Í gær sagði Jennifer Granholm, orkumálaráðherra Bandaríkjanna að tillaga um að leggja eldsneytisskatt sem lagður er á í öllum ríkjum Bandaríkjanna tímabundið til hliðar, væri til skoðunar.
Í dag staðfesti Biden að tillagan væri til alvarlegrar skoðunar.
„Já, ég er að skoða það. Ég vona að ég geti tekið ákvörðun byggða á þeim gögnum sem ég er að skoða fyrir vikulok,“ sagði Biden við blaðamenn í dag.
Bandaríska alríkisstjórnin tekur til sín 18,3 sent á hvert gallon af bensínu og 24,4 sent af hverju galloni af dísel sem Bandaríkjamenn dæla á bíla sína.
Á íslenskum mælikvarða eru það um 24 krónur á hvert gallon af bensínu og 29 krónur á hvert gallon af dísel. Eitt gallon er um 3,8 lítrar og því er skatturinn um sex krónur á hvern lítra af bensíni og um átta krónur á hvern lítra af dísel.

Eldsneytisverð er í hæstu hæðum í Bandaríkjunum, um fimm dollara á hvert gallon eða um 172 krónur á hvern lítra.
Verðbóla er einnig í hæstu hæðum í Bandaríkjunum og mælist nú um 8,6 prósent.
Tímabundin aflétting eldsneytiskattsins er sögð vera ein af mörkum tillögum sem ríkisstjórn Biden ku vera að skoða til að létta á verðbólguþrýstingi.
Þá sagðist Biden einnig ætla krefja forsvarsmenn bandarískra olíuframleiðenda svara um af hverju ekki væri að vinna meiri olíu til þess að auka mætti framboð af olíu og olíuvörum.