Lífið

Grét þegar hún var ekki tilnefnd til Óskarsins

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Netflix gerði heimildarmynd um líf Jennifer Lopez.
Netflix gerði heimildarmynd um líf Jennifer Lopez. Skjáskot/Youtube

Í nýrri stiklu fyrir heimildarmyndina um Jennifer Lopez má sjá að hún tók það mjög nærri sér að vera ekki tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir kvikmyndina Hustlers.

Myndin Halftime fjallar um undirbúning hennar fyrir Superbowl hálfleikssýninguna ásamt því að gefa innsýn inn í persónulegt líf hennar og allt sem hún leggur á sig áður en hún stígur á svið. Halftime er framleidd af Netflix og verður frumsýnd á Tribecca kvikmyndahátíðinni í júní. 

Lopez hlaut tilnefningu til Golden Globes, Screen Actors Guild Awards og Critics Choice Awards fyrir kvikmyndina Hustlers og áttu margir von á því að hún myndi einnig næla sér í Óskars tilnefningu. Það varð þó ekki að veruleika og virðist söng- og leikkonan hafa verið mjög vonsvikin.

„Þetta var erfitt. Sjálfsálit mitt var mjg lágt,“ segir Lopez í stiklunni og spilað er mynband af henni gráta uppi í rúmi.

„Ég þurfti að finna út hver ég er og trúa því og engu öðru.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×