Wales á HM í fyrsta sinn í 64 ár Valur Páll Eiríksson skrifar 5. júní 2022 17:56 Gareth Bale átti aukaspyrnu sem Andriy Yarmolenko skallaði í eigið net. Ian Cook - CameraSport via Getty Images Wales er komið á heimsmeistaramót karla í fótbolta í annað sinn í sögu landsins. Liðið vann 1-0 sigur á Úkraínu í umspilsleik um HM-sæti í Cardiff í dag. Leikur dagsins átti upprunalega að fara fram í mars, en þá tryggðu bæði Portúgal og Pólland sér sæti á HM í gegnum umspilið. Wales tryggði sér þá sæti í úrslitaleiknum með 2-1 sigri á Austurríki en vegna stríðsins í Úkraínu var leik liðsins við Skotland í undanúrslitunum frestað fram á sumar. Úkraína vann öruggan 3-1 sigur á Skotlandi í vikunni og því ljóst að liðin tvö myndu keppa um sæti í á HM í Katar. 6 4 - Wales set a new record for biggest gap between World Cup appearances64 years - Wales (1958-2022)56 - Egypt (1934-1990)56 - Norway (1938-1994)#walesukraine #FIFAWorldCup— Gracenote Live (@GracenoteLive) June 5, 2022 Úkraínumenn voru sterkari aðilinn framan af en tókst illa að skapa sér færi. Wales náði forystunni á 34. mínútu þegar Gareth Bale, sem vann nýverið fimmta Meistaradeildartitil sinn með Real Madrid, skaut að marki úr aukaspyrnu en Andriy Yarmolenko, sem er nýfarinn frá liði West Ham, gerði tilraun til að skalla skot Bales frá. Það gekk ekki betur en svo að Yarmolenko skallaði boltann framhjá Georgiy Bushchan, markverði Úkraínu, í eigið net. Bæði lið áttu sín færi í síðari hálfleik en bæði Bushchan og Wayne Hennessey, sem lék sinn 102. landsleik milli stanga Wales, stóðu sig vel. Mörkin urðu ekki fleiri og því réði sjálfsmark Yarmolenko úrslitum. Wales er því komið á HM í annað sinn í sögu landsins, í fyrsta skipti síðan 1958. Wales verður í B-riðli með Englandi, Bandaríkjunum og Íran og spilar sinn fyrsta leik við Bandaríkin þann 21. nóvember. HM 2022 í Katar Wales Mest lesið „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Körfubolti Daði leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótboltamaður lést eftir samstuð inn á vellinum „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Ancelotti: Mbappé er ekki ofbeldisfullur en þetta var augljóst rautt spjald Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Sjá meira
Leikur dagsins átti upprunalega að fara fram í mars, en þá tryggðu bæði Portúgal og Pólland sér sæti á HM í gegnum umspilið. Wales tryggði sér þá sæti í úrslitaleiknum með 2-1 sigri á Austurríki en vegna stríðsins í Úkraínu var leik liðsins við Skotland í undanúrslitunum frestað fram á sumar. Úkraína vann öruggan 3-1 sigur á Skotlandi í vikunni og því ljóst að liðin tvö myndu keppa um sæti í á HM í Katar. 6 4 - Wales set a new record for biggest gap between World Cup appearances64 years - Wales (1958-2022)56 - Egypt (1934-1990)56 - Norway (1938-1994)#walesukraine #FIFAWorldCup— Gracenote Live (@GracenoteLive) June 5, 2022 Úkraínumenn voru sterkari aðilinn framan af en tókst illa að skapa sér færi. Wales náði forystunni á 34. mínútu þegar Gareth Bale, sem vann nýverið fimmta Meistaradeildartitil sinn með Real Madrid, skaut að marki úr aukaspyrnu en Andriy Yarmolenko, sem er nýfarinn frá liði West Ham, gerði tilraun til að skalla skot Bales frá. Það gekk ekki betur en svo að Yarmolenko skallaði boltann framhjá Georgiy Bushchan, markverði Úkraínu, í eigið net. Bæði lið áttu sín færi í síðari hálfleik en bæði Bushchan og Wayne Hennessey, sem lék sinn 102. landsleik milli stanga Wales, stóðu sig vel. Mörkin urðu ekki fleiri og því réði sjálfsmark Yarmolenko úrslitum. Wales er því komið á HM í annað sinn í sögu landsins, í fyrsta skipti síðan 1958. Wales verður í B-riðli með Englandi, Bandaríkjunum og Íran og spilar sinn fyrsta leik við Bandaríkin þann 21. nóvember.
HM 2022 í Katar Wales Mest lesið „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Körfubolti Daði leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótboltamaður lést eftir samstuð inn á vellinum „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Ancelotti: Mbappé er ekki ofbeldisfullur en þetta var augljóst rautt spjald Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Sjá meira