Johnson sagður hafa skapað menningu fyrir því að brjóta reglur Kjartan Kjartansson skrifar 25. maí 2022 14:01 Á meðan breskur almenningur mátti dúsa heima, jafnvel þó að náinn ættingi lægi banalegu á sjúkrahúsi, var oft glatt á hjalla í Downing-stræti 10 þar sem starfslið drakk og skemmti sér langt fram eftir nóttu. Johnson forsætisráðherra sagðist axla fulla ábyrgð á því en að hann ætlaði þó ekki að stíga til hliðar. AP/Matt Dunham Nokkur teiti sem voru haldin á stjórnarskrifum og brutu sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins voru afleiðing af menningu þar sem vanvirðing fyrir reglum þótti sjálfsögð sem Boris Johnson, forsætisráðherra, og aðrir háttsettir embættismenn sköpuðu. Þetta er niðurstaða opinberrar rannsóknar á veislunum sem hneyksluðu breskan almenning. Johnson og starfslið hans virtu sóttvarnareglur ítrekað að vettugi. Í skýrslu Sue Gray, sem hefur umsjón með siðareglum breska stjórnarráðsins, segir að æðstu leiðtogar verði að axla ábyrgð á menningunni sem leyfði slíkum samkomum að eiga sér stað á sama tíma og strangar samkomutakmarkanir giltu fyrir sauðsvartan almúgann. Gray rannsakaði sextán viðburði sem Johnson og starfslið hans var viðstatt árið 2020 og 2021. Lögregla hafði áður sektað 83 einstaklinga sem tóku þátt í þeim fyrir að brjóta sóttvarnareglur, þar á meðal Johnson sjálfan. Í skýrslunni kemur einnig fram að óhófleg drykkja hafi átt sér stað í veislunum og að starfsliðið hafi sýnt hreingerningarfólki og öryggisvörðum lítilsvirðingu. Þeir sem stóðu að þeim hafi látið varnaðarorð um að þær brytu gegn reglum sem vind um eyru þjóta. Starfsmenn sem voru viðstaddir veislurnar sögðu breska ríkisútvarpinu BBC að mannþröng hefði verið í þeim. Daginn eftir hafi tómar flöskur og rusl legið eins og hráviði yfir skrifstofunni. Í sumum tilfellum hafi gleðskapurinn staðið svo lengi að starfsmenn hafi sofið í Downing-stræti. Á sama tíma og veislurnar voru haldnar var almenningi bannað að koma saman, jafnvel til að kveðja nána ástvini sem lágu banaleguna. Vill snúa sér að öðrum málum Johnson sagðist axla fulla ábyrgð á öllu því sem átti sér stað en að hann ætlaði sér ekki að segja af sér. Hann hafi lært sína lexíu en nú vilji hann beina athyglinni að forgangsmálum ríkisstjórnar hans. Engan þarf að undra að Johnson vilji ekki dvelja við brotin enda er talið að umfjöllun um þau hafi skaðað Íhaldsflokk hans í sveitarstjórnarskosningum sem fóru fram fyrr í þessum mánuði. Gagnrýnendur Johnson, þar á meðal hans eigin flokkssystkini, telja að hann hafi logið að þinginu um veisluhöldin. Johnson sagði meðal annars í fyrra að engar reglur hefðu verið brotnar og engin teiti hefðu verið haldin. Í dag sagðist hann hafa tjáð þinginu það sem hann taldi sannleikann á þeim tíma. Myndir birtust þó nýlega af Johnson sjálfum í gleðskap sem þessum. Hann hefur ekki verið sektaður vegna þess jafnvel þó að aðrir sem voru viðstaddir hafi verið það. Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, sakaði ríkisstjórn Johnson um að nálgast fórnir sem breskur almenningur hefði fært í Covid-faraldrinum með algerri vanvirðingu. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Fleiri fréttir Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Sjá meira
Þetta er niðurstaða opinberrar rannsóknar á veislunum sem hneyksluðu breskan almenning. Johnson og starfslið hans virtu sóttvarnareglur ítrekað að vettugi. Í skýrslu Sue Gray, sem hefur umsjón með siðareglum breska stjórnarráðsins, segir að æðstu leiðtogar verði að axla ábyrgð á menningunni sem leyfði slíkum samkomum að eiga sér stað á sama tíma og strangar samkomutakmarkanir giltu fyrir sauðsvartan almúgann. Gray rannsakaði sextán viðburði sem Johnson og starfslið hans var viðstatt árið 2020 og 2021. Lögregla hafði áður sektað 83 einstaklinga sem tóku þátt í þeim fyrir að brjóta sóttvarnareglur, þar á meðal Johnson sjálfan. Í skýrslunni kemur einnig fram að óhófleg drykkja hafi átt sér stað í veislunum og að starfsliðið hafi sýnt hreingerningarfólki og öryggisvörðum lítilsvirðingu. Þeir sem stóðu að þeim hafi látið varnaðarorð um að þær brytu gegn reglum sem vind um eyru þjóta. Starfsmenn sem voru viðstaddir veislurnar sögðu breska ríkisútvarpinu BBC að mannþröng hefði verið í þeim. Daginn eftir hafi tómar flöskur og rusl legið eins og hráviði yfir skrifstofunni. Í sumum tilfellum hafi gleðskapurinn staðið svo lengi að starfsmenn hafi sofið í Downing-stræti. Á sama tíma og veislurnar voru haldnar var almenningi bannað að koma saman, jafnvel til að kveðja nána ástvini sem lágu banaleguna. Vill snúa sér að öðrum málum Johnson sagðist axla fulla ábyrgð á öllu því sem átti sér stað en að hann ætlaði sér ekki að segja af sér. Hann hafi lært sína lexíu en nú vilji hann beina athyglinni að forgangsmálum ríkisstjórnar hans. Engan þarf að undra að Johnson vilji ekki dvelja við brotin enda er talið að umfjöllun um þau hafi skaðað Íhaldsflokk hans í sveitarstjórnarskosningum sem fóru fram fyrr í þessum mánuði. Gagnrýnendur Johnson, þar á meðal hans eigin flokkssystkini, telja að hann hafi logið að þinginu um veisluhöldin. Johnson sagði meðal annars í fyrra að engar reglur hefðu verið brotnar og engin teiti hefðu verið haldin. Í dag sagðist hann hafa tjáð þinginu það sem hann taldi sannleikann á þeim tíma. Myndir birtust þó nýlega af Johnson sjálfum í gleðskap sem þessum. Hann hefur ekki verið sektaður vegna þess jafnvel þó að aðrir sem voru viðstaddir hafi verið það. Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, sakaði ríkisstjórn Johnson um að nálgast fórnir sem breskur almenningur hefði fært í Covid-faraldrinum með algerri vanvirðingu.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Fleiri fréttir Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Sjá meira