Dagný framlengdi við West Ham: „Fullkomin fyrirmynd fyrir allar konur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2022 13:30 Dagný Brynjarsdóttir fagnar marki ásamt liðsfélaga sínum Kate Longhurst í leik West Ham á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á nýloknu tímabili. Getty/Bradley Collyer Íslenska landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir verður áfram í London næstu árin en hún hefur gengið frá nýjum samningi við enska úrvalsdeildarfélagið West Ham. West Ham sagði frá því á heimasíðu að Dagný hafi skrifað undir samning til ársins 2024 en þá verður hún á 33. aldursári. Dagný spilaði 29 leiki fyrir West Ham á tímabilinu og aðeins einn annar leikmaður liðsins spilaði fleiri leiki. Hún varð markahæst, ásamt Claudia Walker, með sex mörk þrátt fyrir að spila miðjunni. View this post on Instagram A post shared by West Ham United Women (@westhamwomen) Dagný skoraði mikilvæg mörk gegn Reading, Everton og Tottenham Hotspur. Hún fagnaði samningnum í viðtali við heimasíðu West Ham. „Ég er mjög ánægð að geta spilað áfram með West Ham United. Ég hef haft virkilega gaman af tíma mínum hér undanfarið eitt og hálfa árið og ég hlakka til að búa til fleiri minningar í vínrauða og bláa búningnum,“ sagði Dagný. „Það er fjölskylduandi í félaginu og þeir styðja svo vel við mig sem mömmu með Brynjar son minn. West Ham hefur séð til að þetta er eins og annað heimili fyrir mig og fjölskyldu mína síðan ég kom. Það að ég hef verið stuðningsmaður félagsins alla tíð á mikinn þátt í því,“ sagði Dagný. View this post on Instagram A post shared by West Ham United Women (@westhamwomen) „Ég tel að ég hafi bætt mig sem leikmann síðan ég kom til London. Ég vil halda áfram að bæta mig og vonandi get ég hjálpað liðinu að byggja ofan á þær framfarir sem við höfðum náð á nýloknu tímabili,“ sagði Dagný. „Við erum mjög ánægðir með að Dagný hefur ákveðið að framlengja samning sinn um tvö ár. Koma hennar í janúar 2021 var hvatinn af þeim jákvæðu breytingum sem hafa orðið hjá félaginu enda er hún leiðtogi sem lætur verkin tala innan sem utan vallar,“ sagði Aidan Boxall framkvæmdastjóri West Ham. „Fagmennska hennar og reynsla hefur verið skínandi dæmi fyrir unga leikmenn okkar og hún hefur líka skorað mikilvæg mörk og gefið mikilvægar stoðsendingar á þessu tímabili,“ sagði Boxall. „Dagný er líka fullkomin fyrirmynd fyrir allar konur. Hún sýnir að þú getur bæði verið atvinnuíþróttamaður og móðir á sama tíma. Hún hefur verið stuðningsmaður Hammers alla tíð og er nú leiðtogi hjá uppáhaldsfélaginu sínu. Dagný er frábært dæmi um að draumar geta ræst ef þú leggur nógu mikið á þig,“ sagði Boxall. View this post on Instagram A post shared by Dagny Brynjarsdo ttir (@dagnybrynjars) Enski boltinn Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Sjá meira
West Ham sagði frá því á heimasíðu að Dagný hafi skrifað undir samning til ársins 2024 en þá verður hún á 33. aldursári. Dagný spilaði 29 leiki fyrir West Ham á tímabilinu og aðeins einn annar leikmaður liðsins spilaði fleiri leiki. Hún varð markahæst, ásamt Claudia Walker, með sex mörk þrátt fyrir að spila miðjunni. View this post on Instagram A post shared by West Ham United Women (@westhamwomen) Dagný skoraði mikilvæg mörk gegn Reading, Everton og Tottenham Hotspur. Hún fagnaði samningnum í viðtali við heimasíðu West Ham. „Ég er mjög ánægð að geta spilað áfram með West Ham United. Ég hef haft virkilega gaman af tíma mínum hér undanfarið eitt og hálfa árið og ég hlakka til að búa til fleiri minningar í vínrauða og bláa búningnum,“ sagði Dagný. „Það er fjölskylduandi í félaginu og þeir styðja svo vel við mig sem mömmu með Brynjar son minn. West Ham hefur séð til að þetta er eins og annað heimili fyrir mig og fjölskyldu mína síðan ég kom. Það að ég hef verið stuðningsmaður félagsins alla tíð á mikinn þátt í því,“ sagði Dagný. View this post on Instagram A post shared by West Ham United Women (@westhamwomen) „Ég tel að ég hafi bætt mig sem leikmann síðan ég kom til London. Ég vil halda áfram að bæta mig og vonandi get ég hjálpað liðinu að byggja ofan á þær framfarir sem við höfðum náð á nýloknu tímabili,“ sagði Dagný. „Við erum mjög ánægðir með að Dagný hefur ákveðið að framlengja samning sinn um tvö ár. Koma hennar í janúar 2021 var hvatinn af þeim jákvæðu breytingum sem hafa orðið hjá félaginu enda er hún leiðtogi sem lætur verkin tala innan sem utan vallar,“ sagði Aidan Boxall framkvæmdastjóri West Ham. „Fagmennska hennar og reynsla hefur verið skínandi dæmi fyrir unga leikmenn okkar og hún hefur líka skorað mikilvæg mörk og gefið mikilvægar stoðsendingar á þessu tímabili,“ sagði Boxall. „Dagný er líka fullkomin fyrirmynd fyrir allar konur. Hún sýnir að þú getur bæði verið atvinnuíþróttamaður og móðir á sama tíma. Hún hefur verið stuðningsmaður Hammers alla tíð og er nú leiðtogi hjá uppáhaldsfélaginu sínu. Dagný er frábært dæmi um að draumar geta ræst ef þú leggur nógu mikið á þig,“ sagði Boxall. View this post on Instagram A post shared by Dagny Brynjarsdo ttir (@dagnybrynjars)
Enski boltinn Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Sjá meira