Horft verði til þyngdar í aðgerðum sem eiga að skila ríkissjóði fimmtán milljörðum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. júní 2022 08:47 Lagt hefur verið til að flýta innleiðingu gjaldtöku til að vega á móti yfirstandandi tekjutapi vegna umferðar og eldsneytis. Vísir/Vilhelm Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að meðal annars verði horft til þyngdar ökutækja þegar kemur að boðaðri endurskoðun á skattlagningu á umferð og ökutæki. Reiknað er með að flýting á innleiðingu nýrra gjalda vegna umferðar og eldsneytis skili ríkissjóði fimmtán milljörðum á árunum 2023 til 2027. Meirihluti nefndarinnar telur að ekki sé hægt að horfa mikið lengur framhjá því að núverandi fyrirkomulag komi niður á viðhaldi vega. Í síðustu viku kynnti ríkisstjórnin aðgerðir til að vinna gegn þenslu og verðbólgu í hagkerfinu, með breytingum á fjárlagaáætlun 2023-2027. Lagt var til að flýta innleiðingu gjaldtöku til að vega á móti yfirstandandi tekjutapi vegna umferðar og eldsneytis, sem leiðir meðal annars af mikilli fjölgun vistvænna bifreiða. Skattlagning umferðarinnar mikilvæg innviðum Tekjur ríkissjóðs af skattlagningu ökutækja hafa dregist saman og munu að óbreyttu halda áfram að lækka. Ýmis gjöld eru lögð á bifreiðar sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti eins og almenn vörugjöld, sérstakt vörugjald, kolefnisgjald, flutningsjöfnunargjald og virðisaukaskattur. Að auki koma síðan bifreiðagjald og úrvinnslugjald, mismunandi eftir bíltegundum. Rafknúin ökutæki hafa verið með verulegar ívilnanir bæði varðandi vörugjöld og virðisaukaskatt Ríkissjóður getur hins vegar ekki hætt að hafa tekjur af umferðinni. Framlag frá henni er nauðsynlegt til að viðhalda innviðum. Eigendur vistvænna bíla greiða takmarkað fyrir notkun vegakerfisins Komið var inn á þetta í fjármálaáætlun 2023-2027. Þar sagði að unnið væri að því að innleiða einfaldara og skilvirkara tekjuöflunarkerfi. Frá Sólheimasandi á Suðurlandi.Vísir/Vilhelm Þar kom einnig fram að þrátt fyrir jákvæð áhrif orkuskipta í samgöngum væri það einnig áskorun fyrir tekjöflun ríkissjóðs. „[V]egna þess að í núverandi kerfi greiða eigendur vistvænna bifreiða takmarkað fyrir notkun vegakerfisins,“ segir í fjármálaáætluninni. Sem fyrr segir hefur fjármálaráðherra lagt til að flýta innleiðingu gjaldtöku til að vega á móti yfirstandandi tekjutapi vegna umferðar og eldsneytis. Tillögurnar verða nánar útfærðar í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2023. Í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar, þar sem lagt hefur fram ýmsar breytingar á fjárlagaáætlun, er fjallað stuttlega um nauðsyn þess að endurskoða þetta kerfi. „Veruleg eftirgjöf tekna af ökutækjum og ákveðið skattleysi á afnotum af vegakerfi landsins er verulegt ef miðað er við fyrra fyrirkomulag skattlagningar. Þó að ekki liggi fyrir nákvæm greining á þeirri eftirgjöf er um verulegar fjárhæðir að ræða,“ segir í álitinu. Reikna með fimmtán milljörðum næstu fimm árin Þar kemur fram að ekki megi draga að ljúka þessari endurskoðun, ekki sé hægt að horfa lengur framhjá því að ökutæki sem „greiði“ ekki fyrir afnot af vegum komi niður á viðhaldi þeirra. Meirihlutinn leggur til að við breytta skattlagningu verði meðal annars horft til þyngdar ökutækja samhliða því að gætt sé að jafnræði við skattlagninguna. Fær ríkisstjórnin það heimaverkefni að koma með breytingar strax í næstu fjárlögum sem endurspegli notkun allra ökutækja á vegakerfinu. Reiknað er með af flýting á innleiðingu slíkra gjalda muni skila ríkissjóði 15,1 milljarði króna til ársins 2027. 3,4 milljörðum á næsta ári, 3,2 milljörðum árið 2024, 3,0 milljörðum árið 2025, 2,8 milljörðum árið 2026 og 2,7 milljörðum árið 2027. Samgöngur Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Skattar og tollar Bílar Vistvænir bílar Tengdar fréttir Lækkun afsláttar í fríhöfn liður í aðgerðum gegn þenslu Fjármála- og efnahagsráðherra lagði tillögur að breytingum á fjármálaáætlun fyrir fjárlaganefnd í dag, sem ætlað er að vinna gegn þenslu og verðbólgu í hagkerfinu. Meðal tillagðra breytinga á tekjuhlið ríkissjóðs er lækkun á afslætti á áfengisgjaldi og tóbaksgjaldi í fríhöfninni. 9. júní 2022 21:09 Kvóti fyrir rafbíla að klárast: Rafbílar gætu hækkað um meira en milljón í verði á næstu mánuðum Verð á rafbílum gæti hækkað um allt að eina og hálfa milljón á næstu mánuðum þegar fjöldakvóti fyrir skattaívilnanir stjórnvalda klárast. Miðað við núverandi sölu á rafbílum gæti kvótinn klárast í síðasta lagi eftir þrjá mánuði. 2. júní 2022 07:00 Lagt til að fleiri rafbílar njóti niðurfellingar virðisaukaskatts Fjármála- og efnahagsráðherra leggur til að þeim rafmagnsbílum sem geta fengið ívilnun í formi niðurfellingar virðisaukaskatts verði fjölgað úr 15 þúsund í 20 þúsund. Þetta kemur fram í drögum að nýju frumvarpi til laga um virðisaukaskatt sem birt hefur verið í Samráðsgátt stjórnvalda. 22. mars 2022 11:27 Bjarni boðar nýtt álagningakerfi á græn ökutæki Fjármálaráðherra segir nauðsynlegt að innleiða nýtt álagningarkerfi fyrir bifreiðar sem ekki væru drifnar áfram af jarðefnaeldsneyti. Fyrstu skrefin verði vonandi stigin á næsta eða þarnæsta ári. Ríkissjóður geti ekki verið án tekna af umferðinni til að standa undir viðhaldi og uppbyggingu innviða hennar. 9. desember 2021 13:18 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Í síðustu viku kynnti ríkisstjórnin aðgerðir til að vinna gegn þenslu og verðbólgu í hagkerfinu, með breytingum á fjárlagaáætlun 2023-2027. Lagt var til að flýta innleiðingu gjaldtöku til að vega á móti yfirstandandi tekjutapi vegna umferðar og eldsneytis, sem leiðir meðal annars af mikilli fjölgun vistvænna bifreiða. Skattlagning umferðarinnar mikilvæg innviðum Tekjur ríkissjóðs af skattlagningu ökutækja hafa dregist saman og munu að óbreyttu halda áfram að lækka. Ýmis gjöld eru lögð á bifreiðar sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti eins og almenn vörugjöld, sérstakt vörugjald, kolefnisgjald, flutningsjöfnunargjald og virðisaukaskattur. Að auki koma síðan bifreiðagjald og úrvinnslugjald, mismunandi eftir bíltegundum. Rafknúin ökutæki hafa verið með verulegar ívilnanir bæði varðandi vörugjöld og virðisaukaskatt Ríkissjóður getur hins vegar ekki hætt að hafa tekjur af umferðinni. Framlag frá henni er nauðsynlegt til að viðhalda innviðum. Eigendur vistvænna bíla greiða takmarkað fyrir notkun vegakerfisins Komið var inn á þetta í fjármálaáætlun 2023-2027. Þar sagði að unnið væri að því að innleiða einfaldara og skilvirkara tekjuöflunarkerfi. Frá Sólheimasandi á Suðurlandi.Vísir/Vilhelm Þar kom einnig fram að þrátt fyrir jákvæð áhrif orkuskipta í samgöngum væri það einnig áskorun fyrir tekjöflun ríkissjóðs. „[V]egna þess að í núverandi kerfi greiða eigendur vistvænna bifreiða takmarkað fyrir notkun vegakerfisins,“ segir í fjármálaáætluninni. Sem fyrr segir hefur fjármálaráðherra lagt til að flýta innleiðingu gjaldtöku til að vega á móti yfirstandandi tekjutapi vegna umferðar og eldsneytis. Tillögurnar verða nánar útfærðar í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2023. Í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar, þar sem lagt hefur fram ýmsar breytingar á fjárlagaáætlun, er fjallað stuttlega um nauðsyn þess að endurskoða þetta kerfi. „Veruleg eftirgjöf tekna af ökutækjum og ákveðið skattleysi á afnotum af vegakerfi landsins er verulegt ef miðað er við fyrra fyrirkomulag skattlagningar. Þó að ekki liggi fyrir nákvæm greining á þeirri eftirgjöf er um verulegar fjárhæðir að ræða,“ segir í álitinu. Reikna með fimmtán milljörðum næstu fimm árin Þar kemur fram að ekki megi draga að ljúka þessari endurskoðun, ekki sé hægt að horfa lengur framhjá því að ökutæki sem „greiði“ ekki fyrir afnot af vegum komi niður á viðhaldi þeirra. Meirihlutinn leggur til að við breytta skattlagningu verði meðal annars horft til þyngdar ökutækja samhliða því að gætt sé að jafnræði við skattlagninguna. Fær ríkisstjórnin það heimaverkefni að koma með breytingar strax í næstu fjárlögum sem endurspegli notkun allra ökutækja á vegakerfinu. Reiknað er með af flýting á innleiðingu slíkra gjalda muni skila ríkissjóði 15,1 milljarði króna til ársins 2027. 3,4 milljörðum á næsta ári, 3,2 milljörðum árið 2024, 3,0 milljörðum árið 2025, 2,8 milljörðum árið 2026 og 2,7 milljörðum árið 2027.
Samgöngur Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Skattar og tollar Bílar Vistvænir bílar Tengdar fréttir Lækkun afsláttar í fríhöfn liður í aðgerðum gegn þenslu Fjármála- og efnahagsráðherra lagði tillögur að breytingum á fjármálaáætlun fyrir fjárlaganefnd í dag, sem ætlað er að vinna gegn þenslu og verðbólgu í hagkerfinu. Meðal tillagðra breytinga á tekjuhlið ríkissjóðs er lækkun á afslætti á áfengisgjaldi og tóbaksgjaldi í fríhöfninni. 9. júní 2022 21:09 Kvóti fyrir rafbíla að klárast: Rafbílar gætu hækkað um meira en milljón í verði á næstu mánuðum Verð á rafbílum gæti hækkað um allt að eina og hálfa milljón á næstu mánuðum þegar fjöldakvóti fyrir skattaívilnanir stjórnvalda klárast. Miðað við núverandi sölu á rafbílum gæti kvótinn klárast í síðasta lagi eftir þrjá mánuði. 2. júní 2022 07:00 Lagt til að fleiri rafbílar njóti niðurfellingar virðisaukaskatts Fjármála- og efnahagsráðherra leggur til að þeim rafmagnsbílum sem geta fengið ívilnun í formi niðurfellingar virðisaukaskatts verði fjölgað úr 15 þúsund í 20 þúsund. Þetta kemur fram í drögum að nýju frumvarpi til laga um virðisaukaskatt sem birt hefur verið í Samráðsgátt stjórnvalda. 22. mars 2022 11:27 Bjarni boðar nýtt álagningakerfi á græn ökutæki Fjármálaráðherra segir nauðsynlegt að innleiða nýtt álagningarkerfi fyrir bifreiðar sem ekki væru drifnar áfram af jarðefnaeldsneyti. Fyrstu skrefin verði vonandi stigin á næsta eða þarnæsta ári. Ríkissjóður geti ekki verið án tekna af umferðinni til að standa undir viðhaldi og uppbyggingu innviða hennar. 9. desember 2021 13:18 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Lækkun afsláttar í fríhöfn liður í aðgerðum gegn þenslu Fjármála- og efnahagsráðherra lagði tillögur að breytingum á fjármálaáætlun fyrir fjárlaganefnd í dag, sem ætlað er að vinna gegn þenslu og verðbólgu í hagkerfinu. Meðal tillagðra breytinga á tekjuhlið ríkissjóðs er lækkun á afslætti á áfengisgjaldi og tóbaksgjaldi í fríhöfninni. 9. júní 2022 21:09
Kvóti fyrir rafbíla að klárast: Rafbílar gætu hækkað um meira en milljón í verði á næstu mánuðum Verð á rafbílum gæti hækkað um allt að eina og hálfa milljón á næstu mánuðum þegar fjöldakvóti fyrir skattaívilnanir stjórnvalda klárast. Miðað við núverandi sölu á rafbílum gæti kvótinn klárast í síðasta lagi eftir þrjá mánuði. 2. júní 2022 07:00
Lagt til að fleiri rafbílar njóti niðurfellingar virðisaukaskatts Fjármála- og efnahagsráðherra leggur til að þeim rafmagnsbílum sem geta fengið ívilnun í formi niðurfellingar virðisaukaskatts verði fjölgað úr 15 þúsund í 20 þúsund. Þetta kemur fram í drögum að nýju frumvarpi til laga um virðisaukaskatt sem birt hefur verið í Samráðsgátt stjórnvalda. 22. mars 2022 11:27
Bjarni boðar nýtt álagningakerfi á græn ökutæki Fjármálaráðherra segir nauðsynlegt að innleiða nýtt álagningarkerfi fyrir bifreiðar sem ekki væru drifnar áfram af jarðefnaeldsneyti. Fyrstu skrefin verði vonandi stigin á næsta eða þarnæsta ári. Ríkissjóður geti ekki verið án tekna af umferðinni til að standa undir viðhaldi og uppbyggingu innviða hennar. 9. desember 2021 13:18