Fulltrúar á Barnaþingi segja mikilvægt að yfirvöld hlusti á tillögur barna Heimir Már Pétursson skrifar 27. maí 2022 19:25 Krakkar í ráðgjafahópi sem einnig voru fulltrúar á Barnaþingi í mars afhentu ríkisstjórninni skýrslu um þingið í Ráðherrabústaðnum í dag. Vísir/hmp Fulltrúar á nýafstöðnu Barnaþingi, þar sem meðal annars var lögð áhersla á umhverfis- og mannréttindamál, segja mikilvægt að stjórnvöld hlusti á tillögur barna. Forsætisráðherra segir að sérstök umræða verði á Alþingi um niðurstöður þingsins sem ríkisstjórninni voru afhentar í dag. Hópur ungmenna í ráðgjafahópi umboðsmanns barna og sem sat Barnaþing í byrjun mars mætti í Ráðherrabústaðinn í dag til að afhenda ríkisstjórninni skýrslu með niðurstöðum þingsins. En margir þingmenn og ráðherrar sóttu einnig þingið í Hörpu í mars. Vilhjálmur Hauksson er í ráðgjafahópi umboðsmanns barna og sat þingiðí Hörpu í vor. Hann var mættur fyrir utan Ráðherrabústaðinn ásamt fleirum í morgun til að afhenda skýrslu um þingstörfin. Vilhjálmur Hauksson segir gaman hvað fulltrúar á Barnaþingi voru ólíkir og settu fram mismunandi skoðanir á einstökum málum.Stöð 2 „Mér finnst mjög áhugavert að heyra hvað öðrum finnst. Svo fannst mér ráðherrarnir líka vera mikið að hlusta á okkur. Það kemur svo í ljós hvort þau voru í rauninni að gera það eða ekki,“ segir Vilhjálmur. Hann fer allra sinna ferða í hjólastól. Og þú mætir strax smá hindrun til að komast þangað inn? „Já, mér finnst þetta ekki alveg nógu gott. Því miður. Svo spyr maður bara sjálfan sig hvað ef yrði kosinn einhver fatlaður í ríkisstjórn,“ segir Vilhjálmur en mjög háar og langar tröppur liggja upp í Ráðherrabústaðinn. Börn með fjölbreyttar skoðanir Þórey María sem situr í ráðgjafahópi umboðsmanns barna og var fulltrúi á Barnaþingi sagði gaman hvað margar og ólíkar skoðanir hefðu komið fram áþinginu. „Og það skiptir dálitlu máli þegar við komum og segjum okkar skoðanir og hugmyndir og alls konar, að þá sé hlustað á það,“ sagði Þórey María þegar hún ávarpaði ríkisstjórnina. Hún teldi ríkisstjórnina þó vera að hlusta. „Því ef þið skoðið skýrsluna síðan vel takið þið kannski eftir því að við höfum alveg jafn miklar skoðanir og þið. Þannig að gangi ykkur vel,“ sagði Þórey María við góðar undirtektir ráðherra. Ráðherrar tóku vel í málflutning krakkanna í ráðgjafahópi umboðsmanns barna.Stöð 2 Ráðherrunum var síðan öllum afhent eintak af skýrslunni og sérmerktir pokar þingsins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði mikið hafa verið vitnað í Barnaþingið á Alþingi og ljóst að þingið hefði haft áhrif á þingmenn allra flokka sem sóttu það. Nýja skýrslan verði rædd sérstaklega á Alþingi. „Eitt af því sem var rætt sérstaklega man ég í einni umræðu sem ég tók þátt í, var að það ætti að taka tillit til þess að börn eru ekki eins. Það komist ekki öll börn upp alla stiga, eins og það var orðað á þinginu og þetta sat svolítið í mörgum þingmönnum,“ sagði forsætisráðherra í stuttu ávarpi til fulltrúa Barnaþings. Við sáum þegar þau mættu núna að það veitti ekki af að rampa upp Ráðherrabústaðinn? „Já, aðgengismálin eru ekki í nógu góðum farvegi. Við erum að vinna að breytingum núna á stjórnarráðinu. En þetta er eitthvað sem við þekkjum aldeilis og höfum verið að vinna að. Það er að breyta aðgengismálunum,“ sagði Katrín. Vilhjálmur, þú er ánægður að heyra það? „Já, ég er það. Segi bara takk fyrir og ánægður að heyra að það sé verið að vinna í þessu,” sagði Vilhjálmur og Katrín bætti við: „Það ætti að vera löngu búið auðvitað.“ En framkvæmdir standa nú yfir við bakhlið Ráðherrabústaðarins og til þess að allrar sanngirni sé gætt þá var rampur þar við bakdyrnar áður. En eins og sést í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt standa yfir töluverðar framkvæmdir bakvið húsið vegna leka sem kom í snjóunum miklu í vetur. Þannig aðþetta stendur allt til bóta. Réttindi barna Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Hópur ungmenna í ráðgjafahópi umboðsmanns barna og sem sat Barnaþing í byrjun mars mætti í Ráðherrabústaðinn í dag til að afhenda ríkisstjórninni skýrslu með niðurstöðum þingsins. En margir þingmenn og ráðherrar sóttu einnig þingið í Hörpu í mars. Vilhjálmur Hauksson er í ráðgjafahópi umboðsmanns barna og sat þingiðí Hörpu í vor. Hann var mættur fyrir utan Ráðherrabústaðinn ásamt fleirum í morgun til að afhenda skýrslu um þingstörfin. Vilhjálmur Hauksson segir gaman hvað fulltrúar á Barnaþingi voru ólíkir og settu fram mismunandi skoðanir á einstökum málum.Stöð 2 „Mér finnst mjög áhugavert að heyra hvað öðrum finnst. Svo fannst mér ráðherrarnir líka vera mikið að hlusta á okkur. Það kemur svo í ljós hvort þau voru í rauninni að gera það eða ekki,“ segir Vilhjálmur. Hann fer allra sinna ferða í hjólastól. Og þú mætir strax smá hindrun til að komast þangað inn? „Já, mér finnst þetta ekki alveg nógu gott. Því miður. Svo spyr maður bara sjálfan sig hvað ef yrði kosinn einhver fatlaður í ríkisstjórn,“ segir Vilhjálmur en mjög háar og langar tröppur liggja upp í Ráðherrabústaðinn. Börn með fjölbreyttar skoðanir Þórey María sem situr í ráðgjafahópi umboðsmanns barna og var fulltrúi á Barnaþingi sagði gaman hvað margar og ólíkar skoðanir hefðu komið fram áþinginu. „Og það skiptir dálitlu máli þegar við komum og segjum okkar skoðanir og hugmyndir og alls konar, að þá sé hlustað á það,“ sagði Þórey María þegar hún ávarpaði ríkisstjórnina. Hún teldi ríkisstjórnina þó vera að hlusta. „Því ef þið skoðið skýrsluna síðan vel takið þið kannski eftir því að við höfum alveg jafn miklar skoðanir og þið. Þannig að gangi ykkur vel,“ sagði Þórey María við góðar undirtektir ráðherra. Ráðherrar tóku vel í málflutning krakkanna í ráðgjafahópi umboðsmanns barna.Stöð 2 Ráðherrunum var síðan öllum afhent eintak af skýrslunni og sérmerktir pokar þingsins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði mikið hafa verið vitnað í Barnaþingið á Alþingi og ljóst að þingið hefði haft áhrif á þingmenn allra flokka sem sóttu það. Nýja skýrslan verði rædd sérstaklega á Alþingi. „Eitt af því sem var rætt sérstaklega man ég í einni umræðu sem ég tók þátt í, var að það ætti að taka tillit til þess að börn eru ekki eins. Það komist ekki öll börn upp alla stiga, eins og það var orðað á þinginu og þetta sat svolítið í mörgum þingmönnum,“ sagði forsætisráðherra í stuttu ávarpi til fulltrúa Barnaþings. Við sáum þegar þau mættu núna að það veitti ekki af að rampa upp Ráðherrabústaðinn? „Já, aðgengismálin eru ekki í nógu góðum farvegi. Við erum að vinna að breytingum núna á stjórnarráðinu. En þetta er eitthvað sem við þekkjum aldeilis og höfum verið að vinna að. Það er að breyta aðgengismálunum,“ sagði Katrín. Vilhjálmur, þú er ánægður að heyra það? „Já, ég er það. Segi bara takk fyrir og ánægður að heyra að það sé verið að vinna í þessu,” sagði Vilhjálmur og Katrín bætti við: „Það ætti að vera löngu búið auðvitað.“ En framkvæmdir standa nú yfir við bakhlið Ráðherrabústaðarins og til þess að allrar sanngirni sé gætt þá var rampur þar við bakdyrnar áður. En eins og sést í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt standa yfir töluverðar framkvæmdir bakvið húsið vegna leka sem kom í snjóunum miklu í vetur. Þannig aðþetta stendur allt til bóta.
Réttindi barna Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira