Íslenska liðið gerði 2-2 jafntefli við Ísrael ytra í fyrri leik liðanna, 2. júní s.l.. Markaskorararnir í þeim leik, Þórir Jóhann Helgason og Arnór Sigurðsson, byrja báðir leikinn í kvöld.
Rúnar Alex heldur áfram að verja mark Íslands en hann hefur gert það í báðum leikjunum sem spilaðir hafa verið í Þjóðadeildinni í þessum glugga.
Arnar Þór byrjar með sömu vörn og gerði jafntefli við Albaníu hér heima fyrir viku síðan. Alfons Sampsted hægri bakvörður, Davíð Kristján Ólafsson vinstri bakvörður og Daníel Leó Grétarsson og Hörður Björgvin Magnússon hafsentar.
Birkir Bjarnason og Þórir Jóhann Helgason halda sætum sínum á miðjunni en Hákon Arnar Haraldsson kemur aftur inn í liðið á kostnað Ísaks Bergmanns Jóhannessonar, vinar síns.
Framlínan er sú sama og í síðasta leik í keppninni. Arnór Sigurðsson á hægri kannti, Jón Dagur Þorsteinsson á vinstri kannti og Andri Lucas Gudjonssen einn fremstur.
🇮🇸 Byrjunarliðið gegn Ísrael!
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 13, 2022
🕰 Leikurinn hefst kl. 18:45 og miðasala í fullum gangi á https://t.co/iwyH4UEb7x!
🎟 https://t.co/jy18foeAxf
👇 Our starting lineup against Israel in the UEFA Nations League.#fyririsland pic.twitter.com/zD4tJFieUI