Raðnauðgari dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga barnsmóður sinni Smári Jökull Jónsson skrifar 10. júní 2022 22:53 Landsréttur Vísir/Vilhelm Landsréttur dæmdi í dag karlmann í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga barnsmóður sinni. Maðurinn er alls með fjóra dóma á bakinu fyrir nauðganir. Karlmaðurinn var í tvígang dæmdur fyrir nauðgun á stúlkum undir fimmtán ára aldri áður en hann sjálfur varð átján ára, fyrst árið 2014 og síðan tveimur árum síðar. Þá var hann dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í febrúar árið 2019 fyrir nauðgun. Dómur féll fyrst í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 22.september síðastliðinn en maðurinn áfrýjaði dómnum. Fyrir Landsrétti krafðist ákæruvaldið þess að dómurinn yfir manninum yrði þyngdur en ákærði fór fram á sýknu og að bótakröfu yrði vísað frá dómi. Í dómi Landsréttar sem féll í dag kemur fram að maðurinn og konan hafi verið sammála um ástæðu þess að hún kom að heimili hans en hún ætlaði að sækja föt á dóttur þeirra. Þar átti nauðgunin sér stað en framburði þeirra bar ekki saman um hvernig mál atvikuðust. Konan leitaði á Neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis og reyndist vera með eymsli í hársverði og sár og mikil eymsli á innri skapabörmum. Í skýrslu Neyðarmóttöku kemur fram að konan hafi grátið og skolfið við kouna á spítalann og framburður annarra vitna um ástand hennar þennan dag styður einnig að hún hafi verið í uppnámi eftir heimsóknina til ákærða. „Fyrirgefðu allt sem gerðist áðan“ Þá kemur fram í dóminum að maðurinn hafi sent textaskilaboð til konunnar eftir að hún fór frá honum þar sem hann skrifaði „fyrirgefðu með allt sem gerðist aðan eg vona að þetta hafi ekki ollið eh slæmu.“ Maðurinn gekkst við því að hafa sent umrædd skilaboð en sagði skýringuna vera að konan hefði spurt hann í hvaða tilgangi hann hefði viljað stunda kynlíf með henni og reiðst er hann sagðist ekki vilja taka upp samband við hana á ný. Með skilaboðunum hafi hann viljað fyrirbyggja illindi varðandi þetta. Í dómi Landsréttar kemur fram að í ljósi efnis skilaboðanna og gagna um ástand konunnar eftir heimsóknina verði skýring mannsins að teljast ótrúverðug. Dómurinn metur hins vegar framburð konunnar sem trúverðugan og staðfestir því dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um sakfellingu ákærða. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Karlmaðurinn var í tvígang dæmdur fyrir nauðgun á stúlkum undir fimmtán ára aldri áður en hann sjálfur varð átján ára, fyrst árið 2014 og síðan tveimur árum síðar. Þá var hann dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í febrúar árið 2019 fyrir nauðgun. Dómur féll fyrst í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 22.september síðastliðinn en maðurinn áfrýjaði dómnum. Fyrir Landsrétti krafðist ákæruvaldið þess að dómurinn yfir manninum yrði þyngdur en ákærði fór fram á sýknu og að bótakröfu yrði vísað frá dómi. Í dómi Landsréttar sem féll í dag kemur fram að maðurinn og konan hafi verið sammála um ástæðu þess að hún kom að heimili hans en hún ætlaði að sækja föt á dóttur þeirra. Þar átti nauðgunin sér stað en framburði þeirra bar ekki saman um hvernig mál atvikuðust. Konan leitaði á Neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis og reyndist vera með eymsli í hársverði og sár og mikil eymsli á innri skapabörmum. Í skýrslu Neyðarmóttöku kemur fram að konan hafi grátið og skolfið við kouna á spítalann og framburður annarra vitna um ástand hennar þennan dag styður einnig að hún hafi verið í uppnámi eftir heimsóknina til ákærða. „Fyrirgefðu allt sem gerðist áðan“ Þá kemur fram í dóminum að maðurinn hafi sent textaskilaboð til konunnar eftir að hún fór frá honum þar sem hann skrifaði „fyrirgefðu með allt sem gerðist aðan eg vona að þetta hafi ekki ollið eh slæmu.“ Maðurinn gekkst við því að hafa sent umrædd skilaboð en sagði skýringuna vera að konan hefði spurt hann í hvaða tilgangi hann hefði viljað stunda kynlíf með henni og reiðst er hann sagðist ekki vilja taka upp samband við hana á ný. Með skilaboðunum hafi hann viljað fyrirbyggja illindi varðandi þetta. Í dómi Landsréttar kemur fram að í ljósi efnis skilaboðanna og gagna um ástand konunnar eftir heimsóknina verði skýring mannsins að teljast ótrúverðug. Dómurinn metur hins vegar framburð konunnar sem trúverðugan og staðfestir því dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um sakfellingu ákærða.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira