Zlatan skilaði titlinum með slitið krossband | Sprautur, svefnleysi og sársauki í sex mánuði Valur Páll Eiríksson skrifar 26. maí 2022 12:01 Zlatan lagði mikið á sig til að standa við loforð sitt. AP Photo/Antonio Calanni Svíinn Zlatan Ibrahimovic lagði mikið á sig til að AC Milan myndi endurheimta ítalska meistaratitilinn í fótbolta eftir ellefu ára bið. Hann greinir frá því á samfélagsmiðlum að hann hafi verið með slitið krossband frá upphafi nýafstaðinnar leiktíðar. Zlatan er fertugur og sneri aftur til AC Milan í upphafi árs 2020 eftir gjöful ár hjá Los Angeles Galaxy í Bandaríkjunum. Sá sænski hafði áður verið hjá Milan í tvær leiktíðir frá 2010 til 2012. Hann var yfirlýsingaglaður að venju við komuna og lofaði því að hann myndi sjá til þess að Milan endurheimti ítalska meistaratitilinn. Sá hafði ekki unnist síðan 2011, þegar Zlatan var síðast á mála hjá félaginu. Zlatan stóð við stóru orðin og átti sinn þátt í sigri liðsins, sem var ekki tryggður fyrr en á lokadegi með 3-0 sigri á Sassuolo þar sem hann spilaði síðustu 20 mínútur leiksins. Alls spilaði Ibrahimovic 23 deildarleiki og skoraði í þeim átta mörk. View this post on Instagram A post shared by Zlatan Ibrahimovi (@iamzlatanibrahimovic) Aldrei þurft að þola aðrar eins kvalir Hann lagði meira á sig en flestir til að leggja sitt af mörkum en hann segist í Instagram-færslu hafa nýlokið aðgerð vegna krossbandsslita, slita sem urðu fyrir rúmu hálfu ári síðan. „Síðustu sex mánuði spilaði ég án krossbands í vinsta hnénu. Bólgið hné í sex mánuði. Ég náði aðeins að æfa tíu sinnum með liðinu síðustu sex mánuði. Fékk meira en 20 sprautur síðustu sex mánuði. Tæmdi vökva úr hnénu einu sinni í viku í sex mánuði. Verkjalyf á hverjum degi í sex mánuði. Svaf varla í sex mánuði vegna sársauka. Ég hef aldrei kvalist eins mikið innan og utan vallar.“ segir Zlatan. „Ég gerði eitthvað ómögulegt að möguleika. Í mínum huga var aðeins eitt markmið, að gera liðsfélaga mína og þjálfara að meisturum vegna þess að ég hafði gert loforð.“ sagði hinn síhógværi Zlatan jafnframt. „Í dag er ég með nýtt krossband og enn einn bikarinn.“ sagði Zlatan enn fremur sem er talið að verði frá í sex til átta mánuði eftir aðgerðina. Fróðlegt verður að sjá hvort hann haldi fótboltaiðkun áfram eftir þessa strembnu sex mánuði, með mikla endurhæfingu fyrir höndum nú þegar hann er kominn á fimmtugsaldurinn. Ítalski boltinn Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Zlatan er fertugur og sneri aftur til AC Milan í upphafi árs 2020 eftir gjöful ár hjá Los Angeles Galaxy í Bandaríkjunum. Sá sænski hafði áður verið hjá Milan í tvær leiktíðir frá 2010 til 2012. Hann var yfirlýsingaglaður að venju við komuna og lofaði því að hann myndi sjá til þess að Milan endurheimti ítalska meistaratitilinn. Sá hafði ekki unnist síðan 2011, þegar Zlatan var síðast á mála hjá félaginu. Zlatan stóð við stóru orðin og átti sinn þátt í sigri liðsins, sem var ekki tryggður fyrr en á lokadegi með 3-0 sigri á Sassuolo þar sem hann spilaði síðustu 20 mínútur leiksins. Alls spilaði Ibrahimovic 23 deildarleiki og skoraði í þeim átta mörk. View this post on Instagram A post shared by Zlatan Ibrahimovi (@iamzlatanibrahimovic) Aldrei þurft að þola aðrar eins kvalir Hann lagði meira á sig en flestir til að leggja sitt af mörkum en hann segist í Instagram-færslu hafa nýlokið aðgerð vegna krossbandsslita, slita sem urðu fyrir rúmu hálfu ári síðan. „Síðustu sex mánuði spilaði ég án krossbands í vinsta hnénu. Bólgið hné í sex mánuði. Ég náði aðeins að æfa tíu sinnum með liðinu síðustu sex mánuði. Fékk meira en 20 sprautur síðustu sex mánuði. Tæmdi vökva úr hnénu einu sinni í viku í sex mánuði. Verkjalyf á hverjum degi í sex mánuði. Svaf varla í sex mánuði vegna sársauka. Ég hef aldrei kvalist eins mikið innan og utan vallar.“ segir Zlatan. „Ég gerði eitthvað ómögulegt að möguleika. Í mínum huga var aðeins eitt markmið, að gera liðsfélaga mína og þjálfara að meisturum vegna þess að ég hafði gert loforð.“ sagði hinn síhógværi Zlatan jafnframt. „Í dag er ég með nýtt krossband og enn einn bikarinn.“ sagði Zlatan enn fremur sem er talið að verði frá í sex til átta mánuði eftir aðgerðina. Fróðlegt verður að sjá hvort hann haldi fótboltaiðkun áfram eftir þessa strembnu sex mánuði, með mikla endurhæfingu fyrir höndum nú þegar hann er kominn á fimmtugsaldurinn.
Ítalski boltinn Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Sjá meira