Crawley Town reyndi að ráða þjálfara Englands- og bikarmeistara Chelsea Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. maí 2022 16:30 Emma Hayes fagnar sigri í FA bikarnum á dögunum. Liðið vann tvöfalt í ár. EPA-EFE/NEIL HALL Crawley Town sem leikur í ensku D-deildinni íhugaði að ráða Emmu Hayes, þjálfara Englands- og bikarmeistara Chelsea. Hún afþakkaði pent. Hin 45 ára gamla Hayes hefur stýrt Chelsea í áratug. Undir hennar stjórn hefur Chelsea orðið að besta liði Englands en liðið hefur nú unnið ensku úrvalsdeildina undanfarin þrjú tímabil. Alls hefur Hayes fimm sinnum stýrt liðinu til sigurs í efstu deild. Ofan á það hefur liðið unnið FA-bikarinn fjórum sinnum og deildarbikarinn tvisvar. Það kemur því ekki á óvart að lið karla megin íhugi að reyna sannfæra Hayes um að taka við enda augljóslega um mjög færan þjálfara að ræða. Forráðamenn Crawley Town hafa greinilega ekki fylgst vel með fréttum undnafarið ár eða svo þar sem það er ekki það langt síðan AFC Wimbledon – sem leikur deild ofar en Crawley – reyndi að fá Hayes til að skipta um starfsvettvang. Hayes benti Wimbledon einfaldlega á þá staðreynd að ekki væri til nægur peningur í heiminum til að hún myndi skipta um starf og að persónulega hún engan áhuga á að fara frá því að berjast um titla með Chelsea yfir í að stýra liði í C-deild enskrar knattspyrnu. Það kemur því lítið á óvart að Crawley hafi nú þegar hafið viðræður við aðra þjálfara um að taka mögulega við liðinu. Crawley Town explored the possibility of recruiting Chelsea Women's boss Emma Hayes as their new manager, however are now pursuing another target and are interested in Arsenal U23 coach Kevin Betsy pic.twitter.com/dii3MurXoS— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 31, 2022 Crawley Town endaði í 12. sæti ensku D-deildarinnar á meðan Chelsea hafði betur í baráttunni við Arsenal um Englandsmeistaratitilinn og lagði Manchester City í úrslitaleik FA bikarsins. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Hin 45 ára gamla Hayes hefur stýrt Chelsea í áratug. Undir hennar stjórn hefur Chelsea orðið að besta liði Englands en liðið hefur nú unnið ensku úrvalsdeildina undanfarin þrjú tímabil. Alls hefur Hayes fimm sinnum stýrt liðinu til sigurs í efstu deild. Ofan á það hefur liðið unnið FA-bikarinn fjórum sinnum og deildarbikarinn tvisvar. Það kemur því ekki á óvart að lið karla megin íhugi að reyna sannfæra Hayes um að taka við enda augljóslega um mjög færan þjálfara að ræða. Forráðamenn Crawley Town hafa greinilega ekki fylgst vel með fréttum undnafarið ár eða svo þar sem það er ekki það langt síðan AFC Wimbledon – sem leikur deild ofar en Crawley – reyndi að fá Hayes til að skipta um starfsvettvang. Hayes benti Wimbledon einfaldlega á þá staðreynd að ekki væri til nægur peningur í heiminum til að hún myndi skipta um starf og að persónulega hún engan áhuga á að fara frá því að berjast um titla með Chelsea yfir í að stýra liði í C-deild enskrar knattspyrnu. Það kemur því lítið á óvart að Crawley hafi nú þegar hafið viðræður við aðra þjálfara um að taka mögulega við liðinu. Crawley Town explored the possibility of recruiting Chelsea Women's boss Emma Hayes as their new manager, however are now pursuing another target and are interested in Arsenal U23 coach Kevin Betsy pic.twitter.com/dii3MurXoS— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 31, 2022 Crawley Town endaði í 12. sæti ensku D-deildarinnar á meðan Chelsea hafði betur í baráttunni við Arsenal um Englandsmeistaratitilinn og lagði Manchester City í úrslitaleik FA bikarsins.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira