Þá virðist ekki hægt að mynda raunhæfan meirihluta í borginni án þátttöku Viðreisnar. Í færslu á Facebook-síðu sinni skrifar Þórdís Lóa að Viðreisn sé nú komin í það hlutverk að aðrir flokkar vilji vinna með henni í Reykjavíku, hvoru megin við miðju sem þeir standi. Hún rekur það til þess að Viðreisn geti unnið bæði til hægri og vinstri. Það hafi flokkurinn sýnt á síðasta kjörtímabili þar sem hann var í meirihluta með flokkum sér til vinstri en á sama tíma hafi hann unnið náið með fulltrúum Sjálfstæðisflokks að nýrri eigendastefnu borgarinnar og atvinnu- og nýsköpunarstefnu. Um samstarfsflokkana í fráfarandi meirihluta segir Þórdís Lóa að þeir eigi málefnalega samleið í mikilvægum málaflokkum sem snúi að framtíð borgarinnar, þar á meðal í skipulagsmálum, samgöngumálum og stafrænni uppbyggingu. „Þetta eru allt saman málaflokkar þar sem Framsóknarflokkurinn virðist standa nærri okkur, sé mið tekið af kosningaloforðum. En slíkur meirihluti yrði annar meirihluti en sá sem er nú að líða undir lok. Það er alveg augljóst,“ skrifar oddviti Viðreisnar. Segist Þórdís Lóa hafa átt gott kaffispjall við Einar Þorsteinsson, oddvita Framsóknarflokksins. Af þeim meirihlutamöguleikum sem séu uppi sé ekki ólíklegt að flokkarnir tveir endi í samstarfi þó að aðrir leikir séu vissulega í stöðunni. „Hver sem niðurstaðan verður í þessum blikkleik, þá skiptir það mestu að komast að niðurstöðu um málefnasamning sem bindur næsta meirihluta saman. Það eru málefnin sem eiga að ráða för en ekki stólarnir,“ skrifar hún.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Viðreisn Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira