Umfjöllun og viðtöl: Keflavík-Stjarnan 2-2 | Jafnt í fjörugum leik suður með sjó Smári Jökull Jónsson skrifar 16. júní 2022 22:14 Stjarnan heimsækir Keflavík. Vísir/Hulda Margrét Keflavík og Stjarnan gerðu 2-2 jafntefli í fjörugum leik í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld. Stjörnumenn komust yfir í tvígang en heimamenn sýndu karakter og komu til baka í bæði skiptin. Keflavík byrjaði leikinn betur og áttu skot í þverslá, auk þess sem Haraldur Björnsson í marki Stjörnunnar varði frábærlega frá Joey Gibbs í dauðafæri, áður en Jóhann Árni Gunnarsson kom Stjörnunni yfir með glæsimarki. Adam Ægir Pálsson jafnaði fyrir Keflavík skömmu síðar með frábæru skoti en Ísak Andri Sigurgeirsson skoraði umdeilt mark á 40.mínútu og sá til þess að gestirnir leiddu í hálfleik. Síðari hálfleikur var nokkuð jafn en Stjörnumenn áttu tvö góð skot um miðbik hans sem Sindri Kristinn Ólafsson í marki Keflavíkur gerði vel í að verja. Strax í kjölfarið jafnaði síðan Dani Hatakka fyrir Keflavík þegar hann fylgdi eftir skoti Joey Gibbs sem Haraldur Björnsson í marki Stjörnunnar varði vel. Þrátt fyrir nokkuð þunga sókn Stjörnunnar undir lokin náðu þeir ekki að tryggja sér sigur. Ivan Kaliuzhnyi hjá Keflavík fékk sitt annað gula spjald á 90.mínútu en það hafði lítið að segja og liðin urðu að sætta sig við skiptan hlut, lokatölur 2-2. Af hverju varð jafntefli? Bæði lið sóttu til sigurs í leiknum í dag. Stjörnumenn byrjuðu varfærnislega og voru heppnir að Keflavíkingar hafi ekki skorað strax í upphafi leiksins í kvöld. Mark Jóhanns Árna kom algjörlega gegn gangi leiksins en þá var eins og Stjörnumenn fengju aðeins meira sjálfstraust og færðu sig framar. Stjörnumenn eru skemmtilegt lið að horfa á og þeir sköpuðu sér oft á tíðum góðar stöður en vantaði herslumuninn til að breyta þessum góðu stöðum í góð færi. Keflvíkingar sýndu góðan karakter í að jafna í tvígang en þó svo að Stjarnan hafi sótt meira undir lokin og sett pressu á heimamenn, þá voru það Keflvíkingar sem komust nær því að skora heilt yfir í leiknum. Þessir stóðu upp úr: Adam Ægir Pálsson var bestur Keflvíkinga. Hann var síógnandi og skoraði þar að auki frábært mark. Dani Hatakka hefur svo sannarlega reynst Keflvíkingum vel á tímabilinu og skoraði gott mark auk þess að spila fínan leik í vörninni. Þá var Ivan Kaliuzhnyi öflugur á miðjunni lengst af en klaufi að fá á sig rautt spjald undir lokin. Hjá Stjörnunni var Ísak Andri Sigurgeirsson góður, tók menn á hvað eftir annað og skoraði mark eftir mikla baráttu. Eggert Aron Guðmundsson var einnig líflegur og Daníel Finns Matthíasson kom sprækur inn af bekknum. Markmenn liðanna áttu síðan báðir fínar vörslur í leiknum. Hvað gekk illa? Stjörnumenn hófu leikinn varfærnislega en kannski einum of. Þeir voru stálheppnir að fá ekki á sig mark strax eftir fimm mínútur og skyndisóknirnar, sem áttu eflaust að koma þegar Keflvíkingar hættu sér of framarlega, gengu ekki vel í upphafi leiks. Sindri Kristinn Ólafsson markvörður Keflavíkur var ósáttur með að annað mark Stjörnunnar hafi fengið að standa. Úr blaðamannastúkunni leit út fyrir að hann hefði einfaldlega misst boltann á frekar klaufalegan hátt. Stúkan á Stöð 2 Sport mun eflaust skera úr um hvort Sindri hefur rétt fyrir sér. Hvað gerist næst? Stjarnan á heimaleik á mánudag gegn KR-ingum og spurning hvort Óskar Örn Hauksson láti eitthvað að sér kveða gegn sínum gömlu félögum. Keflavík á ekki leik næst fyrr en 2.júlí þegar þeir fá Fram í heimsókn til Keflavíkur. Sigurður Ragnar: Við sköpuðum mikið af færum Sigurður Ragnar Eyjólfsson er þjálfari Keflavíkur.Vísir/Hulda Margrét Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, var á báðum áttum þegar blaðamaður spurði hann hvort hann væri ánægður með að fá eitt stig út úr leiknum í kvöld. „Ég hefði viljað vinna leikinn eins og hann þróaðist. Við eigum tvö skot í slána og Halli (Haraldur Björnsson, markvörður Stjörnunnar) varði oft vel og oft komst maður fyrir á síðustu stundu þegar maður var búinn að sjá boltann inni. Stjarnan fékk líka sín færi í leiknum og þetta eru kannski ekkert ósanngjörn úrslit,“ sagði Sigurður Ragnar í samtali við Vísi eftir leik. „Ég er ánægður með frammistöðuna og spilamennskuna hjá okkur. Við sköpuðum mikið af færum og það var flott barátta í liðinu. Mér fannst jöfnunarmarkið sýna andann í liðinu þegar Dani (Hatakka) hleypur fram, hann er hafsent og hleypur 80 metra fram til að skora og það eru þrír að reyna að þrýsta boltanum inn. Það sýndi að það er góður andi og að menn vilja vinna.“ Sigurður Ragnar sagði að hans menn hefðu átt að vera komnir yfir þegar Stjarnan komst í 1-0. „Við hefðum getað verið komnir í 2-0 eftir fjórar mínútur en fórum illa með færin. Það var svekkjandi að fá á sig fyrsta markið. Við héldum alltaf áfram og hálfleiksræðan mín var þannig að ég þurfti ekki að æsa mig. Við vorum að spila vel og vorum betri aðilinn, töldum níu færi hjá okkur og þrjú hjá þeim í fyrri hálfleik. Það var bara að halda áfram og við gerðum það vel.“ Hann var ekkert alltof sáttur með rauða spjaldið sem Ivan Kaliuzhnyi fékk undir lokin en hann nældi sér í sitt annað gula spjald á 90.mínútu. „Mér finnst að dómarateymið megi kannski aðeins, hann er erlendur leikmaður sem kemur úr öðrum kúltúr og er að læra að spila hérna. Stundum segja menn eitthvað, ég veit ekki hvað hann sagði, en hann fékk gult spjald fyrir kjaft í fyrra skiptið.“ „Seinna skiptið var brot sem gerðist löngu áður og mér fannst soft að gefa rautt spjald fyrir það en ég á eftir að skoða það aftur. Við munum sakna hans, þetta er frábær leikmaður,“ sagði Sigurður Ragnar að lokum. Ágúst: Þessi leikur hefði getað farið 4-4 Ágúst var á því að úrslitin í kvöld hefðu verið sanngjörn.Vísir/HAG Ágúst Gylfason var nokkuð sáttur með að fara með eitt stig frá Keflavík í kvöld en hans menn í Stjörnunni komust yfir í tvígang en misstu niður forskotið í bæði skiptin. „Það má segja að þetta sé sanngjarnt. Þetta var hörkuleikur og bæði lið vildu sækja til sigurs og það var svolítið það sem einkenndi leikinn. Mér fannst hann ágætlega spilaður, fullt af færum og kannski sanngjörn niðurstaða. Við tökum stigið,“ sagði Ágúst við Vísi eftir leik í kvöld. „Að sjálfsögðu er maður ósáttur með að missa forystuna. Við bökkuðum aðeins niður og leyfðum þeim að halda boltanum á þessum kafla þegar við leiddum. Við fáum smá klaufamark á okkur þegar þeir jafna í 2-2. Eftir það settum við aftur upp pressu og fengum góð færi. Keflvíkingar voru sterkir í skyndisóknum og hefðu getað refsað okkur.“ Í upphafi leiks voru Stjörnumenn frekar varfærnir og voru heppnir að Keflvíkingar náðu ekki forystunni strax eftir fimm mínútur. „Við ætluðum að koma varfærnislega inn í leikinn og við bökkuðum aðeins niður með ákveðnum pressuleiðum. Við leyfðum þeim aðeins að halda boltanum því við vitum að þeir eru sterkir í skyndisóknum. Við ákváðum að loka á ákveðnar leiðir fyrir þá en þeir leystu vel úr því og fengu þessi færi til að byrja með.“ „Eftir að við skorum fannst mér við vera með tök á leiknum og fáum svo mark á okkur. Við leiddum 2-1 í hálfleik en fáum jöfnunarmarkið á okkur. Mér fannst leikurinn vera spilaður ágætlega vel af beggja hálfu og bæði lið að skora tvö mörk. Þessi leikur hefði getað farið 4-4 eða hvernig sem var.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Keflavík ÍF Stjarnan Tengdar fréttir Sindri Kristinn: „Það er bara bannað og Villi veit það“ Sindri Kristinn Ólafsson átti fínan leik í marki Keflavíkur þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Stjörnuna í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld. Hann var ekki sáttur með að annað mark Stjörnunnar í leiknum hafi fengið að standa. 16. júní 2022 21:43
Keflavík og Stjarnan gerðu 2-2 jafntefli í fjörugum leik í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld. Stjörnumenn komust yfir í tvígang en heimamenn sýndu karakter og komu til baka í bæði skiptin. Keflavík byrjaði leikinn betur og áttu skot í þverslá, auk þess sem Haraldur Björnsson í marki Stjörnunnar varði frábærlega frá Joey Gibbs í dauðafæri, áður en Jóhann Árni Gunnarsson kom Stjörnunni yfir með glæsimarki. Adam Ægir Pálsson jafnaði fyrir Keflavík skömmu síðar með frábæru skoti en Ísak Andri Sigurgeirsson skoraði umdeilt mark á 40.mínútu og sá til þess að gestirnir leiddu í hálfleik. Síðari hálfleikur var nokkuð jafn en Stjörnumenn áttu tvö góð skot um miðbik hans sem Sindri Kristinn Ólafsson í marki Keflavíkur gerði vel í að verja. Strax í kjölfarið jafnaði síðan Dani Hatakka fyrir Keflavík þegar hann fylgdi eftir skoti Joey Gibbs sem Haraldur Björnsson í marki Stjörnunnar varði vel. Þrátt fyrir nokkuð þunga sókn Stjörnunnar undir lokin náðu þeir ekki að tryggja sér sigur. Ivan Kaliuzhnyi hjá Keflavík fékk sitt annað gula spjald á 90.mínútu en það hafði lítið að segja og liðin urðu að sætta sig við skiptan hlut, lokatölur 2-2. Af hverju varð jafntefli? Bæði lið sóttu til sigurs í leiknum í dag. Stjörnumenn byrjuðu varfærnislega og voru heppnir að Keflavíkingar hafi ekki skorað strax í upphafi leiksins í kvöld. Mark Jóhanns Árna kom algjörlega gegn gangi leiksins en þá var eins og Stjörnumenn fengju aðeins meira sjálfstraust og færðu sig framar. Stjörnumenn eru skemmtilegt lið að horfa á og þeir sköpuðu sér oft á tíðum góðar stöður en vantaði herslumuninn til að breyta þessum góðu stöðum í góð færi. Keflvíkingar sýndu góðan karakter í að jafna í tvígang en þó svo að Stjarnan hafi sótt meira undir lokin og sett pressu á heimamenn, þá voru það Keflvíkingar sem komust nær því að skora heilt yfir í leiknum. Þessir stóðu upp úr: Adam Ægir Pálsson var bestur Keflvíkinga. Hann var síógnandi og skoraði þar að auki frábært mark. Dani Hatakka hefur svo sannarlega reynst Keflvíkingum vel á tímabilinu og skoraði gott mark auk þess að spila fínan leik í vörninni. Þá var Ivan Kaliuzhnyi öflugur á miðjunni lengst af en klaufi að fá á sig rautt spjald undir lokin. Hjá Stjörnunni var Ísak Andri Sigurgeirsson góður, tók menn á hvað eftir annað og skoraði mark eftir mikla baráttu. Eggert Aron Guðmundsson var einnig líflegur og Daníel Finns Matthíasson kom sprækur inn af bekknum. Markmenn liðanna áttu síðan báðir fínar vörslur í leiknum. Hvað gekk illa? Stjörnumenn hófu leikinn varfærnislega en kannski einum of. Þeir voru stálheppnir að fá ekki á sig mark strax eftir fimm mínútur og skyndisóknirnar, sem áttu eflaust að koma þegar Keflvíkingar hættu sér of framarlega, gengu ekki vel í upphafi leiks. Sindri Kristinn Ólafsson markvörður Keflavíkur var ósáttur með að annað mark Stjörnunnar hafi fengið að standa. Úr blaðamannastúkunni leit út fyrir að hann hefði einfaldlega misst boltann á frekar klaufalegan hátt. Stúkan á Stöð 2 Sport mun eflaust skera úr um hvort Sindri hefur rétt fyrir sér. Hvað gerist næst? Stjarnan á heimaleik á mánudag gegn KR-ingum og spurning hvort Óskar Örn Hauksson láti eitthvað að sér kveða gegn sínum gömlu félögum. Keflavík á ekki leik næst fyrr en 2.júlí þegar þeir fá Fram í heimsókn til Keflavíkur. Sigurður Ragnar: Við sköpuðum mikið af færum Sigurður Ragnar Eyjólfsson er þjálfari Keflavíkur.Vísir/Hulda Margrét Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, var á báðum áttum þegar blaðamaður spurði hann hvort hann væri ánægður með að fá eitt stig út úr leiknum í kvöld. „Ég hefði viljað vinna leikinn eins og hann þróaðist. Við eigum tvö skot í slána og Halli (Haraldur Björnsson, markvörður Stjörnunnar) varði oft vel og oft komst maður fyrir á síðustu stundu þegar maður var búinn að sjá boltann inni. Stjarnan fékk líka sín færi í leiknum og þetta eru kannski ekkert ósanngjörn úrslit,“ sagði Sigurður Ragnar í samtali við Vísi eftir leik. „Ég er ánægður með frammistöðuna og spilamennskuna hjá okkur. Við sköpuðum mikið af færum og það var flott barátta í liðinu. Mér fannst jöfnunarmarkið sýna andann í liðinu þegar Dani (Hatakka) hleypur fram, hann er hafsent og hleypur 80 metra fram til að skora og það eru þrír að reyna að þrýsta boltanum inn. Það sýndi að það er góður andi og að menn vilja vinna.“ Sigurður Ragnar sagði að hans menn hefðu átt að vera komnir yfir þegar Stjarnan komst í 1-0. „Við hefðum getað verið komnir í 2-0 eftir fjórar mínútur en fórum illa með færin. Það var svekkjandi að fá á sig fyrsta markið. Við héldum alltaf áfram og hálfleiksræðan mín var þannig að ég þurfti ekki að æsa mig. Við vorum að spila vel og vorum betri aðilinn, töldum níu færi hjá okkur og þrjú hjá þeim í fyrri hálfleik. Það var bara að halda áfram og við gerðum það vel.“ Hann var ekkert alltof sáttur með rauða spjaldið sem Ivan Kaliuzhnyi fékk undir lokin en hann nældi sér í sitt annað gula spjald á 90.mínútu. „Mér finnst að dómarateymið megi kannski aðeins, hann er erlendur leikmaður sem kemur úr öðrum kúltúr og er að læra að spila hérna. Stundum segja menn eitthvað, ég veit ekki hvað hann sagði, en hann fékk gult spjald fyrir kjaft í fyrra skiptið.“ „Seinna skiptið var brot sem gerðist löngu áður og mér fannst soft að gefa rautt spjald fyrir það en ég á eftir að skoða það aftur. Við munum sakna hans, þetta er frábær leikmaður,“ sagði Sigurður Ragnar að lokum. Ágúst: Þessi leikur hefði getað farið 4-4 Ágúst var á því að úrslitin í kvöld hefðu verið sanngjörn.Vísir/HAG Ágúst Gylfason var nokkuð sáttur með að fara með eitt stig frá Keflavík í kvöld en hans menn í Stjörnunni komust yfir í tvígang en misstu niður forskotið í bæði skiptin. „Það má segja að þetta sé sanngjarnt. Þetta var hörkuleikur og bæði lið vildu sækja til sigurs og það var svolítið það sem einkenndi leikinn. Mér fannst hann ágætlega spilaður, fullt af færum og kannski sanngjörn niðurstaða. Við tökum stigið,“ sagði Ágúst við Vísi eftir leik í kvöld. „Að sjálfsögðu er maður ósáttur með að missa forystuna. Við bökkuðum aðeins niður og leyfðum þeim að halda boltanum á þessum kafla þegar við leiddum. Við fáum smá klaufamark á okkur þegar þeir jafna í 2-2. Eftir það settum við aftur upp pressu og fengum góð færi. Keflvíkingar voru sterkir í skyndisóknum og hefðu getað refsað okkur.“ Í upphafi leiks voru Stjörnumenn frekar varfærnir og voru heppnir að Keflvíkingar náðu ekki forystunni strax eftir fimm mínútur. „Við ætluðum að koma varfærnislega inn í leikinn og við bökkuðum aðeins niður með ákveðnum pressuleiðum. Við leyfðum þeim aðeins að halda boltanum því við vitum að þeir eru sterkir í skyndisóknum. Við ákváðum að loka á ákveðnar leiðir fyrir þá en þeir leystu vel úr því og fengu þessi færi til að byrja með.“ „Eftir að við skorum fannst mér við vera með tök á leiknum og fáum svo mark á okkur. Við leiddum 2-1 í hálfleik en fáum jöfnunarmarkið á okkur. Mér fannst leikurinn vera spilaður ágætlega vel af beggja hálfu og bæði lið að skora tvö mörk. Þessi leikur hefði getað farið 4-4 eða hvernig sem var.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Keflavík ÍF Stjarnan Tengdar fréttir Sindri Kristinn: „Það er bara bannað og Villi veit það“ Sindri Kristinn Ólafsson átti fínan leik í marki Keflavíkur þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Stjörnuna í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld. Hann var ekki sáttur með að annað mark Stjörnunnar í leiknum hafi fengið að standa. 16. júní 2022 21:43
Sindri Kristinn: „Það er bara bannað og Villi veit það“ Sindri Kristinn Ólafsson átti fínan leik í marki Keflavíkur þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Stjörnuna í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld. Hann var ekki sáttur með að annað mark Stjörnunnar í leiknum hafi fengið að standa. 16. júní 2022 21:43
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti