Ryan Giggs hættur sem landsliðsþjálfari Wales Atli Arason skrifar 20. júní 2022 21:00 Ryan Giggs fyrir utan réttarsalinn í Manchester í maí síðastliðnum. Christopher Furlong/Getty Images Ryan Giggs hefur formlega hætt störfum sem landsliðsþjálfari Wales en Giggs óttast að trufla undirbúning velska landsliðsins fyrir HM í Katar. Þessi fyrrum leikmaður Manchester United hefur verið í launalausu leyfi sem landsliðsþjálfari frá því í nóvember 2020 eftir að hann var handtekinn vegna ásakana um ofbeldisbrot gagnvart fyrrverandi kærustu sinni. Giggs hefur ávallt neitað sök. Robert Page, tók tímabundið við sem landsliðsþjálfari. Bráðabirgðastjórinn Page gerði sér lítið fyrir og tryggði Wales sæti á sitt fyrsta heimsmeistaramót síðan 1958. Giggs er á leið í réttarsalinn þar sem hann segist ætla að einbeita sér að því að hreinsa nafn sitt af þeim ásökunum sem bornar hafa verið á hann. Giggs vill ekki hafa truflandi áhrif á velska landsliðið og því ákvað hann sjálfur að stíga til hliðar sem landsliðsþjálfari. Velska landsliðið er á leiðinni á HM í KatarGetty Images „Eftir mikla íhugun hef ég ákveðið að segja starfi mínu sem landsliðsþjálfari lausu og mun uppsögnin taka gildi strax í dag,“ sagði Giggs í yfirlýsingu sem hann sendi á breska fjölmiðla. „Það hefur verið heiður að stýra þjóð minni en það er ekkert nema sanngjarnt gagnvart knattspyrnusambandinu, þjálfurum og leikmönnum að liðið fái að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið án stanslausum vangaveltum um hver muni stýra liðinu á mótinu,“ bætti Giggs við. „Mín markmið eru að halda áfram þjálfarastörfum seinna meir en ég hlakka til þess að fylgjast með landsliði Wales úr stúkunni á HM,“ sagði fyrrum landsliðsþjálfari Wales, Ryan Giggs. Hægt er að lesa yfirlýsingu Giggs á vef Guardian. Knattspyrnusamband Wales þakkaði Giggs fyrir vel unnin störf í tilkynningu sem kom fljótlega í kjölfar yfirlýsingar Giggs. HM 2022 í Katar Wales Mál Ryan Giggs Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Sjá meira
Þessi fyrrum leikmaður Manchester United hefur verið í launalausu leyfi sem landsliðsþjálfari frá því í nóvember 2020 eftir að hann var handtekinn vegna ásakana um ofbeldisbrot gagnvart fyrrverandi kærustu sinni. Giggs hefur ávallt neitað sök. Robert Page, tók tímabundið við sem landsliðsþjálfari. Bráðabirgðastjórinn Page gerði sér lítið fyrir og tryggði Wales sæti á sitt fyrsta heimsmeistaramót síðan 1958. Giggs er á leið í réttarsalinn þar sem hann segist ætla að einbeita sér að því að hreinsa nafn sitt af þeim ásökunum sem bornar hafa verið á hann. Giggs vill ekki hafa truflandi áhrif á velska landsliðið og því ákvað hann sjálfur að stíga til hliðar sem landsliðsþjálfari. Velska landsliðið er á leiðinni á HM í KatarGetty Images „Eftir mikla íhugun hef ég ákveðið að segja starfi mínu sem landsliðsþjálfari lausu og mun uppsögnin taka gildi strax í dag,“ sagði Giggs í yfirlýsingu sem hann sendi á breska fjölmiðla. „Það hefur verið heiður að stýra þjóð minni en það er ekkert nema sanngjarnt gagnvart knattspyrnusambandinu, þjálfurum og leikmönnum að liðið fái að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið án stanslausum vangaveltum um hver muni stýra liðinu á mótinu,“ bætti Giggs við. „Mín markmið eru að halda áfram þjálfarastörfum seinna meir en ég hlakka til þess að fylgjast með landsliði Wales úr stúkunni á HM,“ sagði fyrrum landsliðsþjálfari Wales, Ryan Giggs. Hægt er að lesa yfirlýsingu Giggs á vef Guardian. Knattspyrnusamband Wales þakkaði Giggs fyrir vel unnin störf í tilkynningu sem kom fljótlega í kjölfar yfirlýsingar Giggs.
HM 2022 í Katar Wales Mál Ryan Giggs Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Sjá meira