Áætlað verðmæti þýfisins 43 milljónir króna Atli Ísleifsson skrifar 31. maí 2022 11:18 Maðurinn er sakfelldur fyrir 28 þjófnaðarbrot á tímabilinu september 2021 til mars 2022þ Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt þrítugan karlmann í átján mánaða fangelsi fyrir fjölda þjófnaðar- og fíkniefnabrota. Maðurinn var meðal annars sakfelldur fyrir 28 þjófnaðarbrot þar sem áætlað verðmæti alls þýfisins nam ríflega 43 milljónum króna. Í dómsorðum segir að fresta skuli fullnustu refsingarinnar og hún niður falla að liðnum fimm árum liðnum, haldi maðurinn almennt skilorð. Fjármagna neyslu Í dómnum kemur fram að sakaferill mannsins nái aftur til ársins 2009 og að hann eigi nokkra dóma á bakinu. Hann sé nú sakfelldur fyrir 28 þjófnaðarbrot á tímabilinu september 2021 til mars 2022, auk stuldar á bíl og brota gegn umferðarlögum, lyfjalögum og fíkniefnalöggjöf. Segir að maðurinn hafi átt við fíknivanda að stríða og hafið brotahrinuna haustið 2021 til að fjármagna neysluna. Hann hafi hins vegar þá verið á beinu brautinni frá árinu 2014. Í ákæru má sjá að maðurinn hafi ítrekað brotist inn og stolið verðmætum verkfærum í nýbyggingum og á vinnusvæðum, sem og brotist inn í íþróttahús og einbýlishús. Sérstaklega stórfelld þjófnaðarbrot Við ákvörðun refsingar er litið til þess að þjófnaðarbrotin hafi verið sérstaklega stórfelld í skilningi laga, bæði vegna hins mikla fjölda brota heldur einnig vegna verðmætis þess sem stolið var. Stærstur hluti þýfisins hafi þó komist aftur til skila. Þó segir að maðurinn hafi gengist greiðlega við öllum brotum, játað sök fyrir dómi og samþykkt bótakröfu upp á rúma hálfa milljón króna í málinu. Hafi hann jafnframt nú virst hafa náð einhverjum tökum á lífi sínu, sæki reglulega AA-fundi og stefni að því að komast aftur út á vinnumarkað. Þá eigi hann ungt barn úr fyrra sambandi og því telji dómari rétt að fresta fullnustu refsingarinnar líkt og áður sagði. Maðurinn er jafnframt sviptur ökurétti í átján mánuði og þá eru gerð upptæk tæplega 100 grömm af amfetamíni og 110 stykki af læknislyflum. Ennfremur segir að maðurinn skuli greiða rúma milljón króna í sakarkostnað. Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Í dómsorðum segir að fresta skuli fullnustu refsingarinnar og hún niður falla að liðnum fimm árum liðnum, haldi maðurinn almennt skilorð. Fjármagna neyslu Í dómnum kemur fram að sakaferill mannsins nái aftur til ársins 2009 og að hann eigi nokkra dóma á bakinu. Hann sé nú sakfelldur fyrir 28 þjófnaðarbrot á tímabilinu september 2021 til mars 2022, auk stuldar á bíl og brota gegn umferðarlögum, lyfjalögum og fíkniefnalöggjöf. Segir að maðurinn hafi átt við fíknivanda að stríða og hafið brotahrinuna haustið 2021 til að fjármagna neysluna. Hann hafi hins vegar þá verið á beinu brautinni frá árinu 2014. Í ákæru má sjá að maðurinn hafi ítrekað brotist inn og stolið verðmætum verkfærum í nýbyggingum og á vinnusvæðum, sem og brotist inn í íþróttahús og einbýlishús. Sérstaklega stórfelld þjófnaðarbrot Við ákvörðun refsingar er litið til þess að þjófnaðarbrotin hafi verið sérstaklega stórfelld í skilningi laga, bæði vegna hins mikla fjölda brota heldur einnig vegna verðmætis þess sem stolið var. Stærstur hluti þýfisins hafi þó komist aftur til skila. Þó segir að maðurinn hafi gengist greiðlega við öllum brotum, játað sök fyrir dómi og samþykkt bótakröfu upp á rúma hálfa milljón króna í málinu. Hafi hann jafnframt nú virst hafa náð einhverjum tökum á lífi sínu, sæki reglulega AA-fundi og stefni að því að komast aftur út á vinnumarkað. Þá eigi hann ungt barn úr fyrra sambandi og því telji dómari rétt að fresta fullnustu refsingarinnar líkt og áður sagði. Maðurinn er jafnframt sviptur ökurétti í átján mánuði og þá eru gerð upptæk tæplega 100 grömm af amfetamíni og 110 stykki af læknislyflum. Ennfremur segir að maðurinn skuli greiða rúma milljón króna í sakarkostnað.
Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira