Ekki í fyrsta sinn sem þingmaður stökkvi upp í pontu án þess að kynna sér málið Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. júní 2022 13:32 Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur og Benedikt Jóhannesson greinir á um breytingu lífeyrissjóða á áunnum lífeyrisréttindum. Samsett mynd Lífeyrissjóður verzlunarmanna og Gildi lífeyrissjóður ákváðu í gær að breyta áunnum lífeyrisréttindum sjóðfélaga þannig að réttindi eldri kynslóða aukast á kostnað hinna yngri. Þingmaður Viðreisnar segir þetta tugmilljarða millifærslu frá réttindum yngra fólks til þess eldra en í sameiginlegri grein Benedikts Jóhannessonar og framkvæmdastjóra sjóðanna tveggja segir að breytingin stuðli að jafnræði milli sjóðfélaga. Í grein Innherja á Vísi í gær var greint frá breytingum lífeyrissjóðanna tveggja. Þar segir frá áhrifum nýrra líftalna sem byggðu á spá um auknar lífslíkur í framtíðinni, ólíkt fyrri líftölum sem byggðu á reynslu fortíðar. Nýju líftölurnar hækkuðu mat skuldbindinga lífeyrissjóða sem þurfa að greiða mánaðarlegan lífeyri í lengri tíma en reiknað var með áður. Samkvæmt Innherja voru viðbrögð fyrrnefndra lífeyrissjóða, að lækka réttindaöflun til framtíðar og lækka áunnin réttindi sjóðfélaga mismikið eftir aldurshópum. Um leið voru réttindi sjóðfélaga aukin þvert yfir línuna um 12% en áðurnefnd lækkun réttinda þýddi að aukningin var minnst hjá yngstu aldurshópunum en mest hjá elstu hópunum. Breytingar sem stuðli að jafnræði Árni Guðmundsson og Guðmundur Þ. Þórhallsson, forstjórar Gildis lífeyrissjóðs og Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, skrifuðu ásamt Benedikti Jóhannessyni, tryggingastærðfræðing og fyrrum fjármálaráðherra, grein í gær sem svaraði gagrýninni sem birtist í grein Innherja. Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis, og Guðmundur B. Þórhallsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Þar segja þeir það gæta mikils misskilnings um eðli þeirra breytinga sem gerðar voru á samþykktum Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og Gildis lífeyrissjóðs. Það sé ekki rétt að brotið sé á eignarrétti yngri sjóðfélaga eins og hefur verið haldið fram. Þvert á móti stuðli breytingarnar sem gerðar voru að jafnræði milli sjóðfélaga og þær hafi komið í veg fyrir stórfelldan og óréttlátan tilflutning verðmæta frá eldri sjóðfélögum til þeirra sem yngri eru. Í greininni segir að aðferðin sem lífeyrissjóðirnir tveir samþykktu að beita fælist í því að sérhver árgangur héldi sömu fjármunum og honum voru reiknaðir samkvæmt fyrri lífslíkum, en vegna þess að ævin lengist miðað við spána leiði það til minni mánaðarlegs lífeyris en nú. Engin verðmæti væru færð til og sérhver kynslóð greiddi áfram fyrir sín eftirlaun. Brot á samtryggingakerfinu Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, tók málið upp á Alþingi og sagði þar verulega halla á yngri kynslóðir. Tekju og eignamyndun yngri kynslóða hefði ekki haldið í við eldri kynslóðir og fólk kæmist seinna á fasteignamarkaðinn nú en á árum áður. Spár um hærri lífaldur í framtíðinni leiddu til þess að réttindi fólks hækkuðu ekki jafnt heldur yrði hækkun elsta aldurshópsins meira en tvöfalt hærri en þess yngsta, sagði Þorbjörg. „Þetta jafngildir tugmilljarða millifærslu á réttindum yngra fólks til þess eldra. Byggir á hækkun lífaldurs en við vitum ekki hvernig framtíðin verður,“ sagði Þorbjörg Sigríður. Þorbjörg segir breytinguna tugmilljaða færslu frá yngri