Dæmdur í tveggja leikja bann eftir að stuðst var við myndbandsupptöku Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júní 2022 12:02 Omar Sowe í leik með Blikum gegn Víking fyrr á leiktíðinni. Vísir/Hulda Margrét Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur dæmt Omar Sowe, framherja Breiðabliks í Bestu deild karla í fótbolta, í tveggja leikja bann. Omar Sowe var í byrjunarliði Breiðabliks er liðið sótti Leikni Reykjavík í Breiðholt þann 29. maí síðastliðinn. Breiðablik vann leikinn 2-1 þökk sé tveimur mörkum Ísaks Snæs Þorvaldssonar. Sowe var tekinn af velli á 62. mínútu en hann var heppinn að fá ekki rautt spjald vegna atviks sem átti sér stað í leiknum. Á myndbandsupptöku af leiknum má sjá Sowe bersýnilega gefa Brynjari Hlöðverssyni olnbogaskot. „Hann var svolítið blóðheitur. Hann gaf mér olnbogaskot tvisvar. Það var sérstaklega vont í seinna skiptið. Auðvitað er ég að djöflast í mönnum og reyna að fá þá til að missa hausinn, sem hann gerði. Þá verður maður líka að treysta á dómarar sjái þetta. Maðurinn átti að fara út af,“ sagði Brynjar í viðtali við Fótbolti.net að leik loknum. Einar Ingi Jóhannsson, dómari, sá atvikið greinilega ekki og því hélt leikurinn áfram eins og ekkert hefði í skorist. Nú hefur Sowe hins vegar verið dæmdur í tveggja leikja bann. Mun hann missa ef leikjum Breiðabliks við Val þann 16. júní og KA fjórum dögum síðar. „Er það mat nefndarinnar að atvik það sem vitnað er til í greinargerð framkvæmdastjóra frá 31. maí sl. og jafnframt birtist á myndskeiði sem fylgir með greinargerð framkvæmdastjóra, sé alvarlegt agabrot. Atvik hafi hvorki dómari né aðstoðarmenn hans séð,“ segir í úrskurði aganefndar KSÍ. Sowe hefur skorað tvö mörk í átta leikjum Breiðabliks á leiktíðinni en liðið er með fullt hús stiga að loknum átta umferðum í Bestu deildinni og þá vann liðið öruggan sigur á Val í Mjólkurbikarnum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin rúllar áfram Sport Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
Omar Sowe var í byrjunarliði Breiðabliks er liðið sótti Leikni Reykjavík í Breiðholt þann 29. maí síðastliðinn. Breiðablik vann leikinn 2-1 þökk sé tveimur mörkum Ísaks Snæs Þorvaldssonar. Sowe var tekinn af velli á 62. mínútu en hann var heppinn að fá ekki rautt spjald vegna atviks sem átti sér stað í leiknum. Á myndbandsupptöku af leiknum má sjá Sowe bersýnilega gefa Brynjari Hlöðverssyni olnbogaskot. „Hann var svolítið blóðheitur. Hann gaf mér olnbogaskot tvisvar. Það var sérstaklega vont í seinna skiptið. Auðvitað er ég að djöflast í mönnum og reyna að fá þá til að missa hausinn, sem hann gerði. Þá verður maður líka að treysta á dómarar sjái þetta. Maðurinn átti að fara út af,“ sagði Brynjar í viðtali við Fótbolti.net að leik loknum. Einar Ingi Jóhannsson, dómari, sá atvikið greinilega ekki og því hélt leikurinn áfram eins og ekkert hefði í skorist. Nú hefur Sowe hins vegar verið dæmdur í tveggja leikja bann. Mun hann missa ef leikjum Breiðabliks við Val þann 16. júní og KA fjórum dögum síðar. „Er það mat nefndarinnar að atvik það sem vitnað er til í greinargerð framkvæmdastjóra frá 31. maí sl. og jafnframt birtist á myndskeiði sem fylgir með greinargerð framkvæmdastjóra, sé alvarlegt agabrot. Atvik hafi hvorki dómari né aðstoðarmenn hans séð,“ segir í úrskurði aganefndar KSÍ. Sowe hefur skorað tvö mörk í átta leikjum Breiðabliks á leiktíðinni en liðið er með fullt hús stiga að loknum átta umferðum í Bestu deildinni og þá vann liðið öruggan sigur á Val í Mjólkurbikarnum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin rúllar áfram Sport Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira