Þrír nýir skrifstofustjórar í nýja ráðuneytinu Atli Ísleifsson skrifar 27. maí 2022 11:13 Ari Sigurðsson, Sigríður Valgeirsdóttir og Jón Vilberg Guðjónsson. Stjr Sigríður Valgeirsdóttir, Ari Sigurðsson og Jón Vilberg Guðjónsson hafa öll tekið við stöðum skrifstofustjóra í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu. Ráðherrann Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skipaði þau Sigríði og Ara að undangenginni auglýsingu og þá hefur Jón Vilberg verið fluttur í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu yfirstjórnar í ráðuneytinu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að að loknu heildarmati í kjölfar skýrslu hæfnisnefndar hafi það verið mat ráðherra að Sigríður Valgeirsdóttir og Ari Sigurðsson skyldu skipuð í embættin. „Sigríður Valgeirsdóttir hefur tekið við embætti skrifstofustjóra á skrifstofu stefnumörkunar. Hún lauk BS gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands árið 1988 og doktorsprófi í sameinda- og frumulíffræði við læknadeild Uppsalaháskóla árið 1998. Sigríður lauk stjórnendaþjálfun á vegum Roche og London Business School árið 2011 og alþjóðlegri IPMA gráðu í verkefnastjórnun við Háskólann í Reykjavík árið 2013. Hún hefur m.a. starfað sem verkefnastjóri hjá Urði Verðandi Skuld, sem stjórnandi og framkvæmdastjóri hjá Nimblegen Systems of Iceland LLc / Roche Nimblegen og sem framkvæmdastjóri framleiðslu hjá Roche Nimblegen á Íslandi. Þá starfaði Sigríður sem framkvæmdastjóri hjá Roche Dia Operations / Roche Pharma í Þýskalandi og sem verkefnastjóri hjá Decode Genetics á Íslandi. Frá árinu 2018 hefur hún verið sérfræðingur og staðgengill skrifstofustjóra nýsköpunar í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Samhliða fyrri störfum hefur Sigríður einnig setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja, svo sem hjá lyfjafyrirtækinu EpiEndo Pharmaceuticals, Nopef (The Nordic Project Fund) og í Háskólaráði Háskóla Íslands. Ari Sigurðsson tekur við embætti sem skrifstofustjóri á skrifstofu framkvæmdar og eftirfylgni. Hann hefur lokið viðskiptafræði (cand.oecon.) frá Háskóla Íslands og MBA námi frá Norwegian Business School-B.I. í Osló. Ari, sem einnig er löggiltur verðbréfamiðlari, starfaði m.a. áður sem deildarstjóri hjá Sparibanka Íslands, fjármálastjóri Myllunnar-Brauða, framkvæmdastjóri Hjartaverndar og lána- og deildarstjóri hjá Íslandsbanka, áður Glitni banka. Þá hefur hann sinnt störfum og verkefnum á vegum Stjórnarráðsins, sem sérfræðingur í bankamálum við embætti sérstaks saksóknara og sem sérfræðingur á fjárlagaskrifstofu fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Síðustu ár hefur Ari starfað sem fjármálastjóri Fjármálaeftirlitsins og framkvæmdastjóri fjármála hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Skrifstofa framkvæmdar og eftirfylgni var sett á laggir við stofnun hins nýja háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis 1. febrúar sl. Helstu verkefni skrifstofunnar eru framkvæmd fjárlaga, samningagerð og samskipti við ríkisaðila. Skrifstofa stefnumörkunar var sett á laggir á sama tíma, en þar undir falla framtíðarsýn, fjármálaáætlun, frumvörp og alþjóðasamskipti. Báðar skrifstofur vinna þvert á málaflokka ráðuneytisins og fara þær sameiginlega með útfærslu á fjármálaáætlun og fjárlögum. Þá hefur Jón Vilberg Guðjónsson verið fluttur í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu yfirstjórnar í ráðuneytinu. Skrifstofan fer með samhæfingu í starfi ráðuneytisins, annast samskipti við Alþingi og stofnanir þess og innri stjórnsýslu ráðuneytisins, mannauðsmál forstöðumanna stofnana ráðuneytisins, hefur yfirsýn og fylgist með starfi stjórna, nefnda og verkefnahópa á vegum ráðuneytisins. Þá heyrir skjalasafn og málaskrá ráðuneytisins undir skrifstofuna. Jón gegndi áður embætti skrifstofustjóra á skrifstofu háskóla og vísinda í mennta- og menningarmálaráðuneyti. Jón Vilberg lauk embættisprófi í lögum frá Háskóla Íslands 1988 og LL.M. prófi frá Queen Mary, Lundúnaháskóla, í hugverka- og upplýsingatæknirétti 1998. Hann hefur átt sæti í netöryggisráði, áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda á sviði iðnaðar, verið ritari höfundaréttarnefndar og sinnt kennslu í alþjóðlegum höfundarétti, einkaleyfarétti og upplýsingatæknirétti á háskólastigi,“ segir á vef ráðuneytisins. Vistaskipti Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að að loknu heildarmati í kjölfar skýrslu hæfnisnefndar hafi það verið mat ráðherra að Sigríður Valgeirsdóttir og Ari Sigurðsson skyldu skipuð í embættin. „Sigríður Valgeirsdóttir hefur tekið við embætti skrifstofustjóra á skrifstofu stefnumörkunar. Hún lauk BS gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands árið 1988 og doktorsprófi í sameinda- og frumulíffræði við læknadeild Uppsalaháskóla árið 1998. Sigríður lauk stjórnendaþjálfun á vegum Roche og London Business School árið 2011 og alþjóðlegri IPMA gráðu í verkefnastjórnun við Háskólann í Reykjavík árið 2013. Hún hefur m.a. starfað sem verkefnastjóri hjá Urði Verðandi Skuld, sem stjórnandi og framkvæmdastjóri hjá Nimblegen Systems of Iceland LLc / Roche Nimblegen og sem framkvæmdastjóri framleiðslu hjá Roche Nimblegen á Íslandi. Þá starfaði Sigríður sem framkvæmdastjóri hjá Roche Dia Operations / Roche Pharma í Þýskalandi og sem verkefnastjóri hjá Decode Genetics á Íslandi. Frá árinu 2018 hefur hún verið sérfræðingur og staðgengill skrifstofustjóra nýsköpunar í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Samhliða fyrri störfum hefur Sigríður einnig setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja, svo sem hjá lyfjafyrirtækinu EpiEndo Pharmaceuticals, Nopef (The Nordic Project Fund) og í Háskólaráði Háskóla Íslands. Ari Sigurðsson tekur við embætti sem skrifstofustjóri á skrifstofu framkvæmdar og eftirfylgni. Hann hefur lokið viðskiptafræði (cand.oecon.) frá Háskóla Íslands og MBA námi frá Norwegian Business School-B.I. í Osló. Ari, sem einnig er löggiltur verðbréfamiðlari, starfaði m.a. áður sem deildarstjóri hjá Sparibanka Íslands, fjármálastjóri Myllunnar-Brauða, framkvæmdastjóri Hjartaverndar og lána- og deildarstjóri hjá Íslandsbanka, áður Glitni banka. Þá hefur hann sinnt störfum og verkefnum á vegum Stjórnarráðsins, sem sérfræðingur í bankamálum við embætti sérstaks saksóknara og sem sérfræðingur á fjárlagaskrifstofu fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Síðustu ár hefur Ari starfað sem fjármálastjóri Fjármálaeftirlitsins og framkvæmdastjóri fjármála hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Skrifstofa framkvæmdar og eftirfylgni var sett á laggir við stofnun hins nýja háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis 1. febrúar sl. Helstu verkefni skrifstofunnar eru framkvæmd fjárlaga, samningagerð og samskipti við ríkisaðila. Skrifstofa stefnumörkunar var sett á laggir á sama tíma, en þar undir falla framtíðarsýn, fjármálaáætlun, frumvörp og alþjóðasamskipti. Báðar skrifstofur vinna þvert á málaflokka ráðuneytisins og fara þær sameiginlega með útfærslu á fjármálaáætlun og fjárlögum. Þá hefur Jón Vilberg Guðjónsson verið fluttur í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu yfirstjórnar í ráðuneytinu. Skrifstofan fer með samhæfingu í starfi ráðuneytisins, annast samskipti við Alþingi og stofnanir þess og innri stjórnsýslu ráðuneytisins, mannauðsmál forstöðumanna stofnana ráðuneytisins, hefur yfirsýn og fylgist með starfi stjórna, nefnda og verkefnahópa á vegum ráðuneytisins. Þá heyrir skjalasafn og málaskrá ráðuneytisins undir skrifstofuna. Jón gegndi áður embætti skrifstofustjóra á skrifstofu háskóla og vísinda í mennta- og menningarmálaráðuneyti. Jón Vilberg lauk embættisprófi í lögum frá Háskóla Íslands 1988 og LL.M. prófi frá Queen Mary, Lundúnaháskóla, í hugverka- og upplýsingatæknirétti 1998. Hann hefur átt sæti í netöryggisráði, áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda á sviði iðnaðar, verið ritari höfundaréttarnefndar og sinnt kennslu í alþjóðlegum höfundarétti, einkaleyfarétti og upplýsingatæknirétti á háskólastigi,“ segir á vef ráðuneytisins.
Vistaskipti Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira