Óttast um líf sitt verði þau send til Grikklands Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. maí 2022 19:17 Fatima Mohamud kom hingað til lands frá Sómalíu með viðkomu í Grikklandi og óttast að verða send aftur til Grikklands. Vísir Flóttafólk sem til stendur að senda úr landi óttast um líf sitt verði það sent til Grikklands, þar sem þeirra bíði ekkert nema líf á götunni. Fyrirhuguðum fjöldabrottvísunum var mótmælt á Austurvelli í dag. Mótmælin hófust á fimmta tímanum í dag en fyrr í dag hittust liðsmenn ungliðahreyfingar Íslandsdeildar Amnesty International og stóðu að skiltagerð, sem öllum mótmælendum var frjálst að taka þátt í. Þaðan lá leið þeirra á Austurvöll, en þar hafði fólk safnast saman með til þess að mótmæla fyrirhuguðum brottvísunum. Í hópi mótmælenda var flóttafólk sem til stendur að vísa úr landi. „Við erum frá Sómalíu og þar geisar stríð. Þar ríkir enginn friður. Við komum til Grikklands frá Sómalíu. Lífið í Grikklandi er mjög erfitt. Við sofum á götum úti. Þar er engan mat að fá eða gistirými. Þar er ekki friðsælt og við viljum ekki láta flytja okkur aftur þangað,“ segir Fatima Mohamud. Þó til standi að vísa fólkinu úr landi, veit það ekki nákvæmlega hvenær sá dagur kemur, þó stjórnvöld segi daginn nálgast. „Við vitum ekki nákvæmlega hvenær en okkur er sagt að við eigum að vera tilbúin að fara aftur til Grikklands og verða flutt úr landi,” bætir Fatima við. Nokkur fjöldi kom saman á Austurvelli í dag.Vísir Vildi sýna fólkinu stuðning Þá voru fleiri mótmælendur sem lögðu leið sína á Austurvöll til að sýna samstöðu með flóttafólki. Khattabi Al Muohammad er flóttamaður frá Sýrlandi sem hefur verið á Íslandi frá árinu 2016. Hvers vegna komstu hingað í dag? „Ég kom til að styðja þetta fólk því við erum á sama báti. Ég hef verið hér í um sjö ár en veit ekki hvenær dómsmálaráðherra segir mér að fara.“ Flóttafólkið sem til stendur að senda til Grikklands óttast að enda þar á götunni. „Við viljum að ríkisstjórnin hjálpi okkur og veiti okkur tækifæri til að búa hér,“ segir Fatima. Flóttafólk á Íslandi Grikkland Sómalía Tengdar fréttir „Þetta er framkvæmd sem í raun hefði aldrei átt að koma til tals“ Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli síðdegis í dag vegna fyrirhugaðrar fjöldabrottvísunar stjórnvalda á flóttafólki hér á landi. Skipuleggjandi segir að þó fækkað hafi í hópi þeirra sem vísa eigi úr landi sé krafa mótmælenda sú að allur hópurinn fái að dvelja hér. 28. maí 2022 13:25 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
Mótmælin hófust á fimmta tímanum í dag en fyrr í dag hittust liðsmenn ungliðahreyfingar Íslandsdeildar Amnesty International og stóðu að skiltagerð, sem öllum mótmælendum var frjálst að taka þátt í. Þaðan lá leið þeirra á Austurvöll, en þar hafði fólk safnast saman með til þess að mótmæla fyrirhuguðum brottvísunum. Í hópi mótmælenda var flóttafólk sem til stendur að vísa úr landi. „Við erum frá Sómalíu og þar geisar stríð. Þar ríkir enginn friður. Við komum til Grikklands frá Sómalíu. Lífið í Grikklandi er mjög erfitt. Við sofum á götum úti. Þar er engan mat að fá eða gistirými. Þar er ekki friðsælt og við viljum ekki láta flytja okkur aftur þangað,“ segir Fatima Mohamud. Þó til standi að vísa fólkinu úr landi, veit það ekki nákvæmlega hvenær sá dagur kemur, þó stjórnvöld segi daginn nálgast. „Við vitum ekki nákvæmlega hvenær en okkur er sagt að við eigum að vera tilbúin að fara aftur til Grikklands og verða flutt úr landi,” bætir Fatima við. Nokkur fjöldi kom saman á Austurvelli í dag.Vísir Vildi sýna fólkinu stuðning Þá voru fleiri mótmælendur sem lögðu leið sína á Austurvöll til að sýna samstöðu með flóttafólki. Khattabi Al Muohammad er flóttamaður frá Sýrlandi sem hefur verið á Íslandi frá árinu 2016. Hvers vegna komstu hingað í dag? „Ég kom til að styðja þetta fólk því við erum á sama báti. Ég hef verið hér í um sjö ár en veit ekki hvenær dómsmálaráðherra segir mér að fara.“ Flóttafólkið sem til stendur að senda til Grikklands óttast að enda þar á götunni. „Við viljum að ríkisstjórnin hjálpi okkur og veiti okkur tækifæri til að búa hér,“ segir Fatima.
Flóttafólk á Íslandi Grikkland Sómalía Tengdar fréttir „Þetta er framkvæmd sem í raun hefði aldrei átt að koma til tals“ Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli síðdegis í dag vegna fyrirhugaðrar fjöldabrottvísunar stjórnvalda á flóttafólki hér á landi. Skipuleggjandi segir að þó fækkað hafi í hópi þeirra sem vísa eigi úr landi sé krafa mótmælenda sú að allur hópurinn fái að dvelja hér. 28. maí 2022 13:25 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
„Þetta er framkvæmd sem í raun hefði aldrei átt að koma til tals“ Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli síðdegis í dag vegna fyrirhugaðrar fjöldabrottvísunar stjórnvalda á flóttafólki hér á landi. Skipuleggjandi segir að þó fækkað hafi í hópi þeirra sem vísa eigi úr landi sé krafa mótmælenda sú að allur hópurinn fái að dvelja hér. 28. maí 2022 13:25