Salah og Kerr best | Son ekki í liði ársins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. júní 2022 10:30 Sam Kerr, besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar 2021 til 2022. EPA-EFE/NEIL HALL Leikmannasamtök Englands, PFA, völdu Mohamed Salah, leikmann Liverpool, og Sam Kerr, leikmann Chelsea, sem bestu leikmenn tímabilsins 2021/2022 á Englandi. Manchester City átti bestu ungu leikmennina og þá vakti athygli að Son Heung-Min var ekki í liði ársins. Í gærkvöld tilkynnti PFA hvaða leikmenn hefðu verið kosnir bestir í úrvalsdeild karla og kvenna í enska fótboltanum. Einnig voru bestu ungu leikmenn deildanna tilkynntir sem og úrvalslið beggja deilda. Mohamed Salah, framherji Liverpool og markakóngur úrvalsdeildar karla ásamt Son Heung-Min, var kosinn bestur. Hinn 29 ára gamli Egypti var að vinna verðlaunin í annað sinn. There is no greater honour than winning an award that my colleagues voted on. I am very grateful to all of you! pic.twitter.com/AH0FOSapXI— Mohamed Salah (@MoSalah) June 9, 2022 Sam Kerr, framherji Englandsmeistara Chelsea og markadrottning úrvalsdeildar kvenna, var kosin best. Hin 28 ára gamli Ástrali var að vinna verðlaunin í fyrsta sinn. The PFA Players Player of the Year 2022 | @samkerr1 @ChelseaFCW @TheMatildas #PFAawards #POTY pic.twitter.com/G8sw7jmIxC— Professional Footballers' Association (@PFA) June 9, 2022 Man City kom sá og sigraði þegar kom að bestu ungu leikmönnum deildanna. Phil Foden og Lauren Hemp hlutu þá viðurkenningu. Hinn 22 ára gamli Foden var að vinna í annað sinn á meðan hin 21 árs gamla Hemp var að vinna fjórða árið í röð. Geri aðrir betur. The very best bits from @PhilFoden s PFA Young Player of the Year winning campaign! #ManCity pic.twitter.com/apuDvw84Aq— Manchester City (@ManCity) June 9, 2022 Honoured to be named PFA Young Player Of The Year. Thank you so much to the players that voted for me, it means a lot pic.twitter.com/h5sHsejwDw— Lauren Hemp (@lauren__hemp) June 9, 2022 Lið ársins Það vekur mikla athygli að Liverpool á fleiri leikmenn í liði ársins en Englandsmeistarar Manchester City. Því hefur verið fleygt fram að kosningin fari venjulega fram í febrúar og því á hún til að gefa ranga mynd af tímabilinu í heild sinni. Það sem vakti enn meiri undrun var að Suður-Kóreumaðurinn Son, markahæsti leikmaður deildarinnar, var hvergi sjáanlegur á meðan Sadio Mané og Cristiano Ronaldo voru með Salah í fremstu línu. The PFA Premier League Team of the Year! @Alissonbecker João Cancelo @VirgilvDijk @ToniRuediger @TrentAA @DeBruyneKev @Thiago6 @BernardoCSilva @MoSalah @Cristiano Sadio Mané#PFAawards | #TOTY pic.twitter.com/x1MPQBOHrF— Professional Footballers' Association (@PFA) June 9, 2022 Það var lítið um umdeildar ákvarðanir í kvennaflokki en Englandsmeistarar Chelsea eiga fjóra leikmenn, silfurlið Arsenal þrjá sem og bronslið Man City. Hin spænska Ona Batlle, leikmaður Manchester United, er sú eina sem ekki leikur með efstu þremur liðum deildarinnar. The PFA WSL Team of the Year! @berger_ann @AlexGreenwood @leahcwilliamson @Mdawg1bright @OnaBatlle Kim Little @itscarolineweir @guro_reiten @lauren__hemp @samkerr1 @VivianneMiedema #PFAawards | #TOTY pic.twitter.com/6Hx8vVGQrp— Professional Footballers' Association (@PFA) June 9, 2022 Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Sjá meira
Í gærkvöld tilkynnti PFA hvaða leikmenn hefðu verið kosnir bestir í úrvalsdeild karla og kvenna í enska fótboltanum. Einnig voru bestu ungu leikmenn deildanna tilkynntir sem og úrvalslið beggja deilda. Mohamed Salah, framherji Liverpool og markakóngur úrvalsdeildar karla ásamt Son Heung-Min, var kosinn bestur. Hinn 29 ára gamli Egypti var að vinna verðlaunin í annað sinn. There is no greater honour than winning an award that my colleagues voted on. I am very grateful to all of you! pic.twitter.com/AH0FOSapXI— Mohamed Salah (@MoSalah) June 9, 2022 Sam Kerr, framherji Englandsmeistara Chelsea og markadrottning úrvalsdeildar kvenna, var kosin best. Hin 28 ára gamli Ástrali var að vinna verðlaunin í fyrsta sinn. The PFA Players Player of the Year 2022 | @samkerr1 @ChelseaFCW @TheMatildas #PFAawards #POTY pic.twitter.com/G8sw7jmIxC— Professional Footballers' Association (@PFA) June 9, 2022 Man City kom sá og sigraði þegar kom að bestu ungu leikmönnum deildanna. Phil Foden og Lauren Hemp hlutu þá viðurkenningu. Hinn 22 ára gamli Foden var að vinna í annað sinn á meðan hin 21 árs gamla Hemp var að vinna fjórða árið í röð. Geri aðrir betur. The very best bits from @PhilFoden s PFA Young Player of the Year winning campaign! #ManCity pic.twitter.com/apuDvw84Aq— Manchester City (@ManCity) June 9, 2022 Honoured to be named PFA Young Player Of The Year. Thank you so much to the players that voted for me, it means a lot pic.twitter.com/h5sHsejwDw— Lauren Hemp (@lauren__hemp) June 9, 2022 Lið ársins Það vekur mikla athygli að Liverpool á fleiri leikmenn í liði ársins en Englandsmeistarar Manchester City. Því hefur verið fleygt fram að kosningin fari venjulega fram í febrúar og því á hún til að gefa ranga mynd af tímabilinu í heild sinni. Það sem vakti enn meiri undrun var að Suður-Kóreumaðurinn Son, markahæsti leikmaður deildarinnar, var hvergi sjáanlegur á meðan Sadio Mané og Cristiano Ronaldo voru með Salah í fremstu línu. The PFA Premier League Team of the Year! @Alissonbecker João Cancelo @VirgilvDijk @ToniRuediger @TrentAA @DeBruyneKev @Thiago6 @BernardoCSilva @MoSalah @Cristiano Sadio Mané#PFAawards | #TOTY pic.twitter.com/x1MPQBOHrF— Professional Footballers' Association (@PFA) June 9, 2022 Það var lítið um umdeildar ákvarðanir í kvennaflokki en Englandsmeistarar Chelsea eiga fjóra leikmenn, silfurlið Arsenal þrjá sem og bronslið Man City. Hin spænska Ona Batlle, leikmaður Manchester United, er sú eina sem ekki leikur með efstu þremur liðum deildarinnar. The PFA WSL Team of the Year! @berger_ann @AlexGreenwood @leahcwilliamson @Mdawg1bright @OnaBatlle Kim Little @itscarolineweir @guro_reiten @lauren__hemp @samkerr1 @VivianneMiedema #PFAawards | #TOTY pic.twitter.com/6Hx8vVGQrp— Professional Footballers' Association (@PFA) June 9, 2022
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Sjá meira