Umfjöllun og viðtöl: Selfoss-Valur 0-1| Anna Rakel hetja Vals Andri Már Eggertsson skrifar 14. júní 2022 22:03 Valur mætir á Selfoss. Vísir/Diego Valur gerði góða ferð á Suðurlandið og vann 0-1 sigur á Selfossi. Anna Rakel Pétursdóttir kom Val yfir á 19. mínútu og reyndist það vera sigurmark leiksins. Það gerðist lítið sem ekkert á fyrstu átján mínútum leiksins. Valur skapaði sér fleiri hættulegar sóknir. Sóknir Vals voru flestar skot fyrir utan teig og reyndi lítið á Tiffany Sornpao, markmann Selfoss. Heimakonur gerðu ágætlega í að spila boltanum sín á milli á sínum vallarhelmingi en þegar kom á síðasta þriðjung gerðist lítið sem ekkert. Valur komst yfir á 19. mínútu þegar Áslaugu Dóru Sigurbjörnsdóttur tókst ekki að hreinsa fyrirgjöf Ásdísar Karenar Halldórsdóttur frá markinu heldur endaði boltinn hjá Önnu Rakel Pétursdóttur sem þrumaði knettinum í netið. Eftir mark Vals tóku gestirnir frá Hlíðarenda yfir leikinn. Valur var miklu árásargjarnari upp völlinn og skapaði sér þó nokkur færi sem hefði verið hægt að útfæra örlítið betur. Brenna Lovera fór ansi illa með gott tækifæri til að jafna leikinn. Barbára Sól Gísladóttir gaf fyrir markið eftir sprett upp hægri kantinn. Brenna tók við boltanum en var í miklu ójafnvægi og virtist allur kraftur vera farinn úr henni þegar kom að skoti. Anna Rakel Pétursdóttir gerði eina mark fyrri hálfleiks og var staðan 0-1. Þegar tæplega tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik var Susanna Joy Friedrichs nálægt því að jafna leikinn með ágætu skoti rétt yfir utan teig en Sandra Sigurðardóttir varði vel í markinu. Sóknarleikur Vals fór rólega af stað í síðari hálfleik. Elín Metta Jensen fékk hné í læri á miðjum velli sem varð til þess að hún þurfti að fara af velli. Það tók Val tíma að finna takt í sóknarleiknum eftir að Elín fór af velli en síðan fóru gestirnir að skapa sér hættuleg færi. Þegar tæplega tuttugu mínútur voru liðnar af síðari hálfleikur komst Valur í betri takt. Ásdís Karen slapp í gegn eftir góða sendingu frá Ídu Marín en Tiffany gerði vel í að mæta út á móti og lokaði á Ásdísi. Cyera fékk dauðafæri skömmu síðar eftir góðan undirbúning frá Elísu Viðarsdóttur en Cyera þrumaði boltanum yfir markið af stuttu færi. Valur fagnaði á endanum 0-1 sigri. Af hverju vann Valur? Í síðustu níu leikjum hefur Valur unnið átta leiki og gert eitt jafntefli. Takturinn í Val er afar góður og kláruðu gestirnir leikinn af fagmennsku. Valur fékk betri færi í leiknum og hefði sigur Vals vel getað verið stærri ef gestirnir hefðu farið betur með færin sín. Hverjar stóðu upp úr? Varnarleikur Vals var afar vel skipulagður. Hafsentarnir Mist Edvardsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir voru í afar góðum takti og leystu allt sem sóknarleikur Selfoss hafði upp á að bjóða. Ásdís Karen Halldórsdóttir átti stóran þátt í marki Vals og var óheppin að skora ekki sjálf en hún kom sér í nokkrar kjörstöður til að skora. Hvað gekk illa? Brenna Lovera er markahæst í deildinni það sem af er móts. Brenna fékk þó nokkur færi til að jafna leikinn en fór illa með tækifærin. Sóknarleikur Selfoss í kvöld var ekkert ósvipaður og gegn Breiðabliki í síðasta deildarleik. Það vantaði herslumuninn. Hvað gerist næst? Næsta sunnudag mætast Selfoss og Afturelding á Jáverk-vellinum klukkan 14:00. Á sama tíma eigast við Þróttur og Valur. Björn: Áttum að fá víti Björn Sigurbjörnsson var ánægður með spilamennskuna í kvöldVísir/Diego Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss, var afar svekktur með tap kvöldsins. „Mér fannst 0-1 tap ekki gefa rétta mynd af leiknum. Mér fannst við gera nóg til að skora en hins vegar gáfum við líka færi á okkur sem hefði getað endað með stærra tapi en leikurinn endaði í. Mér fannst Valur spila ágætlega í fyrri hálfleik en við vorum miklu betri í seinni hálfleik,“ sagði Björn í samtali við Vísi eftir leik. Birni fannst Selfoss hefði átt að fá vítaspyrnu þegar boltinn skoppaði í hendina á varnarmanni Vals. „Mér sýndist boltinn hafa augljóslega farið í höndina á leikmanni Vals inn í teignum en ég veit ekki hvernig dómarinn upplifði þetta atvik. Ég nennti ekki að fara og spyrja dómarann út í þetta atvik en mér fannst svekkjandi að hafa ekki fengið víti þarna.“ Björn var jákvæður eftir leik og endaði á að tala um hversu stoltur hann var af sínu liði sem spilaði vel að hans mati. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna UMF Selfoss Valur
Valur gerði góða ferð á Suðurlandið og vann 0-1 sigur á Selfossi. Anna Rakel Pétursdóttir kom Val yfir á 19. mínútu og reyndist það vera sigurmark leiksins. Það gerðist lítið sem ekkert á fyrstu átján mínútum leiksins. Valur skapaði sér fleiri hættulegar sóknir. Sóknir Vals voru flestar skot fyrir utan teig og reyndi lítið á Tiffany Sornpao, markmann Selfoss. Heimakonur gerðu ágætlega í að spila boltanum sín á milli á sínum vallarhelmingi en þegar kom á síðasta þriðjung gerðist lítið sem ekkert. Valur komst yfir á 19. mínútu þegar Áslaugu Dóru Sigurbjörnsdóttur tókst ekki að hreinsa fyrirgjöf Ásdísar Karenar Halldórsdóttur frá markinu heldur endaði boltinn hjá Önnu Rakel Pétursdóttur sem þrumaði knettinum í netið. Eftir mark Vals tóku gestirnir frá Hlíðarenda yfir leikinn. Valur var miklu árásargjarnari upp völlinn og skapaði sér þó nokkur færi sem hefði verið hægt að útfæra örlítið betur. Brenna Lovera fór ansi illa með gott tækifæri til að jafna leikinn. Barbára Sól Gísladóttir gaf fyrir markið eftir sprett upp hægri kantinn. Brenna tók við boltanum en var í miklu ójafnvægi og virtist allur kraftur vera farinn úr henni þegar kom að skoti. Anna Rakel Pétursdóttir gerði eina mark fyrri hálfleiks og var staðan 0-1. Þegar tæplega tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik var Susanna Joy Friedrichs nálægt því að jafna leikinn með ágætu skoti rétt yfir utan teig en Sandra Sigurðardóttir varði vel í markinu. Sóknarleikur Vals fór rólega af stað í síðari hálfleik. Elín Metta Jensen fékk hné í læri á miðjum velli sem varð til þess að hún þurfti að fara af velli. Það tók Val tíma að finna takt í sóknarleiknum eftir að Elín fór af velli en síðan fóru gestirnir að skapa sér hættuleg færi. Þegar tæplega tuttugu mínútur voru liðnar af síðari hálfleikur komst Valur í betri takt. Ásdís Karen slapp í gegn eftir góða sendingu frá Ídu Marín en Tiffany gerði vel í að mæta út á móti og lokaði á Ásdísi. Cyera fékk dauðafæri skömmu síðar eftir góðan undirbúning frá Elísu Viðarsdóttur en Cyera þrumaði boltanum yfir markið af stuttu færi. Valur fagnaði á endanum 0-1 sigri. Af hverju vann Valur? Í síðustu níu leikjum hefur Valur unnið átta leiki og gert eitt jafntefli. Takturinn í Val er afar góður og kláruðu gestirnir leikinn af fagmennsku. Valur fékk betri færi í leiknum og hefði sigur Vals vel getað verið stærri ef gestirnir hefðu farið betur með færin sín. Hverjar stóðu upp úr? Varnarleikur Vals var afar vel skipulagður. Hafsentarnir Mist Edvardsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir voru í afar góðum takti og leystu allt sem sóknarleikur Selfoss hafði upp á að bjóða. Ásdís Karen Halldórsdóttir átti stóran þátt í marki Vals og var óheppin að skora ekki sjálf en hún kom sér í nokkrar kjörstöður til að skora. Hvað gekk illa? Brenna Lovera er markahæst í deildinni það sem af er móts. Brenna fékk þó nokkur færi til að jafna leikinn en fór illa með tækifærin. Sóknarleikur Selfoss í kvöld var ekkert ósvipaður og gegn Breiðabliki í síðasta deildarleik. Það vantaði herslumuninn. Hvað gerist næst? Næsta sunnudag mætast Selfoss og Afturelding á Jáverk-vellinum klukkan 14:00. Á sama tíma eigast við Þróttur og Valur. Björn: Áttum að fá víti Björn Sigurbjörnsson var ánægður með spilamennskuna í kvöldVísir/Diego Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss, var afar svekktur með tap kvöldsins. „Mér fannst 0-1 tap ekki gefa rétta mynd af leiknum. Mér fannst við gera nóg til að skora en hins vegar gáfum við líka færi á okkur sem hefði getað endað með stærra tapi en leikurinn endaði í. Mér fannst Valur spila ágætlega í fyrri hálfleik en við vorum miklu betri í seinni hálfleik,“ sagði Björn í samtali við Vísi eftir leik. Birni fannst Selfoss hefði átt að fá vítaspyrnu þegar boltinn skoppaði í hendina á varnarmanni Vals. „Mér sýndist boltinn hafa augljóslega farið í höndina á leikmanni Vals inn í teignum en ég veit ekki hvernig dómarinn upplifði þetta atvik. Ég nennti ekki að fara og spyrja dómarann út í þetta atvik en mér fannst svekkjandi að hafa ekki fengið víti þarna.“ Björn var jákvæður eftir leik og endaði á að tala um hversu stoltur hann var af sínu liði sem spilaði vel að hans mati.