kynslóðum til hinna eldri og fari gegn grunngildum samtryggingakerfisins.Vísir/Arnar Hún sagði að allir greiddu inn sömu hlutföll og ættu að eiga sömu réttindin. Ef horfið væri frá þessu og opnað væri fyrir misskiptingu í þessu kerfi samtryggingar þá vöknuðu stórar spurningar. Misskipting sem þessi gengi gegn markmiðum og grunngildum kerfisins sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir á Alþingi í gær. Þingmaður ekki kynnt sér umræðuefnið til hlítar Benedikt varð var við gangrýni Þorbjargar og ákvað að svara henni, þó ekki með grein heldur færslu á Facebook. Þar sagði hann að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem þingmaður stykki upp í pontu „án þess að kynna sér umræðuefnið til hlítar.“ Benedikt Jóhannesson segir lífeyrissjóðin gæta jafnræðis milli sjóðfélaga.Vísir/Vilhelm Það væri óvenju leiðinlegt í þetta sinn af því Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir væri þekkt fyrir yfirvegun og vönduð vinnubrögð. Hún hefði getað kynnt sér málið betur. „Hið rétta í málinu er að lífeyrissjóðirnir sem um ræðir undirbjuggu tillögur sínar mjög vel og gættu að jafnræði milli sjóðfélaga. Fyrir liggja álit margra óháðra lögfræðinga um að aðgerðirnar hafi, þvert á það sem hér er sagt, komið í veg fyrir tilflutning verðmæta milli kynslóða,“ sagði Benedikt ennfremur í færslunni. Lífeyrissjóðir Viðreisn Eldri borgarar Tengdar fréttir Þingmaður segir lífeyrissjóðina hlunnfara yngri kynslóðirnar Þingmaður Viðreisnar segir lífeyrissjóðina ætla að mismuna yngri og eldri kynslóðum í lífeyrisréttindum með nýlegri breytingu á reglum sínum. Tugir milljarða verði færðir frá yngri kynslóðum til hinna eldri og þar með væri brotið gegn grunngildum samtryggingarinnar sem lífeyrissjóðirnir ættu að byggja starfsemi sína á. 9. júní 2022 12:29 Gildi og LIVE vísa því á bug að verðmæti hafi verið flutt milli kynslóða Framkvæmdastjórar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LIVE) og Gildis lífeyrissjóðs, ásamt tryggingastærðfræðingi hjá Talnakönnun, vísa því á bug að breytingar sem voru gerðar á áunnum lífeyrisréttindum feli í sér að brot á eignarrétti yngri sjóðfélaga. Þvert á móti stuðluðu breytingarnar að „jafnræði milli sjóðfélaga“ og komu í veg fyrir „stórfelldan og óréttlátan tilflutning verðmæta“ frá eldri sjóðfélögum og lífeyrisþegum til þeirra sem yngri eru. 9. júní 2022 16:41 Hver kynslóð fær sitt Í grein sem birtist í morgun hjá Innherja á Vísi.is gætir mikils misskilnings um eðli þeirra breytinga sem gerðar voru á samþykktum Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og Gildis lífeyrissjóðs. Vitnað er til Bjarna Guðmundssonar tryggingstærðfræðings sem telur að með „fordæmalausum“ umreikningi lífeyrisréttinda sé brotið „gróflega á eignarrétti yngri sjóðfélaga.“ 9. júní 2022 16:07 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Í grein Innherja á Vísi í gær var greint frá breytingum lífeyrissjóðanna tveggja. Þar segir frá áhrifum nýrra líftalna sem byggðu á spá um auknar lífslíkur í framtíðinni, ólíkt fyrri líftölum sem byggðu á reynslu fortíðar. Nýju líftölurnar hækkuðu mat skuldbindinga lífeyrissjóða sem þurfa að greiða mánaðarlegan lífeyri í lengri tíma en reiknað var með áður. Samkvæmt Innherja voru viðbrögð fyrrnefndra lífeyrissjóða, að lækka réttindaöflun til framtíðar og lækka áunnin réttindi sjóðfélaga mismikið eftir aldurshópum. Um leið voru réttindi sjóðfélaga aukin þvert yfir línuna um 12% en áðurnefnd lækkun réttinda þýddi að aukningin var minnst hjá yngstu aldurshópunum en mest hjá elstu hópunum. Breytingar sem stuðli að jafnræði Árni Guðmundsson og Guðmundur Þ. Þórhallsson, forstjórar Gildis lífeyrissjóðs og Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, skrifuðu ásamt Benedikti Jóhannessyni, tryggingastærðfræðing og fyrrum fjármálaráðherra, grein í gær sem svaraði gagrýninni sem birtist í grein Innherja. Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis, og Guðmundur B. Þórhallsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Þar segja þeir það gæta mikils misskilnings um eðli þeirra breytinga sem gerðar voru á samþykktum Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og Gildis lífeyrissjóðs. Það sé ekki rétt að brotið sé á eignarrétti yngri sjóðfélaga eins og hefur verið haldið fram. Þvert á móti stuðli breytingarnar sem gerðar voru að jafnræði milli sjóðfélaga og þær hafi komið í veg fyrir stórfelldan og óréttlátan tilflutning verðmæta frá eldri sjóðfélögum til þeirra sem yngri eru. Í greininni segir að aðferðin sem lífeyrissjóðirnir tveir samþykktu að beita fælist í því að sérhver árgangur héldi sömu fjármunum og honum voru reiknaðir samkvæmt fyrri lífslíkum, en vegna þess að ævin lengist miðað við spána leiði það til minni mánaðarlegs lífeyris en nú. Engin verðmæti væru færð til og sérhver kynslóð greiddi áfram fyrir sín eftirlaun. Brot á samtryggingakerfinu Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, tók málið upp á Alþingi og sagði þar verulega halla á yngri kynslóðir. Tekju og eignamyndun yngri kynslóða hefði ekki haldið í við eldri kynslóðir og fólk kæmist seinna á fasteignamarkaðinn nú en á árum áður. Spár um hærri lífaldur í framtíðinni leiddu til þess að réttindi fólks hækkuðu ekki jafnt heldur yrði hækkun elsta aldurshópsins meira en tvöfalt hærri en þess yngsta, sagði Þorbjörg. „Þetta jafngildir tugmilljarða millifærslu á réttindum yngra fólks til þess eldra. Byggir á hækkun lífaldurs en við vitum ekki hvernig framtíðin verður,“ sagði Þorbjörg Sigríður. Þorbjörg segir breytinguna tugmilljaða færslu frá yngri kynslóðum til hinna eldri og fari gegn grunngildum samtryggingakerfisins.Vísir/Arnar Hún sagði að allir greiddu inn sömu hlutföll og ættu að eiga sömu réttindin. Ef horfið væri frá þessu og opnað væri fyrir misskiptingu í þessu kerfi samtryggingar þá vöknuðu stórar spurningar. Misskipting sem þessi gengi gegn markmiðum og grunngildum kerfisins sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir á Alþingi í gær. Þingmaður ekki kynnt sér umræðuefnið til hlítar Benedikt varð var við gangrýni Þorbjargar og ákvað að svara henni, þó ekki með grein heldur færslu á Facebook. Þar sagði hann að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem þingmaður stykki upp í pontu „án þess að kynna sér umræðuefnið til hlítar.“ Benedikt Jóhannesson segir lífeyrissjóðin gæta jafnræðis milli sjóðfélaga.Vísir/Vilhelm Það væri óvenju leiðinlegt í þetta sinn af því Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir væri þekkt fyrir yfirvegun og vönduð vinnubrögð. Hún hefði getað kynnt sér málið betur. „Hið rétta í málinu er að lífeyrissjóðirnir sem um ræðir undirbjuggu tillögur sínar mjög vel og gættu að jafnræði milli sjóðfélaga. Fyrir liggja álit margra óháðra lögfræðinga um að aðgerðirnar hafi, þvert á það sem hér er sagt, komið í veg fyrir tilflutning verðmæta milli kynslóða,“ sagði Benedikt ennfremur í færslunni.
Lífeyrissjóðir Viðreisn Eldri borgarar Tengdar fréttir Þingmaður segir lífeyrissjóðina hlunnfara yngri kynslóðirnar Þingmaður Viðreisnar segir lífeyrissjóðina ætla að mismuna yngri og eldri kynslóðum í lífeyrisréttindum með nýlegri breytingu á reglum sínum. Tugir milljarða verði færðir frá yngri kynslóðum til hinna eldri og þar með væri brotið gegn grunngildum samtryggingarinnar sem lífeyrissjóðirnir ættu að byggja starfsemi sína á. 9. júní 2022 12:29 Gildi og LIVE vísa því á bug að verðmæti hafi verið flutt milli kynslóða Framkvæmdastjórar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LIVE) og Gildis lífeyrissjóðs, ásamt tryggingastærðfræðingi hjá Talnakönnun, vísa því á bug að breytingar sem voru gerðar á áunnum lífeyrisréttindum feli í sér að brot á eignarrétti yngri sjóðfélaga. Þvert á móti stuðluðu breytingarnar að „jafnræði milli sjóðfélaga“ og komu í veg fyrir „stórfelldan og óréttlátan tilflutning verðmæta“ frá eldri sjóðfélögum og lífeyrisþegum til þeirra sem yngri eru. 9. júní 2022 16:41 Hver kynslóð fær sitt Í grein sem birtist í morgun hjá Innherja á Vísi.is gætir mikils misskilnings um eðli þeirra breytinga sem gerðar voru á samþykktum Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og Gildis lífeyrissjóðs. Vitnað er til Bjarna Guðmundssonar tryggingstærðfræðings sem telur að með „fordæmalausum“ umreikningi lífeyrisréttinda sé brotið „gróflega á eignarrétti yngri sjóðfélaga.“ 9. júní 2022 16:07 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Þingmaður segir lífeyrissjóðina hlunnfara yngri kynslóðirnar Þingmaður Viðreisnar segir lífeyrissjóðina ætla að mismuna yngri og eldri kynslóðum í lífeyrisréttindum með nýlegri breytingu á reglum sínum. Tugir milljarða verði færðir frá yngri kynslóðum til hinna eldri og þar með væri brotið gegn grunngildum samtryggingarinnar sem lífeyrissjóðirnir ættu að byggja starfsemi sína á. 9. júní 2022 12:29
Gildi og LIVE vísa því á bug að verðmæti hafi verið flutt milli kynslóða Framkvæmdastjórar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LIVE) og Gildis lífeyrissjóðs, ásamt tryggingastærðfræðingi hjá Talnakönnun, vísa því á bug að breytingar sem voru gerðar á áunnum lífeyrisréttindum feli í sér að brot á eignarrétti yngri sjóðfélaga. Þvert á móti stuðluðu breytingarnar að „jafnræði milli sjóðfélaga“ og komu í veg fyrir „stórfelldan og óréttlátan tilflutning verðmæta“ frá eldri sjóðfélögum og lífeyrisþegum til þeirra sem yngri eru. 9. júní 2022 16:41
Hver kynslóð fær sitt Í grein sem birtist í morgun hjá Innherja á Vísi.is gætir mikils misskilnings um eðli þeirra breytinga sem gerðar voru á samþykktum Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og Gildis lífeyrissjóðs. Vitnað er til Bjarna Guðmundssonar tryggingstærðfræðings sem telur að með „fordæmalausum“ umreikningi lífeyrisréttinda sé brotið „gróflega á eignarrétti yngri sjóðfélaga.“ 9. júní 2022 16:07