Neytendastofa slær á fingur Aventuraholidays vegna „besta verðsins til Tenerife“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. maí 2022 10:59 Neytendastofa slær á fingur Aventura vegna auglýsingar um besta verðið til Tenerife. Getty/Andrés Gutiérrez Neytendastofa hefur slegið á fingur Aventuraholidays ehf. fyrir að hafa birt auglýsingar þar sem því var haldið fram að ferðaskrifstofan biði upp á „Besta verðið til Tenerife í vetur“ og „Aventura tryggir bestu hótelin á Tenerife á miklu betra verði“. Fram kemur í ákvörðun Neytendastofu um málið að henni hafi borist ábending um auglýsingar Aventuraholidays þar sem gerðar voru athugasemdir við verðlækkun sem kynnt var í auglýsingunum og við fullyrðingar um „besta verðið til Tenerife“ og að ferðaskrifstofan tryggði viðskiptavinum „bestu hótelin á miklu betra verði.“ Í svörum félagsins var tiltekið að skýrt kæmi frma hvert verð ferðanna væri með afslætti, til hvaða hótela væri vísað til auk þess sem fram kæmu skýr verðdæmi og lýsing á því hvað væri innifalið í verðinu. Félagið hafnaði því jafnframt að fullyrðingar væru afdráttarlausar og án fyrirvara. Hér má sjá viðlíka auglýsingu og þá sem Neytendastofa gerir athugasemd við, sem finna mátti á heimasíðu Aventura við vinnslu fréttarinnar. Þar auglýsir ferðaskrifstofan besta verðið til Alicante.skjáskot Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að sýnt hafi verið fram á að verðlækkunin væri veruleg og því væri ekki tilefni til athugasemda. Við mat á því hvort fullyrðingar væru sannar taldi Neytendastofa mikilvægt að horfa til þess að verðsamanburðurinn miðaðist allur við ferðir Aventuraholidays með 30.000 króna auglýstum afslætti, sem hafi verið skilyrtur og tímabundinn en fullyrðingar hafi verið settar fram sjálfstæðar og ekki í tengslum við verðlækkunina. Þá væri verð Adventuraholidays án afsláttarins hærra en verð samkeppnisaðila í einhverjum tilvika. Hvað fullyrðingar um bestu hótelin varðaði hefði Aventuraholidays vísað til þess að félagð biði upp á sum þekktustu hótel Tenerife sem hafi hæstu einkunnir í gæðamati á hótelum en ekki lagt fram gögn eða skýringar um það. Fullyrðingarnar væru þar að auki í efsta stigi lýsingarorðs og án fyrirvara eða skýringa og gera þyrfti strangar kröfur um sönnun þeirra. Taldi Neytendastofa fullyrðingarnar því ósannaðar og til þess fallnar að hafa áhrif á ákvörðun neytenda um viðskipti og því villandi. Neytendastofa bannar Aventuraholidays ehf. að viðhafa slíka viðskiptahætti og tók bannið gildi við móttökun ákvörðunarinnar, sem gefin var út á mánudag, 23. maí. Verði ekki farið að banninu megi búast við að tekin verði ákvörðun um sektir. Neytendur Ferðalög Íslendingar erlendis Spánn Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Sjá meira
Fram kemur í ákvörðun Neytendastofu um málið að henni hafi borist ábending um auglýsingar Aventuraholidays þar sem gerðar voru athugasemdir við verðlækkun sem kynnt var í auglýsingunum og við fullyrðingar um „besta verðið til Tenerife“ og að ferðaskrifstofan tryggði viðskiptavinum „bestu hótelin á miklu betra verði.“ Í svörum félagsins var tiltekið að skýrt kæmi frma hvert verð ferðanna væri með afslætti, til hvaða hótela væri vísað til auk þess sem fram kæmu skýr verðdæmi og lýsing á því hvað væri innifalið í verðinu. Félagið hafnaði því jafnframt að fullyrðingar væru afdráttarlausar og án fyrirvara. Hér má sjá viðlíka auglýsingu og þá sem Neytendastofa gerir athugasemd við, sem finna mátti á heimasíðu Aventura við vinnslu fréttarinnar. Þar auglýsir ferðaskrifstofan besta verðið til Alicante.skjáskot Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að sýnt hafi verið fram á að verðlækkunin væri veruleg og því væri ekki tilefni til athugasemda. Við mat á því hvort fullyrðingar væru sannar taldi Neytendastofa mikilvægt að horfa til þess að verðsamanburðurinn miðaðist allur við ferðir Aventuraholidays með 30.000 króna auglýstum afslætti, sem hafi verið skilyrtur og tímabundinn en fullyrðingar hafi verið settar fram sjálfstæðar og ekki í tengslum við verðlækkunina. Þá væri verð Adventuraholidays án afsláttarins hærra en verð samkeppnisaðila í einhverjum tilvika. Hvað fullyrðingar um bestu hótelin varðaði hefði Aventuraholidays vísað til þess að félagð biði upp á sum þekktustu hótel Tenerife sem hafi hæstu einkunnir í gæðamati á hótelum en ekki lagt fram gögn eða skýringar um það. Fullyrðingarnar væru þar að auki í efsta stigi lýsingarorðs og án fyrirvara eða skýringa og gera þyrfti strangar kröfur um sönnun þeirra. Taldi Neytendastofa fullyrðingarnar því ósannaðar og til þess fallnar að hafa áhrif á ákvörðun neytenda um viðskipti og því villandi. Neytendastofa bannar Aventuraholidays ehf. að viðhafa slíka viðskiptahætti og tók bannið gildi við móttökun ákvörðunarinnar, sem gefin var út á mánudag, 23. maí. Verði ekki farið að banninu megi búast við að tekin verði ákvörðun um sektir.
Neytendur Ferðalög Íslendingar erlendis Spánn Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Sjá meira